Eitt prósent líkur á að hún myndi lifa af en nú vill skosk júdókona byrja aftur að æfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júlí 2016 11:00 Stephanie Inglis er mjög góð í júdó og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna. vísir/getty Skoska júdókonan Stephanie Inglis er komin heim til sín eftir langa dvöl á sjúkrahúsi, en hún lenti í hryllilegu mótorhjólaslysi í maí. Henni voru gefnar eitt prósent líkur á að lifa af. Þessi fyrrverandi silfurverðlaunahafi á Samveldisleikunum er búin að heita því að snúa aftur á mottuna og keppa í júdó á ný. Það er ekki nóg fyrir hana að hafa sigrast á líkunum og vera á lífi í dag. „Mér hefur hefur verið sagt að markmiðið á að vera að reyna lifa sama venjulega lífinu og maður gerði fyrir slysið. Líf mitt var júdó. Ég hef æft síðan ég var fjögurra ára gömul. Ég endurheimti ekki mitt venjulega líf án júdó,“ segir Inglis í ítarlegu viðtali við BBC. Inglis lenti í slysinu 11. maí á þessu ári en það er hreint með ólíkindum að hún lifði af. Hún brákaðist á hálsi á tveimur stöðum, hún fékk alvarlega höfuðáverka og sýkingar á borð við lungnabólgu, blóðtappa og barkabólgu sem gerði það að verkum að hún gat ekki talað við fjölskylduna sína. „Að komast af sjúkrahúsinu er bara byrjunin. Það er langur vegur eftir. Ég þarf nú að fara í sjúkraþjálfun á hverjum degi og vinna í mínum málum þar til ég verð eins og ég var,“ segir Inglis. „Ég reyni að byrja að æfa aðeins júdó á næsta ári til að koma mér í betra stand. Ég hjálpa til í júdófélaginu sem pabbi minn rekur. Ég hjálpa til við að þjálfa þannig ég verð alltaf í kringum júdóið,“ segir Stephanie Inglis. Allt viðtalið má lesa hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sjá meira
Skoska júdókonan Stephanie Inglis er komin heim til sín eftir langa dvöl á sjúkrahúsi, en hún lenti í hryllilegu mótorhjólaslysi í maí. Henni voru gefnar eitt prósent líkur á að lifa af. Þessi fyrrverandi silfurverðlaunahafi á Samveldisleikunum er búin að heita því að snúa aftur á mottuna og keppa í júdó á ný. Það er ekki nóg fyrir hana að hafa sigrast á líkunum og vera á lífi í dag. „Mér hefur hefur verið sagt að markmiðið á að vera að reyna lifa sama venjulega lífinu og maður gerði fyrir slysið. Líf mitt var júdó. Ég hef æft síðan ég var fjögurra ára gömul. Ég endurheimti ekki mitt venjulega líf án júdó,“ segir Inglis í ítarlegu viðtali við BBC. Inglis lenti í slysinu 11. maí á þessu ári en það er hreint með ólíkindum að hún lifði af. Hún brákaðist á hálsi á tveimur stöðum, hún fékk alvarlega höfuðáverka og sýkingar á borð við lungnabólgu, blóðtappa og barkabólgu sem gerði það að verkum að hún gat ekki talað við fjölskylduna sína. „Að komast af sjúkrahúsinu er bara byrjunin. Það er langur vegur eftir. Ég þarf nú að fara í sjúkraþjálfun á hverjum degi og vinna í mínum málum þar til ég verð eins og ég var,“ segir Inglis. „Ég reyni að byrja að æfa aðeins júdó á næsta ári til að koma mér í betra stand. Ég hjálpa til í júdófélaginu sem pabbi minn rekur. Ég hjálpa til við að þjálfa þannig ég verð alltaf í kringum júdóið,“ segir Stephanie Inglis. Allt viðtalið má lesa hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sjá meira