Hagnaður á Wall Street dregst saman Sæunn Gísladóttir skrifar 20. júlí 2016 10:00 Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Vísir/Getty Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem hagnaðurinn dregst saman. Hagnaðurinn jókst milli ára hjá Goldman Sachs, hins vegar ber að hafa í huga að lögfræðikostnaður sem nam 1,45 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi 2015 vó þungt við uppgjörið þá. Í gær höfðu stærstu sex bankarnir, utan Morgan Stanley, kynnt uppgjör sitt. Hagnaður á hlut minnkaði hjá öllum milli ára, nema Goldman Sachs, og J.P. Morgan, hins vegar voru uppgjörin betri en væntingar höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður á hlut var 36 sent hjá Bank of America samanborið við 43 sent á hlut á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður á hlut var 1,24 dollarar hjá Citigroup, samanborið við 1,51 dollara árið áður, hjá Wells Fargo 1,01, samanborið við 1,03 árið áður. Hagnaður á hlut hjá Goldman Sachs var 3,72 dollarar, samanborið við 1,98 dollara árið áður. Hagnaður á hlut hjá J.P. Morgan nam 1,55 dollurum og hækkaði um eitt sent milli ára. Tekjur Citigroup, Goldman Sachs, og Bank of America drógust saman á ársfjórðungnum miðað við síðasta ár, um 11 prósent, 13 prósent og 7,3 prósent. Tekjur J.P. Morgan og Wells Fargo hækkuðu hins vegar lítillega. Greiningaraðilar spá því að yfir árið muni tekjur bankanna lækka að meðaltali um 14 prósent. Von er á að tekjurnar muni einungis jafna sig að hluta til árið 2017. Haft er eftir Chris Kotowski, greiningaraðila hjá Oppenheimer & Co., í frétt Bloomberg um uppgjörin, að fram til 24. júní hafi stefnt í góðan fjórðung. Í kjölfar Brexit-kosninganna, þegar ljóst var að Bretar hygðust yfirgefa Evrópusambandið, tóku alþjóðleg hlutabréf hins vegar dýfu. Kotowski lækkaði hagnaðarspá sína fyrir sex stærstu bankana um átta prósent fyrir árið í kjölfar kosninganna. Haft er eftir Richard Lipstein, mannauðsstjóra á Wall Street, að líkur séu á að bónusar muni lækka hjá öllum bönkunum á árinu vegna Brexit-kosninganna. Brexit Tengdar fréttir Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15 Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02 Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem hagnaðurinn dregst saman. Hagnaðurinn jókst milli ára hjá Goldman Sachs, hins vegar ber að hafa í huga að lögfræðikostnaður sem nam 1,45 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi 2015 vó þungt við uppgjörið þá. Í gær höfðu stærstu sex bankarnir, utan Morgan Stanley, kynnt uppgjör sitt. Hagnaður á hlut minnkaði hjá öllum milli ára, nema Goldman Sachs, og J.P. Morgan, hins vegar voru uppgjörin betri en væntingar höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður á hlut var 36 sent hjá Bank of America samanborið við 43 sent á hlut á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður á hlut var 1,24 dollarar hjá Citigroup, samanborið við 1,51 dollara árið áður, hjá Wells Fargo 1,01, samanborið við 1,03 árið áður. Hagnaður á hlut hjá Goldman Sachs var 3,72 dollarar, samanborið við 1,98 dollara árið áður. Hagnaður á hlut hjá J.P. Morgan nam 1,55 dollurum og hækkaði um eitt sent milli ára. Tekjur Citigroup, Goldman Sachs, og Bank of America drógust saman á ársfjórðungnum miðað við síðasta ár, um 11 prósent, 13 prósent og 7,3 prósent. Tekjur J.P. Morgan og Wells Fargo hækkuðu hins vegar lítillega. Greiningaraðilar spá því að yfir árið muni tekjur bankanna lækka að meðaltali um 14 prósent. Von er á að tekjurnar muni einungis jafna sig að hluta til árið 2017. Haft er eftir Chris Kotowski, greiningaraðila hjá Oppenheimer & Co., í frétt Bloomberg um uppgjörin, að fram til 24. júní hafi stefnt í góðan fjórðung. Í kjölfar Brexit-kosninganna, þegar ljóst var að Bretar hygðust yfirgefa Evrópusambandið, tóku alþjóðleg hlutabréf hins vegar dýfu. Kotowski lækkaði hagnaðarspá sína fyrir sex stærstu bankana um átta prósent fyrir árið í kjölfar kosninganna. Haft er eftir Richard Lipstein, mannauðsstjóra á Wall Street, að líkur séu á að bónusar muni lækka hjá öllum bönkunum á árinu vegna Brexit-kosninganna.
Brexit Tengdar fréttir Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15 Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02 Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15
Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02