Ræða hertar skotvopnareglur Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. júlí 2016 07:00 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að verslunarmiðstöðinni í München, þar sem átján ára piltur myrti níu manns á föstudaginn, til að minnast hinna látnu. Nordicphotos/AFP Flestir þeirra níu, sem hinn átján ára gamli Ali Sonboly myrti í skotárás í München á föstudag, voru á aldrinu 13 til 19 ára. Einungis einn var þýskur að uppruna, hinir voru af tyrkneskum eða arabískum uppruna. Einn þeirra, grískur piltur að nafni Huseyin Dayicik, bjargaði tvíburasystur sinni með því að kasta sér fyrir hana, en féll sjálfur fyrir byssuskoti frá Sonboly. Í gær voru 27 manns enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla, þar af tíu í lífshættu. Árásarmaðurinn er sagður hafa undirbúið árásina í heilt ár, en í Þýskalandi er nú meðal annars spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að hann gæti útvegað sér vopn til árásarinnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarka aðgang fólks að vopnum og herða eftirlit,“ er í þarlendum fjölmiðlum haft eftir Sigmar Gabriel, varakanslara landsins, sem vill herða skotvopnalöggjöf landsins verulega. Sjálfur er Sonboly sagður hafa verið einrænn, þunglyndur og sætt einelti í skóla. Hann hafi haft einkennilegt göngulag og sérstæðan talanda, sem óspart var gert grín að honum fyrir. Nágrannar hans segjast hafa þekkt hann strax á göngulaginu á myndböndum, sem birtust af honum þar sem hann var að skjóta á fólk. Faðir hans þekkti hann einnig á myndbandinu og hafði þá strax samband við lögregluna. Hann var af írönskum uppruna en fæddur og uppalinn í München þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann er sagður hafa haft fjöldamorð á heilanum, þar á meðal hryðjuverk Anders Behrings Breivik í Noregi fyrir fimm árum. Hann hafi líka farið til bæjarins Winnenden til að skoða vettvang fjöldamorða í skóla, þar sem sautján ára piltur myrti 15 manns í skotárás árið 2009. Lögreglan segir að í tölvu hans hafi fundist einhvers konar yfirlýsing, en vildi ekki upplýsa nánar um innihald hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Flestir þeirra níu, sem hinn átján ára gamli Ali Sonboly myrti í skotárás í München á föstudag, voru á aldrinu 13 til 19 ára. Einungis einn var þýskur að uppruna, hinir voru af tyrkneskum eða arabískum uppruna. Einn þeirra, grískur piltur að nafni Huseyin Dayicik, bjargaði tvíburasystur sinni með því að kasta sér fyrir hana, en féll sjálfur fyrir byssuskoti frá Sonboly. Í gær voru 27 manns enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla, þar af tíu í lífshættu. Árásarmaðurinn er sagður hafa undirbúið árásina í heilt ár, en í Þýskalandi er nú meðal annars spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að hann gæti útvegað sér vopn til árásarinnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarka aðgang fólks að vopnum og herða eftirlit,“ er í þarlendum fjölmiðlum haft eftir Sigmar Gabriel, varakanslara landsins, sem vill herða skotvopnalöggjöf landsins verulega. Sjálfur er Sonboly sagður hafa verið einrænn, þunglyndur og sætt einelti í skóla. Hann hafi haft einkennilegt göngulag og sérstæðan talanda, sem óspart var gert grín að honum fyrir. Nágrannar hans segjast hafa þekkt hann strax á göngulaginu á myndböndum, sem birtust af honum þar sem hann var að skjóta á fólk. Faðir hans þekkti hann einnig á myndbandinu og hafði þá strax samband við lögregluna. Hann var af írönskum uppruna en fæddur og uppalinn í München þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann er sagður hafa haft fjöldamorð á heilanum, þar á meðal hryðjuverk Anders Behrings Breivik í Noregi fyrir fimm árum. Hann hafi líka farið til bæjarins Winnenden til að skoða vettvang fjöldamorða í skóla, þar sem sautján ára piltur myrti 15 manns í skotárás árið 2009. Lögreglan segir að í tölvu hans hafi fundist einhvers konar yfirlýsing, en vildi ekki upplýsa nánar um innihald hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11
Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35