Sport

Íslenska íþróttafjölskyldan tók Víkingaklappið með ráðherrunum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ráðherrarnir taka hér Víkingaklappið.
Ráðherrarnir taka hér Víkingaklappið. Vísir/ÓskarÓ
Það var hálfgerð partýstemmning í Laugardalnum í morgun þegar sagt var frá tímamótasamningi á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi.

Íslenskt afreksfólk sér nú fram á tækifæri til að geta stundað sína íþrótta með markvissari hætti og meiri stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum sem ætla að fjórfalda stuðning sinn á næstu árum.

Sjá einnig: Lárus:Algjör bylting fyrir afreksíþróttir á Íslandi

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti samninginn en þarna voru einnig mættir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Auk þeirra voru þarna formenn, framkvæmdastjórar og margir stjórnarmenn hjá íslensku íþróttasamböndunum auk íþróttafólksins sem mun vonandi njóta góðs af þessum tímamótasamningi sem gerbreytir vonandi landslaginu í kringum íslenskt afreksíþróttafólk.

Sjá einnig: Ragna:Ákveðin í því að halda áfram þrátt fyrir að lifa nánast eins og munkur

Íþróttafólkið kom úr öllum 32 íþróttagreinunum sem mynda Íþrótta og Ólympíusambands Íslands og úr varð mjög jákvæð og skemmtileg stemmning í Laugardalnum í dag.

Í lok þessa opna kynningarfundar tók allur hópurinn síðan hið heimsfræga íslenska Víkingaklapp saman þar sem allir tóku virkan þátt þar á meðal ráðherrarnir þrír.

Sjá einnig:Afrekssjóður fjórfaldast á næstu þremur árum

Hér fyrir neðan má sjá íslensku íþróttafjölskylduna taka Víkingaklappið með ráðherrunum í dag.



Ráðherrarnir tóku Víkingaklappið í Laugardalnum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×