Viðskipti erlent

Hlýnun jarðar dýrkeypt fyrir efnahagslífið

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sameinuðu Þjóðirnar áætla að 43 lönd standa frammi fyrir lægri hagvexti vegna aukins hita.
Sameinuðu Þjóðirnar áætla að 43 lönd standa frammi fyrir lægri hagvexti vegna aukins hita. Vísir/Getty
Hækkandi hitastig í heiminum gæti kostað alþjóðlega hagkerfið yfir tvær billjónir dollara fyrir árið 2030, með því að takmarka tíma sem hægt er að vinna á í fátækustu þjóðum heims, þetta er niðurstaða ransóknar Sameinuðu þjóðanna.

Samkvæmt SÞ munu allt að fjörutíu og þrjú lönd, sérstaklega lönd í Asíu, meðal annars Kína, Indónesía og Malasía, standa frammi fyrir lægri hagvexti vegna aukins hita. Talið er að landsframleiðsla í Kína gæti dregist saman um eitt prósent, og landsframleiðsla í Indónesíu um sex prósent fyrir árið 2030.

Bloomberg greinir frá því að gríðarlegur hiti í suðaustur Asíu leiði nú þegar til fimmtán til tuttugu prósent færri vinnustundum, og að sú tala gæti tvöfaldast fyrir árið 2050 vegna hlýnun jarðar.

Aukinn hiti mun hafa meiri áhrif í fátækari löndum, þar sem ríkari lönd hafa betri möguleika á að kæla rými til að bregðast við auknum hita á vinnustundum.

Árið 2030 er spáð því að tap á landsframleiðslu gæti numið allt að 450 milljörðum dollara í Kína og á Indlandi vegna hækkandi hitastigs. Möguleiki væri þó á að draga úr áhrifunum með því að færa vinnutímann til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×