Facebook bannar smellubrellur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 13:10 Mark Zuckerberg er búinn að fá nóg af smelludólgum þessa heims. Vísir/Getty Facebook heldur áfram stríði síni gegn svokölluðum clickbait fyrirsögnum, eða smellubrellum, sem ýmsir miðlar notfæra sér til að auka lesningu. Nýtt reiknilíkan á fréttaveitu Facebook á að sía út villandi og ýktar fyrirsagnir á sama hátt og tölvupóstar sía út ruslpóst til að koma í veg fyrir að svindlað sé á notendum.Í bloggfærslu Facebook frá í gær, kemur fram að dregið verði úr sýnileika fyrisagna sem halda aftur af upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að skilja hvert innihald greinarinnar eða ýkja greinina til að villa fyrir lesendum. Þessar breytingar eru önnur tilraun samfélagsmiðilsins til að takast á við hina óvinsælu, en árangursríku tækni sem ýmsir miðlar hafa nýtt sér. Í ágúst 2014 tilkynnti Facebook breytingar á fréttaveitunni sem tóku mið af því hve miklum tíma notendur eyddu við að skoða greinar. „Ef notendur ýta á hlekk og koma svo strax aftur inn á Facebook, gefur það til kynna að þeir hafi ekki fundið það sem þeir leituð að,“ sagði talsmaður fyrirtækisins þá. Nýju breytingarnar taka hins vegar frekar mið af hegðun miðla, en ekki notenda.Smelludólgum verður refsað Facebook greindi tugþúsundi fyrirsagna, og skilgreindu þær sem smellubrellur sem héldu aftur af mikilvægum upplýsingum og þeim sem voru ýktar til að villa fyrir lesendum. Þeim miðlum sem notast við slíkar aðferðir hvað eftir annað verður refsað með minni dreifingu á fréttaveitum. Ef miðlar hætta að notast við slíkt þurfa þeir ekki að taka neinum afleiðingum. Margir miðlar stóla á samfélagsmiðilinn til að koma fréttum sínum á framfæri, svo að nokkuð ljóst er að einhverjir vefmiðlar muni taka stakkaskiptum á næstunni. Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook heldur áfram stríði síni gegn svokölluðum clickbait fyrirsögnum, eða smellubrellum, sem ýmsir miðlar notfæra sér til að auka lesningu. Nýtt reiknilíkan á fréttaveitu Facebook á að sía út villandi og ýktar fyrirsagnir á sama hátt og tölvupóstar sía út ruslpóst til að koma í veg fyrir að svindlað sé á notendum.Í bloggfærslu Facebook frá í gær, kemur fram að dregið verði úr sýnileika fyrisagna sem halda aftur af upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að skilja hvert innihald greinarinnar eða ýkja greinina til að villa fyrir lesendum. Þessar breytingar eru önnur tilraun samfélagsmiðilsins til að takast á við hina óvinsælu, en árangursríku tækni sem ýmsir miðlar hafa nýtt sér. Í ágúst 2014 tilkynnti Facebook breytingar á fréttaveitunni sem tóku mið af því hve miklum tíma notendur eyddu við að skoða greinar. „Ef notendur ýta á hlekk og koma svo strax aftur inn á Facebook, gefur það til kynna að þeir hafi ekki fundið það sem þeir leituð að,“ sagði talsmaður fyrirtækisins þá. Nýju breytingarnar taka hins vegar frekar mið af hegðun miðla, en ekki notenda.Smelludólgum verður refsað Facebook greindi tugþúsundi fyrirsagna, og skilgreindu þær sem smellubrellur sem héldu aftur af mikilvægum upplýsingum og þeim sem voru ýktar til að villa fyrir lesendum. Þeim miðlum sem notast við slíkar aðferðir hvað eftir annað verður refsað með minni dreifingu á fréttaveitum. Ef miðlar hætta að notast við slíkt þurfa þeir ekki að taka neinum afleiðingum. Margir miðlar stóla á samfélagsmiðilinn til að koma fréttum sínum á framfæri, svo að nokkuð ljóst er að einhverjir vefmiðlar muni taka stakkaskiptum á næstunni.
Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira