Handbolti

Strákarnir hans Dags unnu síðasta leikinn fyrir ÓL í Ríó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigursson.
Dagur Sigursson. Vísir/Getty
Þýska landsliðið í handbolta tryggði sér þriðja sætinu á æfingamótinu í Strassborg í Frakklandi með þriggja marka sigri á Egyptalandi, 30-27.

Danir og Frakkar spila til úrslita á mótinu á eftir en öll fjögur liðin eru á leiðinni til Ríó til að keppa í handboltakeppni Ólympíuleikanna.

Þýska liðið tapaði sannfærandi í undanúrslitaleik mótsins á móti Dönum og var lengi í gang í leiknum í dag.

Egyptar komust í 2-0, 4-1, 10-7 og 11-8 en þýska liðið hrökk í gang undir lok hálfleiksins.

Þjóðverjar skoruðu fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og voru 13-11 yfir í hálfleik.

Þýska liðið komst mest fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks en Egyptar náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 27-26 og 28-27 áður en Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér sigur.

Þetta var síðasti æfingaleikur þýska liðsins fyrir Ólympíuleikana í Ríó en þar mæta Þjóðverjar Svíum í fyrsta leik 7. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×