Nýjar ógnir Einar Benediktsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Það ríkir varhugavert ástand á alþjóðavettvangi. Lykilorðin flóttamannavandi, Brexit, Erdogan og Úkraína minna á sumt það sem bæst hefur við á öld hryðjuverka, sem gekk í garð með árásinni á Tvíburaturnana í New York og Pentagon-bygginguna í Washington 11. september 2001. Þessar þaulskipulögðu fjöldamorðsaðgerðir kostuðu 3.000 manns lífið. Heimsbyggðin brást við og deildi sorg og vanmáttarkennd með Bandaríkjamönnum. Svipaðir strengir voru snertir síðar við hryðjuverkaárásirnar í London, París og Brussel. Fjöldi Íslendinga gjörþekkir þessar og aðrar borgir Evrópu og Bandaríkjanna, að ekki sé minnst á Nice sem þúsundir Íslendinga höfðu notið að heimsækja í HM-keppninni í fótbolta. Íslendingar tengjast þjóðum Evrópu tilfinningaböndum en hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins þekkja engin landamæri á því svæði vestrænnar samvinnu, sem við tilheyrum og á sín grunngildi í frelsi og lýðræði. Hernaður hryðjuverka, hin nýja ógn, var væntanlega ófyrirséður þegar ákvæði 5. greinar Atlantshafssáttmálans, um að árás á einn sé árás á alla, voru samþykkt 1949. Engu að síður varð greinin virk vegna árásarinnar á Tvíburaturnana og ekki stóð á samstöðu lýðræðisþjóða. En naumast var furða að leyst var úr læðingi stórátak gegn hryðjuverkum eftir árásirnar á Bandaríkin 2001, sem verður forgangsmál hjá George W. Bush forseta. Innrás í Írak er afleiðingin, en við mikið manndráp og eyðileggingu í sigurlausu stríði rýrðu Bandaríkjamenn tiltrú sína heima og erlendis. Við sem aðrir njótum átaks bandalagsþjóða að brjóta á bak aftur yfirráð ISIS í Írak og Sýrlandi. Þar eru þjálfunaraðstöður sem draga að sér fjölda aðkominna hryðjuverkamanna frá Evrópulöndum. Varnir gegn hryðjuverkum byggjast mikið á samvinnu og upplýsingaskiptum bandalagsríkja til að torvelda undirbúning hryðjuverkastarfsemi. Í ljós kemur æ betur að eftirlit allt með þessum illvirkjum, sem nota sér duldar leiðir samskipta á internetinu, krefst mjög aukins netöryggis . En þegar á hólminn er komið er átakið gegn því sem skellur yfir, eða er aftrað, í höndum löggæslu og öryggissveita í löndunum sjálfum. Eðli málsins samkvæmt er það fyrsta skylda stjórnvalds að gæta öryggis borgara í eigin lögsögu og þróunin í nágrannlöndum um aukna öryggisgæslu er rækilega kynnt í fjölmiðlum. Eigum við því ekki að hverfa frá þeirri kenningu að við séum stikkfrí frá vopnaburði? Að sjálfsögðu á að vera sýnileg vopnuð gæsla við aðsetur æðstu stjórnar landsins og flugstöðina í Keflavík með þeim fáránlega fjölda ferðamanna sem flugfélög flytja inn í landið. Örtröð af þeirra völdum blasir við og í gær var upplýst að Vestmannaeyingar komast ekki að vild með Herjólfi! Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var stofnun Sameinuðu þjóðanna ætlað að tryggja hrjáðum þjóðum frið og öryggi. En vonir um sættir þjóða á heimsvísu brustu fljótt vegna yfirráðastefnu Sovétríkjanna í nafni heimskommúnismans. Friður var tryggður í Evrópu með tilkomu Atlantshafsbandalagsins og velmegun sem þróaðist fyrir atbeina stofnana, einkum ESB. Íslendingar sem aðrir bjuggu við frið vegna varnarmáttar NATO og frumkvæðis um samninga um takmörkun kjarnavopna. Lengst var náð í þeim efnum við bæjardyrnar í Reykjavík með fundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða 1986. Sá fundur markar söguleg tímamót í ferli að endalokum kalda stríðsins. Árið 2014, í valdatíð Pútíns, snúast Rússar gegn fyrri samvinnu við vesturveldin með innrás í Úkraínu; vopnavæðing þeirra á norðurslóðum kallar vissulega á það eftirlitsflug Bandaríkjanna og NATO-þjóða frá Keflavík sem ákveðið er. Varnar- og öryggismál Íslands hvíla á tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og aðildinni að NATO, svo sem utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur lagt á áherslu. Þar hafa Íslendingar markað heillavænlega stefnu, sem ekki er átakamál. Þá er fullur stuðningur við það lífshagsmunamál að draga úr losun koltvísýrings með niðurstöðum loftlagsráðstefnunnar í París. Því til stuðnings er æskilegt að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stöðvun á rannsóknarolíuborunum á Drekasvæðinu vegna skorts á betri vitneskju um ógn við fiskistofna. Þar með legðum við til sérstakan skerf í loftslagsmálum. Ísland skiptir þó öllu máli vandmeðfarin stjórn efnahagsmála til aukins réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Einar Benediktsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það ríkir varhugavert ástand á alþjóðavettvangi. Lykilorðin flóttamannavandi, Brexit, Erdogan og Úkraína minna á sumt það sem bæst hefur við á öld hryðjuverka, sem gekk í garð með árásinni á Tvíburaturnana í New York og Pentagon-bygginguna í Washington 11. september 2001. Þessar þaulskipulögðu fjöldamorðsaðgerðir kostuðu 3.000 manns lífið. Heimsbyggðin brást við og deildi sorg og vanmáttarkennd með Bandaríkjamönnum. Svipaðir strengir voru snertir síðar við hryðjuverkaárásirnar í London, París og Brussel. Fjöldi Íslendinga gjörþekkir þessar og aðrar borgir Evrópu og Bandaríkjanna, að ekki sé minnst á Nice sem þúsundir Íslendinga höfðu notið að heimsækja í HM-keppninni í fótbolta. Íslendingar tengjast þjóðum Evrópu tilfinningaböndum en hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins þekkja engin landamæri á því svæði vestrænnar samvinnu, sem við tilheyrum og á sín grunngildi í frelsi og lýðræði. Hernaður hryðjuverka, hin nýja ógn, var væntanlega ófyrirséður þegar ákvæði 5. greinar Atlantshafssáttmálans, um að árás á einn sé árás á alla, voru samþykkt 1949. Engu að síður varð greinin virk vegna árásarinnar á Tvíburaturnana og ekki stóð á samstöðu lýðræðisþjóða. En naumast var furða að leyst var úr læðingi stórátak gegn hryðjuverkum eftir árásirnar á Bandaríkin 2001, sem verður forgangsmál hjá George W. Bush forseta. Innrás í Írak er afleiðingin, en við mikið manndráp og eyðileggingu í sigurlausu stríði rýrðu Bandaríkjamenn tiltrú sína heima og erlendis. Við sem aðrir njótum átaks bandalagsþjóða að brjóta á bak aftur yfirráð ISIS í Írak og Sýrlandi. Þar eru þjálfunaraðstöður sem draga að sér fjölda aðkominna hryðjuverkamanna frá Evrópulöndum. Varnir gegn hryðjuverkum byggjast mikið á samvinnu og upplýsingaskiptum bandalagsríkja til að torvelda undirbúning hryðjuverkastarfsemi. Í ljós kemur æ betur að eftirlit allt með þessum illvirkjum, sem nota sér duldar leiðir samskipta á internetinu, krefst mjög aukins netöryggis . En þegar á hólminn er komið er átakið gegn því sem skellur yfir, eða er aftrað, í höndum löggæslu og öryggissveita í löndunum sjálfum. Eðli málsins samkvæmt er það fyrsta skylda stjórnvalds að gæta öryggis borgara í eigin lögsögu og þróunin í nágrannlöndum um aukna öryggisgæslu er rækilega kynnt í fjölmiðlum. Eigum við því ekki að hverfa frá þeirri kenningu að við séum stikkfrí frá vopnaburði? Að sjálfsögðu á að vera sýnileg vopnuð gæsla við aðsetur æðstu stjórnar landsins og flugstöðina í Keflavík með þeim fáránlega fjölda ferðamanna sem flugfélög flytja inn í landið. Örtröð af þeirra völdum blasir við og í gær var upplýst að Vestmannaeyingar komast ekki að vild með Herjólfi! Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var stofnun Sameinuðu þjóðanna ætlað að tryggja hrjáðum þjóðum frið og öryggi. En vonir um sættir þjóða á heimsvísu brustu fljótt vegna yfirráðastefnu Sovétríkjanna í nafni heimskommúnismans. Friður var tryggður í Evrópu með tilkomu Atlantshafsbandalagsins og velmegun sem þróaðist fyrir atbeina stofnana, einkum ESB. Íslendingar sem aðrir bjuggu við frið vegna varnarmáttar NATO og frumkvæðis um samninga um takmörkun kjarnavopna. Lengst var náð í þeim efnum við bæjardyrnar í Reykjavík með fundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða 1986. Sá fundur markar söguleg tímamót í ferli að endalokum kalda stríðsins. Árið 2014, í valdatíð Pútíns, snúast Rússar gegn fyrri samvinnu við vesturveldin með innrás í Úkraínu; vopnavæðing þeirra á norðurslóðum kallar vissulega á það eftirlitsflug Bandaríkjanna og NATO-þjóða frá Keflavík sem ákveðið er. Varnar- og öryggismál Íslands hvíla á tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og aðildinni að NATO, svo sem utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur lagt á áherslu. Þar hafa Íslendingar markað heillavænlega stefnu, sem ekki er átakamál. Þá er fullur stuðningur við það lífshagsmunamál að draga úr losun koltvísýrings með niðurstöðum loftlagsráðstefnunnar í París. Því til stuðnings er æskilegt að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stöðvun á rannsóknarolíuborunum á Drekasvæðinu vegna skorts á betri vitneskju um ógn við fiskistofna. Þar með legðum við til sérstakan skerf í loftslagsmálum. Ísland skiptir þó öllu máli vandmeðfarin stjórn efnahagsmála til aukins réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun