Athyglisbrestur og ofurathygli Jón Þór Ólafsson skrifar 28. júlí 2016 06:00 Þeir sem greinast með athyglisbrest eiga margir það sameiginlegt að hafa ofurathygli. En aðeins þegar áhugi er til staðar. Athyglin bregst aðallega þegar áhugann skortir. Til að framkvæma er nauðsynlegt að geta beint athyglinni að viðfangsefninu, unnið með það í skammtímaminninu og útilokað áreiti og hvatir sem trufla verkið. Á fræðimálinu er þessi virkni heilans nefnd ‘excecutive functions’ (framkvæmdageta). Þessir þrír þættir framkvæmdagetunnar eiga það sameiginlegt að ganga á sömu birgðir, sama batteríið, sömu takmörkuðu getuna í heilanum. Rannsóknir sýna að fólk er mælanlega líklegra til að velja óhollari frekar en hollari mat þegar það leggur meira á skammtímaminnið. Á meðan skammtímaminnið er að erfiða erum við hvatvísari. Það útskýrir hvers vegna heilkenni athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) fara oft saman. Ef barn með ADHD og mikla hreyfiþörf þarf samtímis að nota takmarkað framkvæmdabatteríið sitt í að sitja kyrrt, og bæði beina athyglinni og beita skammtímaminninu að verkefni sem því finnst ekki áhugavert, þá er batteríið fljótt búið. Athyglisbrestur og ofvirkni eru þá eðlileg einkenni. Einkenni ofvirkni hverfa oft með aldrinum. Þau færast inn á við, eins og því er lýst. Við að fullorðnast þroskast framheilinn sem sér um hvatastjórn. Óþægindin eða spennan sem birtast sem ofvirkni eru enn til staðar, en með aldrinum sýnum við minni ytri einkenni.ADHD FramkvæmdabatteríÖflug tölva með lítið batterí Nýlega benti frændi minn á að ég væri með athyglisbrest. Ég hef ofurathygli svo það gat ekki verið. Hann hafði lesið viðtöl við mig og sagði lýsingarnar vera dæmigerð einkenni athyglisbrests. Ég get ekki lært án áhuga. Mig verkjar aftan í heilann. Missi sífellt athyglina. Spennist upp. Og vinnsluminnið sem annars getur verið svo hratt skilar lítilli og ómerkilegri vinnu. Heilinn getur verið fær um ofurathygli og vinnsluminnið verið hratt, en batteríið sem keyrir þessa framkvæmdagetu er lítið og fljótt að klárast hjá fólki með ADHD.Að hlaða batteríið og auka endinguna Það eru margar leiðir til að hlaða framkvæmdabatteríið og til að auka endinguna. Áhugi eykur hleðsluna og endingu. Jákvæðar tilfinningar og hvatning einnig. Spenna og stress minnka hins vegar endinguna, en bæði hreyfing og slökun minnka stress og hlaða batteríið. Sumir þurfa stutta pásu á korters fresti. Aðrir þurfa að hreyfa sig til að geta hugsað almennilega. Hvað virkar best er einstaklingsbundið. En þegar batteríið er búið þá þarf að hlaða það eða keyra hausinn áfram með mjög skerta athyglisgetu og lélegar bremsur. Áður en ég fékk ADHD-lyf keyrði ég hausinn á mér oft þannig og notaði svo áfengi til að slökkva á honum á kvöldin. Lyfin slökkva algjörlega á óþægindunum og eirðarleysinu svo ég get einbeitt mér að misskemmtilegum verkum sem lífið býður upp á. Ég hef meira val. Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði „aðeins styrkleikar skila árangri“ og að tilgangur skipulagsheilda sé að styrkleikar skili árangri og að veikleikar hindri þá ekki. Með skilningi og stuðningi getur fólk með athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi yfirstigið mikið af hindrunum tengdum ADHD og gert sjálfum sér og öðrum meira gagn með friðsælli huga sem virkar þegar hann er notaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þeir sem greinast með athyglisbrest eiga margir það sameiginlegt að hafa ofurathygli. En aðeins þegar áhugi er til staðar. Athyglin bregst aðallega þegar áhugann skortir. Til að framkvæma er nauðsynlegt að geta beint athyglinni að viðfangsefninu, unnið með það í skammtímaminninu og útilokað áreiti og hvatir sem trufla verkið. Á fræðimálinu er þessi virkni heilans nefnd ‘excecutive functions’ (framkvæmdageta). Þessir þrír þættir framkvæmdagetunnar eiga það sameiginlegt að ganga á sömu birgðir, sama batteríið, sömu takmörkuðu getuna í heilanum. Rannsóknir sýna að fólk er mælanlega líklegra til að velja óhollari frekar en hollari mat þegar það leggur meira á skammtímaminnið. Á meðan skammtímaminnið er að erfiða erum við hvatvísari. Það útskýrir hvers vegna heilkenni athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) fara oft saman. Ef barn með ADHD og mikla hreyfiþörf þarf samtímis að nota takmarkað framkvæmdabatteríið sitt í að sitja kyrrt, og bæði beina athyglinni og beita skammtímaminninu að verkefni sem því finnst ekki áhugavert, þá er batteríið fljótt búið. Athyglisbrestur og ofvirkni eru þá eðlileg einkenni. Einkenni ofvirkni hverfa oft með aldrinum. Þau færast inn á við, eins og því er lýst. Við að fullorðnast þroskast framheilinn sem sér um hvatastjórn. Óþægindin eða spennan sem birtast sem ofvirkni eru enn til staðar, en með aldrinum sýnum við minni ytri einkenni.ADHD FramkvæmdabatteríÖflug tölva með lítið batterí Nýlega benti frændi minn á að ég væri með athyglisbrest. Ég hef ofurathygli svo það gat ekki verið. Hann hafði lesið viðtöl við mig og sagði lýsingarnar vera dæmigerð einkenni athyglisbrests. Ég get ekki lært án áhuga. Mig verkjar aftan í heilann. Missi sífellt athyglina. Spennist upp. Og vinnsluminnið sem annars getur verið svo hratt skilar lítilli og ómerkilegri vinnu. Heilinn getur verið fær um ofurathygli og vinnsluminnið verið hratt, en batteríið sem keyrir þessa framkvæmdagetu er lítið og fljótt að klárast hjá fólki með ADHD.Að hlaða batteríið og auka endinguna Það eru margar leiðir til að hlaða framkvæmdabatteríið og til að auka endinguna. Áhugi eykur hleðsluna og endingu. Jákvæðar tilfinningar og hvatning einnig. Spenna og stress minnka hins vegar endinguna, en bæði hreyfing og slökun minnka stress og hlaða batteríið. Sumir þurfa stutta pásu á korters fresti. Aðrir þurfa að hreyfa sig til að geta hugsað almennilega. Hvað virkar best er einstaklingsbundið. En þegar batteríið er búið þá þarf að hlaða það eða keyra hausinn áfram með mjög skerta athyglisgetu og lélegar bremsur. Áður en ég fékk ADHD-lyf keyrði ég hausinn á mér oft þannig og notaði svo áfengi til að slökkva á honum á kvöldin. Lyfin slökkva algjörlega á óþægindunum og eirðarleysinu svo ég get einbeitt mér að misskemmtilegum verkum sem lífið býður upp á. Ég hef meira val. Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði „aðeins styrkleikar skila árangri“ og að tilgangur skipulagsheilda sé að styrkleikar skili árangri og að veikleikar hindri þá ekki. Með skilningi og stuðningi getur fólk með athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi yfirstigið mikið af hindrunum tengdum ADHD og gert sjálfum sér og öðrum meira gagn með friðsælli huga sem virkar þegar hann er notaður.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar