Grindhvaladráp Færeyinga Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Það er bundið í lög hérlendis og hjá flestum siðmenntuðum þjóðum að dýr séu aflífuð án þess að önnur dýr verði þess vör. Vilji nútímasamfélaga er að dýr þurfi ekki að líða streitu á blóðvelli. Nágrannaþjóð okkar í Færeyjum stundar veiðar á spendýrum sem er andstæð dýravelferð þar sem þessum dýrum er slátrað í hópum á blóðvelli. Aðfarir sem eiga ekki heima í nútímanum. Veiðarnar fara þannig fram að hjörð af grindhvölum er rekin af smábátum inn fjörð sem loka leiðinni út með sérstökum netum. Hvalirnir eru reknir upp að fjöru þar sem menn taka á móti þeim og stinga krók ofan í loftopið á þeim og draga upp í fjöruna. Þegar hvalurinn er kominn á grunnt er hann stunginn í mænuna með hníf sem kallast mønustingari. Það getur tekið hvalinn allt frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur að drepast, allt fer það eftir stungunni. Hvalirnir liggja á blóðvelli og sjá önnur dýr aflífuð sem er mjög grimmilegt. Svona meðferð myndi aldrei nokkurn tímann líðast á búfé. Grindhvaladráp Færeyinga á sér margra alda sögu og er orðið að þjóðarhefð. Haldið er fast í þessa hefð þrátt fyrir að engin þörf sé fyrir kjötið af þessum dýrum eins og áður var og er hvalkjötið einnig svo mengað að mælt er með því í landinu að neyta þess ekki nema örfá skipti á ári. Verður því að líta svo á að grindhvaladrápinu sé helst viðhaldið til skemmtunar, enda hópast gjarna margir áhorfendur að til að horfa á þessa árlegu fjöldaslátrun. Nautaat er þjóðarhefð á Spáni þar sem naut eru pyntuð og drepin, fólki til skemmtunar. Hér heyrast fáar raddir sem tala fyrir nautaati, enda grimmileg meðferð á dýrum. Grindhvaladráp Færeyinga er áþekk hefð og nautaatið á Spáni. Það vekur furðu mína hve margir hér á landi styðja þessar ómannúðlegu veiðar Færeyinga og bera fyrir sig orðið þjóðarhefð, í stað þess að tala á móti veiðunum út frá sjónarmiði dýravelferðar. Ef um væri að ræða færeyskt búfé væri uppi fótur og fit í mótmælum á Íslandi, en af því þetta eru sjávarspendýr þá lætur fólk sig þetta minna varða sem er miður. Færeyingar þurfa að færa sig til aukinnar dýravelferðar og hætta veiðum á grindhval. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Færeyjar Hvalir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það er bundið í lög hérlendis og hjá flestum siðmenntuðum þjóðum að dýr séu aflífuð án þess að önnur dýr verði þess vör. Vilji nútímasamfélaga er að dýr þurfi ekki að líða streitu á blóðvelli. Nágrannaþjóð okkar í Færeyjum stundar veiðar á spendýrum sem er andstæð dýravelferð þar sem þessum dýrum er slátrað í hópum á blóðvelli. Aðfarir sem eiga ekki heima í nútímanum. Veiðarnar fara þannig fram að hjörð af grindhvölum er rekin af smábátum inn fjörð sem loka leiðinni út með sérstökum netum. Hvalirnir eru reknir upp að fjöru þar sem menn taka á móti þeim og stinga krók ofan í loftopið á þeim og draga upp í fjöruna. Þegar hvalurinn er kominn á grunnt er hann stunginn í mænuna með hníf sem kallast mønustingari. Það getur tekið hvalinn allt frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur að drepast, allt fer það eftir stungunni. Hvalirnir liggja á blóðvelli og sjá önnur dýr aflífuð sem er mjög grimmilegt. Svona meðferð myndi aldrei nokkurn tímann líðast á búfé. Grindhvaladráp Færeyinga á sér margra alda sögu og er orðið að þjóðarhefð. Haldið er fast í þessa hefð þrátt fyrir að engin þörf sé fyrir kjötið af þessum dýrum eins og áður var og er hvalkjötið einnig svo mengað að mælt er með því í landinu að neyta þess ekki nema örfá skipti á ári. Verður því að líta svo á að grindhvaladrápinu sé helst viðhaldið til skemmtunar, enda hópast gjarna margir áhorfendur að til að horfa á þessa árlegu fjöldaslátrun. Nautaat er þjóðarhefð á Spáni þar sem naut eru pyntuð og drepin, fólki til skemmtunar. Hér heyrast fáar raddir sem tala fyrir nautaati, enda grimmileg meðferð á dýrum. Grindhvaladráp Færeyinga er áþekk hefð og nautaatið á Spáni. Það vekur furðu mína hve margir hér á landi styðja þessar ómannúðlegu veiðar Færeyinga og bera fyrir sig orðið þjóðarhefð, í stað þess að tala á móti veiðunum út frá sjónarmiði dýravelferðar. Ef um væri að ræða færeyskt búfé væri uppi fótur og fit í mótmælum á Íslandi, en af því þetta eru sjávarspendýr þá lætur fólk sig þetta minna varða sem er miður. Færeyingar þurfa að færa sig til aukinnar dýravelferðar og hætta veiðum á grindhval. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar