Skoða tvíhliða samning við Breta óháð afstöðu annarra þjóða Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2016 18:30 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir vel koma til greina að íslensk stjórnvöld geri tvíhliða fríverslunarsamning við Bretland til að verja hagsmuni sína þegar Bretar hætta í ESB óháð því hvað stjórnvöld í Noregi og Liechtenstein gera. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu utanríkisráðherra um sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Meirihluti Breta studdi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit hinn 23. júní síðastliðinn. Íslendingar hafa mikla hagsmuni af traustu viðskiptasambandi við Breta enda kaupa þjóðirnar mikið af vöru og þjónustu af hvor annarri. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu stjórnvalda hér á Íslandi vegna útgöngu Breta úr ESB. Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagsmunaaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að unnið sé eftir þremur sviðsmyndum. „Í fyrsta lagi erum við að skoða víðtækan viðskiptasamning við Breta. Í öðru lagi erum við að skoða að EFTA-ríkin myndu sameiginlega gera samning við Breta. Í þriðja lagi erum við að skoða þegar Bretar gera útgöngusamning við Evrópusambandið hvort EES-ríkin myndu ganga inn í þann samning,“ segir Lilja. Fyrsta sviðsmyndin sem Lilja nefndi er tvíhliða samningur sem Ísland og Bretland myndu gera. Það er ekki útilokað að það þjóni hagsmunum Íslands að gera slíkan samning óháð afstöðu stjórnvalda í Noregi og Liechtenstein, hinna EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES-samningnum. „Mín afstaða er sú að við eigum ekki að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við erum að fara í umfangsmikla greiningarvinnu sem miðar að því að tryggja íslenska hagsmuni og skipan okkar samskipta við Breta. Á þessum tímapunkti er algjörlega ómögulegt að útiloka eitt eða neitt.“ Brexit Tengdar fréttir Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir vel koma til greina að íslensk stjórnvöld geri tvíhliða fríverslunarsamning við Bretland til að verja hagsmuni sína þegar Bretar hætta í ESB óháð því hvað stjórnvöld í Noregi og Liechtenstein gera. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu utanríkisráðherra um sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Meirihluti Breta studdi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit hinn 23. júní síðastliðinn. Íslendingar hafa mikla hagsmuni af traustu viðskiptasambandi við Breta enda kaupa þjóðirnar mikið af vöru og þjónustu af hvor annarri. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu stjórnvalda hér á Íslandi vegna útgöngu Breta úr ESB. Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagsmunaaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að unnið sé eftir þremur sviðsmyndum. „Í fyrsta lagi erum við að skoða víðtækan viðskiptasamning við Breta. Í öðru lagi erum við að skoða að EFTA-ríkin myndu sameiginlega gera samning við Breta. Í þriðja lagi erum við að skoða þegar Bretar gera útgöngusamning við Evrópusambandið hvort EES-ríkin myndu ganga inn í þann samning,“ segir Lilja. Fyrsta sviðsmyndin sem Lilja nefndi er tvíhliða samningur sem Ísland og Bretland myndu gera. Það er ekki útilokað að það þjóni hagsmunum Íslands að gera slíkan samning óháð afstöðu stjórnvalda í Noregi og Liechtenstein, hinna EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES-samningnum. „Mín afstaða er sú að við eigum ekki að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við erum að fara í umfangsmikla greiningarvinnu sem miðar að því að tryggja íslenska hagsmuni og skipan okkar samskipta við Breta. Á þessum tímapunkti er algjörlega ómögulegt að útiloka eitt eða neitt.“
Brexit Tengdar fréttir Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35