Fótbolti

Brasilía byrjaði vel á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andressa Alves fagnar með Mörtu í kvöld.
Andressa Alves fagnar með Mörtu í kvöld. Vísir/Getty
Brasilía byrjaði vel á keppni í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Leikarnir verða settir á föstudag en keppni í knattspyrnu hófst í dag.

Sigur Brasilíukvenna var þægilegur. Monica, Andressa Alves og Cristiane skoruðu mörk Brasilíu en heimamenn stjórnuðu leiknum frá upphafi.

Þýskaland fór einnig vel af stað í dag en liðið vann 6-1 stórsigur á Zimbabwe þar sem Melanie Behringer skoraði tvö mörk.

Þá vann Kanada 2-0 sigur á Ástralíu með mörkum Janine Beckie og Christine Sinclair.

Tveir leikir eru á dagskrá leikanna í nótt og keppni í knattspyrnu karla hefst svo á morgun. Leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×