Ræða Guðna Th. eftir Gleðigönguna í heild sinni: „Í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2016 10:18 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, komst í sögubækurnar í gær þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til þess að taka þátt í gleðigöngu hinsegin fólks. Ávarpaði hann hinn gríðarlega mannfjölda sem þar var samankominn. Forsetar hafa ef til vill ekki mikið svigrúm þegar kemur að klæðaburði en leyfði Guðni sér þó að bæta regnbogalituðu bindi við jakkafötin í tilefni dagsins. Í ræðu sinni vék hann sérstaklega að fordómum gegn hinsegin fólk í íþróttum og uppskar mikinn fögnuð fyrir vikið. „Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, lifði lengi og hrærðist í heimi íþrótta. Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði Guðni í ávarpi sínu sem sjá má í heild sinni hér að ofan.Guðni var klæddur eftir tilefni dagsins.Vísir/Hanna„Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi“ Þá þakkaði hann fyrir þann heiður að fá að ávarpa gönguna en Guðni hafði áður sagt að hann hefði alltaf fylgst með göngunni og það myndi ekki breytast þó hann væri orðinn forseti. Var Guðna tíðrædd um frelsisbaráttuna og þó hann þekkti það ekki af eigin raun hvernig það væri að koma út úr skápnum gæti hann tengt við það frelsi sem fólk öðlast þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað aðrir halda um mann. „Það þarf eflaust hugrekki til þess að koma út úr skápnum. Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi, hitt get ég þó rifjað upp frá þeim árum þegar ég var frámunalega feiminn unglingur, óviss um eigið ágæti, hvað þá útlit, að dýrmætt frelsi, einstakt frelsi er fólgið í því að hafa ekki lengur áhyggur af því hvað aðrir halda um mann. Eða hvað maður haldi að aðrir haldi um hann, sagði Guðni.“ Guðni ræddi einnig um að fagna ætti frelsi og fjölbreytileika, samstöðu, umburðarlyndi og mannréttindum en bað Íslendinga að lokum að hugleiða eftirfarandi „Við erum hér öll á hátíð hinsegin fólks en í lokin bið ég ykkur um að hugleiða þetta. Í orðunum er viss þversögn en er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt. Þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest.“ Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, komst í sögubækurnar í gær þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til þess að taka þátt í gleðigöngu hinsegin fólks. Ávarpaði hann hinn gríðarlega mannfjölda sem þar var samankominn. Forsetar hafa ef til vill ekki mikið svigrúm þegar kemur að klæðaburði en leyfði Guðni sér þó að bæta regnbogalituðu bindi við jakkafötin í tilefni dagsins. Í ræðu sinni vék hann sérstaklega að fordómum gegn hinsegin fólk í íþróttum og uppskar mikinn fögnuð fyrir vikið. „Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, lifði lengi og hrærðist í heimi íþrótta. Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði Guðni í ávarpi sínu sem sjá má í heild sinni hér að ofan.Guðni var klæddur eftir tilefni dagsins.Vísir/Hanna„Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi“ Þá þakkaði hann fyrir þann heiður að fá að ávarpa gönguna en Guðni hafði áður sagt að hann hefði alltaf fylgst með göngunni og það myndi ekki breytast þó hann væri orðinn forseti. Var Guðna tíðrædd um frelsisbaráttuna og þó hann þekkti það ekki af eigin raun hvernig það væri að koma út úr skápnum gæti hann tengt við það frelsi sem fólk öðlast þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað aðrir halda um mann. „Það þarf eflaust hugrekki til þess að koma út úr skápnum. Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi, hitt get ég þó rifjað upp frá þeim árum þegar ég var frámunalega feiminn unglingur, óviss um eigið ágæti, hvað þá útlit, að dýrmætt frelsi, einstakt frelsi er fólgið í því að hafa ekki lengur áhyggur af því hvað aðrir halda um mann. Eða hvað maður haldi að aðrir haldi um hann, sagði Guðni.“ Guðni ræddi einnig um að fagna ætti frelsi og fjölbreytileika, samstöðu, umburðarlyndi og mannréttindum en bað Íslendinga að lokum að hugleiða eftirfarandi „Við erum hér öll á hátíð hinsegin fólks en í lokin bið ég ykkur um að hugleiða þetta. Í orðunum er viss þversögn en er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt. Þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest.“
Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00
Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20