Sáu 580 seli í selatalningu ársins Atli Ísleifsson skrifar 25. júlí 2016 15:44 Selatalningin fór fram í tíunda skiptið í ár. Vísir/Vilhelm Alls sáust 580 selir í selatalningunni sem fram fór í tíunda skipti þann 21. júlí síðastliðinn. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 100 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra, en fjöldinn er meiri en síðustu tvö ár, en þó minni en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Í tilkynningu frá Selasetri Íslands kemur fram að setrið vilji þakka öllum þeim 57 innlendu og erlendu sjálfboðaliðum sem þátt tóku í talningunni í ár. „Þau 10 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 760 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust alls 580 selir sem er meira en síðustu tvö ár, en þó minna en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Það er mikilvægt að taka fram að þessar tölur eiga aðeins við um fjölda sela á Vatnsnesi og Heggstaðarnesi á þeim tíma sem Selatalningin mikla fer fram. Þrátt fyrir að fækkun virðist eiga sér stað eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á fjölda þeirra sela sem sjást hvert sinn. Veður hefur mikil áhrif en líkt og við mennirnir kjósa selir helst að liggja á þurru í vindlitlu, heitu og sólríku veðri. Í ár var þokukennt, létt úrkoma, um 9 gráðu hiti og nokkur vindur en í slíkum aðstæðum getur verið ákjósanlegra fyrir suma seli að svamla um í sjónum frekar en að liggja á landi. Vinsamlegast athugið að Selatalningin mikla tekur aðeins til Vatnsness og Heggstaðarness. Selasetur Íslands stendur nú fyrir stofnstærðarmati landsela á Íslandi sem er framkvæmd með því að telja seli á allri strandlengju Íslands úr flugvél. Síðasta skiptið sem slík talning fór fram var árið 2011 þar sem stofnstærð landsela var metin um 11-12.000 dýr.“ Fréttir af flugi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Alls sáust 580 selir í selatalningunni sem fram fór í tíunda skipti þann 21. júlí síðastliðinn. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 100 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra, en fjöldinn er meiri en síðustu tvö ár, en þó minni en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Í tilkynningu frá Selasetri Íslands kemur fram að setrið vilji þakka öllum þeim 57 innlendu og erlendu sjálfboðaliðum sem þátt tóku í talningunni í ár. „Þau 10 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 760 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust alls 580 selir sem er meira en síðustu tvö ár, en þó minna en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Það er mikilvægt að taka fram að þessar tölur eiga aðeins við um fjölda sela á Vatnsnesi og Heggstaðarnesi á þeim tíma sem Selatalningin mikla fer fram. Þrátt fyrir að fækkun virðist eiga sér stað eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á fjölda þeirra sela sem sjást hvert sinn. Veður hefur mikil áhrif en líkt og við mennirnir kjósa selir helst að liggja á þurru í vindlitlu, heitu og sólríku veðri. Í ár var þokukennt, létt úrkoma, um 9 gráðu hiti og nokkur vindur en í slíkum aðstæðum getur verið ákjósanlegra fyrir suma seli að svamla um í sjónum frekar en að liggja á landi. Vinsamlegast athugið að Selatalningin mikla tekur aðeins til Vatnsness og Heggstaðarness. Selasetur Íslands stendur nú fyrir stofnstærðarmati landsela á Íslandi sem er framkvæmd með því að telja seli á allri strandlengju Íslands úr flugvél. Síðasta skiptið sem slík talning fór fram var árið 2011 þar sem stofnstærð landsela var metin um 11-12.000 dýr.“
Fréttir af flugi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira