Öryggismál í ólestri þegar minna en vika er í leikana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. júlí 2016 19:56 Minna en vika er í að Ólympíuleikarnir verði settir. vísir/nordic photos Brasilíska dómsmálaráðuneytið hefur rift samkomulagi við öryggisfyrirtæki sem sjá um átti öll öryggismál fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Minna en vika er þar til leikarnir hefjast. AFP segir frá. Það er nokkuð auðséð hví ráðuneytið greip til þessa. Fyrirtækinu hafði verið falið að ráða 3.400 öryggisverði en hefur sem stendur aðeins fimmhundruð á sínum snærum. Öryggisverðirnir áttu til að mynda að vakta alla innganga á keppnissvæði leikanna og manna málmleitarhlið. Stefnt er að því að sömu gegnumlýsingartæki og málmleitarhlið verði mönnum af lögreglumönnum. Þar er um að ræða sömu lögreglumenn og hafa staðið í kjarabaráttu undanfarna daga. Þeir hafa meðal annars kvartað undan bágum kjörum og að fjársýslunni gangi illa að greiða út laun á tilsettum tíma. Þetta er nýjasta vandamálið af fjölmörgum sem hafa komið upp á síðustu dögum og vikum. Fyrir skemmstu þurfti að taka hluta ólympíuþorpsins í gegn eftir að kvartað var undan aðstæðum þar. Talið er að óánægðir verkamenn hafi þar valdið skemmdarverkum til að láta óánægju sína í ljós. Átta íslenskir keppendur munu taka þátt á Ólympíuleikunum. Það eru kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir, júdókappinn Þormóður Jónsson og fimleikakonan Irina Sazonova. Þá munu Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn McKee öll stinga sér til sunds á leikunum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30 Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Brasilíska dómsmálaráðuneytið hefur rift samkomulagi við öryggisfyrirtæki sem sjá um átti öll öryggismál fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Minna en vika er þar til leikarnir hefjast. AFP segir frá. Það er nokkuð auðséð hví ráðuneytið greip til þessa. Fyrirtækinu hafði verið falið að ráða 3.400 öryggisverði en hefur sem stendur aðeins fimmhundruð á sínum snærum. Öryggisverðirnir áttu til að mynda að vakta alla innganga á keppnissvæði leikanna og manna málmleitarhlið. Stefnt er að því að sömu gegnumlýsingartæki og málmleitarhlið verði mönnum af lögreglumönnum. Þar er um að ræða sömu lögreglumenn og hafa staðið í kjarabaráttu undanfarna daga. Þeir hafa meðal annars kvartað undan bágum kjörum og að fjársýslunni gangi illa að greiða út laun á tilsettum tíma. Þetta er nýjasta vandamálið af fjölmörgum sem hafa komið upp á síðustu dögum og vikum. Fyrir skemmstu þurfti að taka hluta ólympíuþorpsins í gegn eftir að kvartað var undan aðstæðum þar. Talið er að óánægðir verkamenn hafi þar valdið skemmdarverkum til að láta óánægju sína í ljós. Átta íslenskir keppendur munu taka þátt á Ólympíuleikunum. Það eru kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir, júdókappinn Þormóður Jónsson og fimleikakonan Irina Sazonova. Þá munu Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn McKee öll stinga sér til sunds á leikunum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30 Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30
Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00