Skoða tvíhliða samning við Breta óháð afstöðu annarra þjóða Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2016 18:30 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir vel koma til greina að íslensk stjórnvöld geri tvíhliða fríverslunarsamning við Bretland til að verja hagsmuni sína þegar Bretar hætta í ESB óháð því hvað stjórnvöld í Noregi og Liechtenstein gera. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu utanríkisráðherra um sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Meirihluti Breta studdi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit hinn 23. júní síðastliðinn. Íslendingar hafa mikla hagsmuni af traustu viðskiptasambandi við Breta enda kaupa þjóðirnar mikið af vöru og þjónustu af hvor annarri. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu stjórnvalda hér á Íslandi vegna útgöngu Breta úr ESB. Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagsmunaaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að unnið sé eftir þremur sviðsmyndum. „Í fyrsta lagi erum við að skoða víðtækan viðskiptasamning við Breta. Í öðru lagi erum við að skoða að EFTA-ríkin myndu sameiginlega gera samning við Breta. Í þriðja lagi erum við að skoða þegar Bretar gera útgöngusamning við Evrópusambandið hvort EES-ríkin myndu ganga inn í þann samning,“ segir Lilja. Fyrsta sviðsmyndin sem Lilja nefndi er tvíhliða samningur sem Ísland og Bretland myndu gera. Það er ekki útilokað að það þjóni hagsmunum Íslands að gera slíkan samning óháð afstöðu stjórnvalda í Noregi og Liechtenstein, hinna EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES-samningnum. „Mín afstaða er sú að við eigum ekki að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við erum að fara í umfangsmikla greiningarvinnu sem miðar að því að tryggja íslenska hagsmuni og skipan okkar samskipta við Breta. Á þessum tímapunkti er algjörlega ómögulegt að útiloka eitt eða neitt.“ Brexit Tengdar fréttir Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðgur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir vel koma til greina að íslensk stjórnvöld geri tvíhliða fríverslunarsamning við Bretland til að verja hagsmuni sína þegar Bretar hætta í ESB óháð því hvað stjórnvöld í Noregi og Liechtenstein gera. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu utanríkisráðherra um sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Meirihluti Breta studdi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit hinn 23. júní síðastliðinn. Íslendingar hafa mikla hagsmuni af traustu viðskiptasambandi við Breta enda kaupa þjóðirnar mikið af vöru og þjónustu af hvor annarri. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu stjórnvalda hér á Íslandi vegna útgöngu Breta úr ESB. Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagsmunaaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að unnið sé eftir þremur sviðsmyndum. „Í fyrsta lagi erum við að skoða víðtækan viðskiptasamning við Breta. Í öðru lagi erum við að skoða að EFTA-ríkin myndu sameiginlega gera samning við Breta. Í þriðja lagi erum við að skoða þegar Bretar gera útgöngusamning við Evrópusambandið hvort EES-ríkin myndu ganga inn í þann samning,“ segir Lilja. Fyrsta sviðsmyndin sem Lilja nefndi er tvíhliða samningur sem Ísland og Bretland myndu gera. Það er ekki útilokað að það þjóni hagsmunum Íslands að gera slíkan samning óháð afstöðu stjórnvalda í Noregi og Liechtenstein, hinna EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES-samningnum. „Mín afstaða er sú að við eigum ekki að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við erum að fara í umfangsmikla greiningarvinnu sem miðar að því að tryggja íslenska hagsmuni og skipan okkar samskipta við Breta. Á þessum tímapunkti er algjörlega ómögulegt að útiloka eitt eða neitt.“
Brexit Tengdar fréttir Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðgur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35