Hrafnhildur: Frábært að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmetshafa Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 9. ágúst 2016 02:49 Hrafnhildur Lúthersdóttir eftir sundið. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó og er þetta besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. Hrafnhildur hækkaði sig þar með í hverju sundi en þetta var þriðja sinn sem hún syndir 100 metra sundið á leikunum. Hún var með níunda besta tímann í undanrásum en sjöunda besta tímann í undanúrslitunum. „Ég komst upp um eitt sæti og það er alltaf gott. Að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmetshafa það er líka alltaf frábært," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir en hún var á undan Litháanum Ruta Meilutyte í úrslitasundinu. Ruta Meilutyte á heimsmetið og vann gull á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum síðan. „Ég vorkenndi henni svo sem af því að þetta gekk ekkert upp hjá henni og hún var alveg niðurbrotin eftir sundið. Það er samt frábært að geta unnið hana og ég var líka á undan annarri stelpu sem ég hef alltaf verið að keppa við. Ég hef kannski verið hrædd við hana," sagði Hrafnhildur um Jamaíkakonuna Alia Atkinson og bætti við: „Það er gaman að geta verið hraðari en þær báðar," sagði Hrafnhildur. Ruta Meilutyte vann í London 2012 og Alia Atkinson varð þá fjórða. Ruta Meilutyte var hágrátandi eftir sundið. „Minnstu mistök og þá er bara allt búið. Ég gerði mín eigin mistök og þetta var alls ekki fullkomið sund því ég var alveg dauð í endann. Þetta var líka ekki góður tími því ég hefði viljað fara á miklu betri tíma," sagði Hrafnhildur. „Ég get ekki kvartað því ef ég hefði verið í áttunda sæti þá hefði ég samt verið ánægð. Áttunda sætið á Ólympíuleikunum er alveg frábært. Ég er ánægð," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég sé orðin þroskaðari og með hausinn í lagi. Þetta er allt búið að ganga upp seinustu árin. Ég hef tekið hvert skref á fætur öðru og það hefur allt gengið upp. Ég hef fylgt réttu brautinni og ég er komin hingað," sagði Hrafnhildur. „Þetta hefur alltaf verið mín besta grein en samt mín önnur besta grein. 200 metra sundið hefur alltaf verið mín besta grein," sagði Hrafnhildur aðspurð hvort að það sé ekki orðið erfitt að gera upp á milli þessara tveggja greina þegar hún er farin að ná svona góðum árangri í 100 metra bringusundinu. „Ef ég næ ekki að finna hraðann þá er mjög erfitt að synda hundrað metrana eins vel og ég get. Ég var að vinna mikið í því áður en ég kom hingað að reyna að hitta á rétta tempóið og halda góðum hraða. Í undanrásunum byrjaði ég alltaf hratt og í undanúrslitunum byrjaði ég alltof hægt. Núna byrjaði ég alltof hratt," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekki alveg með þetta en ég held að það hafi líka verið útaf því að þetta er stórt svið og ég var svolítið stressuð. Ég fékk líka þau skilaboð frá þjálfurnum að ég ætti að reyna að halda í við þessar stelpur. Ef maður er að gera það þá einbeitir maður sér kannski ekki nógu mikið að eigin sundi," sagði Hrafnhildur. „Ég lærði mjög vel af þessu 100 metra sundi og hlakka til að fara í tvö hundruð," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Þýskur blaðamaður spurði Hrafnhildi bara út í íslenska fótboltalandsliðið Hrafnhildur Lúthersdóttir fór ekki bara í viðtal hjá íslensku fjölmiðlamönnunum eftir að hún tyggði sér sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 22:30 Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44 Hrafnhildur í úrslit á ÓL: Ég er mjög ánægð en finnst ég eiga meira inni Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum 100 metra bringusunds kvenna og er fyrst íslenskra kvenna komin í úrslitasund á Ólympíuleikum. 8. ágúst 2016 02:15 5800 dagar síðan Íslendingur synti síðast til úrslita á ÓL Hrafnhildur Lúthersdóttir mun í kvöld synda til úrslita í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 23:15 Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti | Myndir Náði frábærum árangri í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó, þeim besta frá upphafi meðal ófatlaðra íslenskra sundkvenna. 9. ágúst 2016 02:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó og er þetta besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. Hrafnhildur hækkaði sig þar með í hverju sundi en þetta var þriðja sinn sem hún syndir 100 metra sundið á leikunum. Hún var með níunda besta tímann í undanrásum en sjöunda besta tímann í undanúrslitunum. „Ég komst upp um eitt sæti og það er alltaf gott. Að vera á undan Ólympíumeistara og heimsmetshafa það er líka alltaf frábært," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir en hún var á undan Litháanum Ruta Meilutyte í úrslitasundinu. Ruta Meilutyte á heimsmetið og vann gull á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum síðan. „Ég vorkenndi henni svo sem af því að þetta gekk ekkert upp hjá henni og hún var alveg niðurbrotin eftir sundið. Það er samt frábært að geta unnið hana og ég var líka á undan annarri stelpu sem ég hef alltaf verið að keppa við. Ég hef kannski verið hrædd við hana," sagði Hrafnhildur um Jamaíkakonuna Alia Atkinson og bætti við: „Það er gaman að geta verið hraðari en þær báðar," sagði Hrafnhildur. Ruta Meilutyte vann í London 2012 og Alia Atkinson varð þá fjórða. Ruta Meilutyte var hágrátandi eftir sundið. „Minnstu mistök og þá er bara allt búið. Ég gerði mín eigin mistök og þetta var alls ekki fullkomið sund því ég var alveg dauð í endann. Þetta var líka ekki góður tími því ég hefði viljað fara á miklu betri tíma," sagði Hrafnhildur. „Ég get ekki kvartað því ef ég hefði verið í áttunda sæti þá hefði ég samt verið ánægð. Áttunda sætið á Ólympíuleikunum er alveg frábært. Ég er ánægð," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég sé orðin þroskaðari og með hausinn í lagi. Þetta er allt búið að ganga upp seinustu árin. Ég hef tekið hvert skref á fætur öðru og það hefur allt gengið upp. Ég hef fylgt réttu brautinni og ég er komin hingað," sagði Hrafnhildur. „Þetta hefur alltaf verið mín besta grein en samt mín önnur besta grein. 200 metra sundið hefur alltaf verið mín besta grein," sagði Hrafnhildur aðspurð hvort að það sé ekki orðið erfitt að gera upp á milli þessara tveggja greina þegar hún er farin að ná svona góðum árangri í 100 metra bringusundinu. „Ef ég næ ekki að finna hraðann þá er mjög erfitt að synda hundrað metrana eins vel og ég get. Ég var að vinna mikið í því áður en ég kom hingað að reyna að hitta á rétta tempóið og halda góðum hraða. Í undanrásunum byrjaði ég alltaf hratt og í undanúrslitunum byrjaði ég alltof hægt. Núna byrjaði ég alltof hratt," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekki alveg með þetta en ég held að það hafi líka verið útaf því að þetta er stórt svið og ég var svolítið stressuð. Ég fékk líka þau skilaboð frá þjálfurnum að ég ætti að reyna að halda í við þessar stelpur. Ef maður er að gera það þá einbeitir maður sér kannski ekki nógu mikið að eigin sundi," sagði Hrafnhildur. „Ég lærði mjög vel af þessu 100 metra sundi og hlakka til að fara í tvö hundruð," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Þýskur blaðamaður spurði Hrafnhildi bara út í íslenska fótboltalandsliðið Hrafnhildur Lúthersdóttir fór ekki bara í viðtal hjá íslensku fjölmiðlamönnunum eftir að hún tyggði sér sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 22:30 Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44 Hrafnhildur í úrslit á ÓL: Ég er mjög ánægð en finnst ég eiga meira inni Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum 100 metra bringusunds kvenna og er fyrst íslenskra kvenna komin í úrslitasund á Ólympíuleikum. 8. ágúst 2016 02:15 5800 dagar síðan Íslendingur synti síðast til úrslita á ÓL Hrafnhildur Lúthersdóttir mun í kvöld synda til úrslita í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 23:15 Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti | Myndir Náði frábærum árangri í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó, þeim besta frá upphafi meðal ófatlaðra íslenskra sundkvenna. 9. ágúst 2016 02:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira
Þýskur blaðamaður spurði Hrafnhildi bara út í íslenska fótboltalandsliðið Hrafnhildur Lúthersdóttir fór ekki bara í viðtal hjá íslensku fjölmiðlamönnunum eftir að hún tyggði sér sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 22:30
Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44
Hrafnhildur í úrslit á ÓL: Ég er mjög ánægð en finnst ég eiga meira inni Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum 100 metra bringusunds kvenna og er fyrst íslenskra kvenna komin í úrslitasund á Ólympíuleikum. 8. ágúst 2016 02:15
5800 dagar síðan Íslendingur synti síðast til úrslita á ÓL Hrafnhildur Lúthersdóttir mun í kvöld synda til úrslita í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 23:15
Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti | Myndir Náði frábærum árangri í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó, þeim besta frá upphafi meðal ófatlaðra íslenskra sundkvenna. 9. ágúst 2016 02:00