Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólk Una Sighvatsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 12:07 Svanur Páls Óskars vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Mynd/Vísir Páll Óskar Hjálmtýsson er jafnan einn metnaðarfyllsti þátttakandinn og á hverju ári hlakkar marga til að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur í göngunni. Þetta árið fór hann þó nánast fram úr sér í metnaði því minnstu munaði að ekki tækist að klára að skreyta vagninn fyrir gönguna, en hann sendi út neyðarkall á Facebook snemma í morgun þar sem hann óskaði eftir sjálfboðaliðum til að líma silfurefni á gríðarstóran einhyrning sem mun bera hann um miðborgina. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Þetta stóð tæpt en það hafðist með hjálp góðra manna og kvenna, þannig að trukkukrinn fer af stað, kemur sér fyrir við BSÍ klukkan eitt og leggur af stað með göngunni klukkan tvö."Einhyrningurinn stærsti vagninn til þessa Atriði Páls Óskars eru alltaf tilþrifamikil, í fyrra sigldi hann sem dæmi á víkingaskipi í göngunni og eitt árið var hann á bakinu á risavöxnum svan. Hann játar að í ár hafi metnaðurinn næstum því borið hann yfirliði. „Já þessi einhyrningur er aðeins stærri en svanurinn, þannig að þetta er það fyrirferðarmesta sem ég hef gert hingað til. En gangan líka, gleðigangan og hinsegin dagar líka, ganga út á sýnileika hinsegin fólks og í rauninni þá vil ég bara hlýða því kalli og gera trukkinn minn eins sýnilegan og frekast er unnt. Og þessi einhyrningur, hann sést alla leið út í Hafnarfjörð. Þannig að hann fer ekkert fram hjá ykkur."Biður hvorki um vorkunn né hrós Páll Óskar bendir á að allt vinni með hinsegin dögum í ár, veðurguðirnir, forseti Íslands og íslenska þjóðin öll. Þeir sem mæta í gleðigönguna klukkan tvö eiga því von á góðu, þar sem einhyrningurinn verður aðeins eitt af um þrjátíu atriðum í göngunni. „Einhyrningurinn er í rauninni tákn hinsegin fólks vegna þess að þetta er ævintýrahetja sem í rauninni sást aldrei. Var ósýnileg en er núna gerð sýnileg í samfélaginu og er samsett úr mörgum mjög ólíkum þáttum. Hann getur hlaupið og verið „macho“. Verið sýnilegur og kvenlegur og hann er líka með horn þannig að hann getur líka stungið þig ef þú passar þig ekki. En alveg sama hvað hann gerir, þá er hann alltaf „bjútífúl“. Hann er alltaf „gordjöss“ og hann skammast sín ekki fyrir neitt og er ekki hræddur við neitt. Það er búið að taka frá honum óttann. Hann er ekki fórnarlamb og hann er ekki að biðja neinn um neina vorkunn né nokkurt hrós. Hann er með sjálfsvirðingu,“ segir Páll Óskar.Von á tugþúsundum manna í gönguna og á útihátíð Það viðrar vel til gleðigöngu í dag því spáð er glampandi sólskini á höfuðborgarsvæðinu, 15 stiga hita og hægum andvara þegar gangan hefst klukkan tvö eftir hádegi. Því má búast við miklum mannfjölda í miðborginni, en hin fyrri ár hafa hátt í hundrað þúsund manns tekið þátt í gleðinni þegar mest lætur. Til að gangan fari greiðlega fram verður töluvert um götulokanir í miðborginni frá og með klukkan 12 á hádegi. Reykajvíkurborg hvetur því fólk til að koma gangandi, hjólandi eða með strætó í miðborgina. Gleðigangan er hápunktur hinsegin daga, sem staðið hafa alla vikuna. Á vef hátíðarinnar segir að í göngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði. Að vanda verður mikið um dýrðir í göngunni en auk skrautlegra þemavagna, búninga og tónlistar er gleðigangan vettvangur til að minna á þau baráttumál sem skipa hinsegin fólk hvað mestu máli hverju sinni. Gengið verður áleiðis eftir Sóleyjargötu og Fríkirkjuvegi út Lækjargötu og endað á Arnarhóli þar sem útihátíð Hinsegin daga tekur við. Þar kemur fram fjöldi skemmikrafta, meðal annars Hljómsveitin Eva, Friðrik Dór og Páll Óskar en auk þess mun forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytja hátíðarræðu og er þetta í fyrsta sinn sem forseti ávarpar hinsegin daga í 18 ára sögu hátíðarinnar. Hinsegin Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson er jafnan einn metnaðarfyllsti þátttakandinn og á hverju ári hlakkar marga til að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur í göngunni. Þetta árið fór hann þó nánast fram úr sér í metnaði því minnstu munaði að ekki tækist að klára að skreyta vagninn fyrir gönguna, en hann sendi út neyðarkall á Facebook snemma í morgun þar sem hann óskaði eftir sjálfboðaliðum til að líma silfurefni á gríðarstóran einhyrning sem mun bera hann um miðborgina. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Þetta stóð tæpt en það hafðist með hjálp góðra manna og kvenna, þannig að trukkukrinn fer af stað, kemur sér fyrir við BSÍ klukkan eitt og leggur af stað með göngunni klukkan tvö."Einhyrningurinn stærsti vagninn til þessa Atriði Páls Óskars eru alltaf tilþrifamikil, í fyrra sigldi hann sem dæmi á víkingaskipi í göngunni og eitt árið var hann á bakinu á risavöxnum svan. Hann játar að í ár hafi metnaðurinn næstum því borið hann yfirliði. „Já þessi einhyrningur er aðeins stærri en svanurinn, þannig að þetta er það fyrirferðarmesta sem ég hef gert hingað til. En gangan líka, gleðigangan og hinsegin dagar líka, ganga út á sýnileika hinsegin fólks og í rauninni þá vil ég bara hlýða því kalli og gera trukkinn minn eins sýnilegan og frekast er unnt. Og þessi einhyrningur, hann sést alla leið út í Hafnarfjörð. Þannig að hann fer ekkert fram hjá ykkur."Biður hvorki um vorkunn né hrós Páll Óskar bendir á að allt vinni með hinsegin dögum í ár, veðurguðirnir, forseti Íslands og íslenska þjóðin öll. Þeir sem mæta í gleðigönguna klukkan tvö eiga því von á góðu, þar sem einhyrningurinn verður aðeins eitt af um þrjátíu atriðum í göngunni. „Einhyrningurinn er í rauninni tákn hinsegin fólks vegna þess að þetta er ævintýrahetja sem í rauninni sást aldrei. Var ósýnileg en er núna gerð sýnileg í samfélaginu og er samsett úr mörgum mjög ólíkum þáttum. Hann getur hlaupið og verið „macho“. Verið sýnilegur og kvenlegur og hann er líka með horn þannig að hann getur líka stungið þig ef þú passar þig ekki. En alveg sama hvað hann gerir, þá er hann alltaf „bjútífúl“. Hann er alltaf „gordjöss“ og hann skammast sín ekki fyrir neitt og er ekki hræddur við neitt. Það er búið að taka frá honum óttann. Hann er ekki fórnarlamb og hann er ekki að biðja neinn um neina vorkunn né nokkurt hrós. Hann er með sjálfsvirðingu,“ segir Páll Óskar.Von á tugþúsundum manna í gönguna og á útihátíð Það viðrar vel til gleðigöngu í dag því spáð er glampandi sólskini á höfuðborgarsvæðinu, 15 stiga hita og hægum andvara þegar gangan hefst klukkan tvö eftir hádegi. Því má búast við miklum mannfjölda í miðborginni, en hin fyrri ár hafa hátt í hundrað þúsund manns tekið þátt í gleðinni þegar mest lætur. Til að gangan fari greiðlega fram verður töluvert um götulokanir í miðborginni frá og með klukkan 12 á hádegi. Reykajvíkurborg hvetur því fólk til að koma gangandi, hjólandi eða með strætó í miðborgina. Gleðigangan er hápunktur hinsegin daga, sem staðið hafa alla vikuna. Á vef hátíðarinnar segir að í göngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði. Að vanda verður mikið um dýrðir í göngunni en auk skrautlegra þemavagna, búninga og tónlistar er gleðigangan vettvangur til að minna á þau baráttumál sem skipa hinsegin fólk hvað mestu máli hverju sinni. Gengið verður áleiðis eftir Sóleyjargötu og Fríkirkjuvegi út Lækjargötu og endað á Arnarhóli þar sem útihátíð Hinsegin daga tekur við. Þar kemur fram fjöldi skemmikrafta, meðal annars Hljómsveitin Eva, Friðrik Dór og Páll Óskar en auk þess mun forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytja hátíðarræðu og er þetta í fyrsta sinn sem forseti ávarpar hinsegin daga í 18 ára sögu hátíðarinnar.
Hinsegin Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira