Hver var árásarmaðurinn í München? Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 14:12 Árásarmaðurinn var átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna. Vísir/AFP Þýskir og erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. Segja þeir hann hafa heitið Ali David Solboly, átján ára þýskan pilt af írönskum uppruna. Solboly bjó á heimili foreldra sinna og var fæddur og uppalinn í München. Níu manns fórust í árásinni sem átti sér stað í og í kringum verslunarmiðstöðina Olympia-Einkaufszentrum sem er að finna í hverfinu Moosach nærri Ólympíuvöllinn í borginni. Auk þeirra sem fórust fyrirfór Solboly sér skömmu eftir árásina. Flest fórnarlömbin voru á aldrinum fjórtán til tvítugs.EinfariFréttamaður Verdens Gang hefur rætt við nágranna Solboly og segir hann hafa verið einfara og borið út dagblöð. Fyrir árásina sáu einhverjir nágrannanna hann bera út blaðið, og tók einhver þeirra eftir því að hann heilsaði þeim ekki. „Hann var oft einn á ferð eða í fámennum hópum,“ segir nágranninn Safete Dalipi í samtali við VG. Lögregla gerði húsleit á heimili Solboly og foreldra hans snemma í morgun, en íbúðin er í hverfinu Bezirk Maxvorstadt. Þar fannst ekkert sem benti til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, en hins vegar fundust fjöldi dagblaðagreina um skotárásir í skólum. Einnig fannst bókin Amok in Kopf – warum schuler töten sem fjallar um ástæður þess af hverju nemendur ákveða að drepa aðra.Solboly-fjölskyldan býr í fjölbýlishúsi við Dachauer Strasse í München.Vísir/AFPGlímdi við þunglyndiLögregla greindi einnig frá því í morgun að Solboly hafi verið einn að verki og að hann hafi glímt við þunglyndi og leitað aðstoðar vegna þess. Solboly notaðist við 9 mm Glock skammbyssu í árásinni og segir lögregla að hann hafi ekki verið með tilskilin leyfi fyrir byssunni.Tengsl við BreivikLögregla í München segir ljóst að tengsl séu á milli árásarmannsins og árása Anders Behring Breivik í Ósló og Útey árið 2011, en fimm ár voru í gær frá árásunum í Noregi. Segir lögregla ljóst að Breivik hafi veitt Solboly innblástur. Á myndskeiði frá árás gærdagsins má sjá árásarmanninn hrópa að hann hafi þurft að þola einelti í sjö ár þar sem hann stóð á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Segja nágrannar hafa lesið um að hann hafi þurft að þola einelti á netinu, en að foreldrar hans hafi aldri minnst á að eitthvað væri að. Ekkert kveðjubréf hefur fundist og segir lögregla ljóst að foreldrar Solboly hafi ekkert vitað um áætlanir sonar síns, en þeir eiga einnig yngri son. Þýskaland Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Þýskir og erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. Segja þeir hann hafa heitið Ali David Solboly, átján ára þýskan pilt af írönskum uppruna. Solboly bjó á heimili foreldra sinna og var fæddur og uppalinn í München. Níu manns fórust í árásinni sem átti sér stað í og í kringum verslunarmiðstöðina Olympia-Einkaufszentrum sem er að finna í hverfinu Moosach nærri Ólympíuvöllinn í borginni. Auk þeirra sem fórust fyrirfór Solboly sér skömmu eftir árásina. Flest fórnarlömbin voru á aldrinum fjórtán til tvítugs.EinfariFréttamaður Verdens Gang hefur rætt við nágranna Solboly og segir hann hafa verið einfara og borið út dagblöð. Fyrir árásina sáu einhverjir nágrannanna hann bera út blaðið, og tók einhver þeirra eftir því að hann heilsaði þeim ekki. „Hann var oft einn á ferð eða í fámennum hópum,“ segir nágranninn Safete Dalipi í samtali við VG. Lögregla gerði húsleit á heimili Solboly og foreldra hans snemma í morgun, en íbúðin er í hverfinu Bezirk Maxvorstadt. Þar fannst ekkert sem benti til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, en hins vegar fundust fjöldi dagblaðagreina um skotárásir í skólum. Einnig fannst bókin Amok in Kopf – warum schuler töten sem fjallar um ástæður þess af hverju nemendur ákveða að drepa aðra.Solboly-fjölskyldan býr í fjölbýlishúsi við Dachauer Strasse í München.Vísir/AFPGlímdi við þunglyndiLögregla greindi einnig frá því í morgun að Solboly hafi verið einn að verki og að hann hafi glímt við þunglyndi og leitað aðstoðar vegna þess. Solboly notaðist við 9 mm Glock skammbyssu í árásinni og segir lögregla að hann hafi ekki verið með tilskilin leyfi fyrir byssunni.Tengsl við BreivikLögregla í München segir ljóst að tengsl séu á milli árásarmannsins og árása Anders Behring Breivik í Ósló og Útey árið 2011, en fimm ár voru í gær frá árásunum í Noregi. Segir lögregla ljóst að Breivik hafi veitt Solboly innblástur. Á myndskeiði frá árás gærdagsins má sjá árásarmanninn hrópa að hann hafi þurft að þola einelti í sjö ár þar sem hann stóð á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Segja nágrannar hafa lesið um að hann hafi þurft að þola einelti á netinu, en að foreldrar hans hafi aldri minnst á að eitthvað væri að. Ekkert kveðjubréf hefur fundist og segir lögregla ljóst að foreldrar Solboly hafi ekkert vitað um áætlanir sonar síns, en þeir eiga einnig yngri son.
Þýskaland Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33
Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent