Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur Lúthersdóttir skoðar tímann sinn eftir sundið. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði ekki að bæta Íslandsmet sitt en var þó ekki langt frá því en hún kom í mark á 1:06.81 mín. Íslandmet hennar er 1:06.45 mín. „Ég var frekar stressuð fyrir þetta og ég fann það inn í keppendaherberginu og upp á pallinum. Ég var svolítið að titra og ég held að stressið hafi þá komið allt yfir mig því ég var ekki búin að finna fyrir neinu stressi fram að þessu," sagði Hrafnhildur. „Það hefur bara allt stressið safnast fyrir og komið þá. Ég fann það líka seinustu metrana þá var ég orðin þreytt og byrjuð að spóla. Sem betur fer náði ég þessu," sagði Hrafnhildur en það var þó eins og hún hafi gefið aðeins í á lokaspettinum. „Ég var að reyna það og nota fæturnar frekar en hendurnar. Ég notaði þá mitt leynivopn sem ég geri alltaf," sagði Hrafnhildur og brosti. „Ég synti á nógu góðum tíma til að komast áfram og vonandi syndi ég bara ennþá hraðar í kvöld til þess að komast einu sæti ofar því þá kemst ég í úrslit," sagði Hrafnhildur en átta bestu tímarnir í undanúrslitunum í kvöld gefa sæti í úrslitasundinu annað kvöld. „Það getur verið að sumir hafa verið að synda hægar en svo eru líka aðrir sem geta verið of öryggir með sig og synda þá hægar. Það eru alltaf sumir sem eru skráðir á betri tíma sem synda hægar því það er alltaf þetta stress," sagði Hrafnhildur aðspurð um hvort sumar sundkonurn hafi verið að spara sig fyrir kvöldsundið. Hrafnhildur segir að venjan sé að þetta jafnist út og það séu bæði sundkonur sem synda hraðar og hægar en þær gerði í undanrásunum. „Það er um að gera að geta synt hraðar en þeir sem gefa eftir því þá kemst ég áfram. Ég held að ég sé búin að koma stressinu út eftir þetta fyrsta sund. Ég er búin að klára það og vona bara að ég get synt hraðar," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið hennar hefst eftir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði ekki að bæta Íslandsmet sitt en var þó ekki langt frá því en hún kom í mark á 1:06.81 mín. Íslandmet hennar er 1:06.45 mín. „Ég var frekar stressuð fyrir þetta og ég fann það inn í keppendaherberginu og upp á pallinum. Ég var svolítið að titra og ég held að stressið hafi þá komið allt yfir mig því ég var ekki búin að finna fyrir neinu stressi fram að þessu," sagði Hrafnhildur. „Það hefur bara allt stressið safnast fyrir og komið þá. Ég fann það líka seinustu metrana þá var ég orðin þreytt og byrjuð að spóla. Sem betur fer náði ég þessu," sagði Hrafnhildur en það var þó eins og hún hafi gefið aðeins í á lokaspettinum. „Ég var að reyna það og nota fæturnar frekar en hendurnar. Ég notaði þá mitt leynivopn sem ég geri alltaf," sagði Hrafnhildur og brosti. „Ég synti á nógu góðum tíma til að komast áfram og vonandi syndi ég bara ennþá hraðar í kvöld til þess að komast einu sæti ofar því þá kemst ég í úrslit," sagði Hrafnhildur en átta bestu tímarnir í undanúrslitunum í kvöld gefa sæti í úrslitasundinu annað kvöld. „Það getur verið að sumir hafa verið að synda hægar en svo eru líka aðrir sem geta verið of öryggir með sig og synda þá hægar. Það eru alltaf sumir sem eru skráðir á betri tíma sem synda hægar því það er alltaf þetta stress," sagði Hrafnhildur aðspurð um hvort sumar sundkonurn hafi verið að spara sig fyrir kvöldsundið. Hrafnhildur segir að venjan sé að þetta jafnist út og það séu bæði sundkonur sem synda hraðar og hægar en þær gerði í undanrásunum. „Það er um að gera að geta synt hraðar en þeir sem gefa eftir því þá kemst ég áfram. Ég held að ég sé búin að koma stressinu út eftir þetta fyrsta sund. Ég er búin að klára það og vona bara að ég get synt hraðar," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið hennar hefst eftir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti