Borgarstjórinn í Ríó þreyttur á ÓL-liði Ástrala: "Set kengúru fyrir utan hjá þeim“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 09:30 Ólympíuþorpið. Engin kengúra enn. vísir/getty Ástralska Ólympíuliðið neitar að flytja inn í húsnæði sitt í Ólympíuþorpinu í Ríó þar sem það er ekki klárt. Að sögn Kitty Chiller, liðsstjóra Ástrala, eru klósettin stífluð, pípur leka og þá sjást berir rafmangsvírar hér og þar. Ástralar leita nú að lausnum ásamt mótshöldurum. Ástralska starfsliðið er löngu mætt til Ríó að gera allt klárt og gistir það á hóteli nálægt þorpinu en fyrstu íþróttamenn landsins eru væntanlegir til borgarinnar í dag og munu þeir gista á sama hóteli fyrstu dagana. Ólympíuþorpið lítur nokkuð glæsilega út á myndum en það kostaði Brasilíumenn einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þar er 31 bygging sem allar hafa tennisvelli og einnig eru fótboltavellir og sjö sundlaugar. Þorpið mun hýsa 18 þúsund keppendur og aðstoðarmenn þeirra. Ástralar kvarta opinberlega yfir aðstæðum í íbúðum sínum á heimasíðu ástralska Ólympíusambandsins. Mótshaldarar hafa viðurkennt að örlitlir byrjunarörðuleikar eiga sér stað en verið er að vinna í þessu allan sólarhringinn fram að leikunum sem hefjast eftir ellefu daga. Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, er þó lítt hrifinn af þessu tuði Ástrala og svaraði þeim með skætingi. „Ólympíuþorpið okkar er fallegra en það var í Sydney fyrir leikana árið 2000. Ég ætla að setja hoppandi kengúru fyrir utan hjá þeim þannig þeim líði eins og heima hjá sér,“ segir hann, að því fram kemur á vef BBC. Fleiri Ólympíulið hafa kvartað yfir aðstæðum og hafa sum þeirra ráðið sína eigin verkamenn; smiði, pípara og rafvirkja, til að koma húsnæðinu í lag áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.Eitt af herbergjum þorpsins.vísir Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira
Ástralska Ólympíuliðið neitar að flytja inn í húsnæði sitt í Ólympíuþorpinu í Ríó þar sem það er ekki klárt. Að sögn Kitty Chiller, liðsstjóra Ástrala, eru klósettin stífluð, pípur leka og þá sjást berir rafmangsvírar hér og þar. Ástralar leita nú að lausnum ásamt mótshöldurum. Ástralska starfsliðið er löngu mætt til Ríó að gera allt klárt og gistir það á hóteli nálægt þorpinu en fyrstu íþróttamenn landsins eru væntanlegir til borgarinnar í dag og munu þeir gista á sama hóteli fyrstu dagana. Ólympíuþorpið lítur nokkuð glæsilega út á myndum en það kostaði Brasilíumenn einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þar er 31 bygging sem allar hafa tennisvelli og einnig eru fótboltavellir og sjö sundlaugar. Þorpið mun hýsa 18 þúsund keppendur og aðstoðarmenn þeirra. Ástralar kvarta opinberlega yfir aðstæðum í íbúðum sínum á heimasíðu ástralska Ólympíusambandsins. Mótshaldarar hafa viðurkennt að örlitlir byrjunarörðuleikar eiga sér stað en verið er að vinna í þessu allan sólarhringinn fram að leikunum sem hefjast eftir ellefu daga. Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, er þó lítt hrifinn af þessu tuði Ástrala og svaraði þeim með skætingi. „Ólympíuþorpið okkar er fallegra en það var í Sydney fyrir leikana árið 2000. Ég ætla að setja hoppandi kengúru fyrir utan hjá þeim þannig þeim líði eins og heima hjá sér,“ segir hann, að því fram kemur á vef BBC. Fleiri Ólympíulið hafa kvartað yfir aðstæðum og hafa sum þeirra ráðið sína eigin verkamenn; smiði, pípara og rafvirkja, til að koma húsnæðinu í lag áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.Eitt af herbergjum þorpsins.vísir
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira