Sport

Fyrsta gifta samkynhneigða parið til að keppa á Ólympíuleikum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kate hugar að Helen í leik Bretlands á Ólympíuleikunum í London árið 2012.
Kate hugar að Helen í leik Bretlands á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Vísir/Getty
Þær Kate og Helen Richardson-Walks verða fyrsta samkynhneigða parið, sem er gift, til að keppa á Ólympíuleikum en þær eru í landsliði Breta í hokkíi.

Fram kemur í viðtali við þær að þær hafi stundað íþróttina saman síðan þær voru táningar, verið í sambandi síðan 2008 og giftar í þrjú ár. Þær hafa þrívegis áður keppt á Ólympíuleikum en aldrei sem gift par.

Kate sagði í viðtalinu að hún hafi tekið eftir viðhorfsbreytingu gagnvart samkynhneigðum í íþróttum síðan að þær byrjuðu saman og að liðsfélagar líti á samband þeirra sem eðlilegt.

Hún vonar til að miklu fleiri samkynhneigðir fái að stunda sínar íþróttir í friði og keppa á Ólympíuleikum.

„Ég vona að það séu þúsundir í viðbót. Maður litar hárið á sér ljóst, maður litar hárið á sér dökkt, maður er með karlmanni, maður er með kvenmanni. Hverjum er ekki sama? Maður er bara ástfanginn af þeim aðila sem maður er ástfanginn af og þar með er málinu lokið.“

Viðtalið má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×