Carvajal hetja Real í Ofurbikarnum | Sjáðu mörkin og bikarafhendinguna Anton Ingi Leifsson skrifar 9. ágúst 2016 21:18 Daniel Carvajal reyndist hetja Real Madrid í framlengdum leik gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en lokatölur urðu 3-2 sigur Real. Þetta er í þriðja skiptið sem Real vinnur bikarinn. Leikið var á Lerkendal leikvanginum í Þrándheimi, en það er heimavöllur Rosenborgar þar sem Íslendingarnir þrír; Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Real Madrid því Marco Asensio kom þeim yfir á 21. mínútu með gullfallegu marki, en hann þrumaði boltanum í netið í sínum fyrsta aðalliðsleik. Franco Vazquez sá hins vegar til þess að Real myndi ekki leiða þegar gengið væri til búningsherbergja því hann jafnaði metin á 41. mínútu með góðu skoti.Sjáðu einnig:Asensio byrjar ferilinn hjá Real á rosalegu marki | Sjáðu markið Staðan 1-1 í hálfleik og næsta mark lét bíða eftir sér, en það kom á 72. mínútu. Sevilla fékk vítaspyrnu eftir að Sergio Ramos gerðist brotlegur inann vítateigs. Yevheniy Konoplyanka steig á punktinn og skoraði. Ramos var staðráðinn í að bæta fyrir mistökin og hann gerði það, en í uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Lucas Vasquez í netið og tryggði Madrídingum framlengingu. Hetjan kom svo úr óvæntri átt, en Daniel Carvajal skoraði sigurmarkið á 119. mínútu þegar hann óð upp allan völlinn, sólaði varnarmann Sevilla og lagði hann í fjærhornið. Lokatölur 3-2. Madrídingar voru án góðra leikmanna á borð við Cristiano Ronaldo sem er meiddur og Gareth Bale sem fékk hvíld eftir Evrópumótið í Frakklandi. Deildin á Spáni hefst 19. ágúst, en Sevilla mætir Espanyol þann 20. ágúst og degi síðar fer Real í heimsókn til Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Sjá meira
Daniel Carvajal reyndist hetja Real Madrid í framlengdum leik gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en lokatölur urðu 3-2 sigur Real. Þetta er í þriðja skiptið sem Real vinnur bikarinn. Leikið var á Lerkendal leikvanginum í Þrándheimi, en það er heimavöllur Rosenborgar þar sem Íslendingarnir þrír; Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Real Madrid því Marco Asensio kom þeim yfir á 21. mínútu með gullfallegu marki, en hann þrumaði boltanum í netið í sínum fyrsta aðalliðsleik. Franco Vazquez sá hins vegar til þess að Real myndi ekki leiða þegar gengið væri til búningsherbergja því hann jafnaði metin á 41. mínútu með góðu skoti.Sjáðu einnig:Asensio byrjar ferilinn hjá Real á rosalegu marki | Sjáðu markið Staðan 1-1 í hálfleik og næsta mark lét bíða eftir sér, en það kom á 72. mínútu. Sevilla fékk vítaspyrnu eftir að Sergio Ramos gerðist brotlegur inann vítateigs. Yevheniy Konoplyanka steig á punktinn og skoraði. Ramos var staðráðinn í að bæta fyrir mistökin og hann gerði það, en í uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Lucas Vasquez í netið og tryggði Madrídingum framlengingu. Hetjan kom svo úr óvæntri átt, en Daniel Carvajal skoraði sigurmarkið á 119. mínútu þegar hann óð upp allan völlinn, sólaði varnarmann Sevilla og lagði hann í fjærhornið. Lokatölur 3-2. Madrídingar voru án góðra leikmanna á borð við Cristiano Ronaldo sem er meiddur og Gareth Bale sem fékk hvíld eftir Evrópumótið í Frakklandi. Deildin á Spáni hefst 19. ágúst, en Sevilla mætir Espanyol þann 20. ágúst og degi síðar fer Real í heimsókn til Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Sjá meira