Símon Birgisson gefur kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í Kraganum Birta Svavarsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 16:29 Símon Örn Birgisson Símon Birgisson, 31 árs Hafnfirðingur, býður sig fram í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símoni í dag. Símon hefur komið víða við á íslenskum fjölmiðlum sem blaðamaður, pistlahöfundur og leiklistargagnrýnandi. Einnig var hann einn af stofnendum og síðar formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Símon er menntaður leiklistarfræðingur og hefur unnið í leikhúsum á Íslandi, Þýskalandi og í Sviss. Hann hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins og starfar nú sem dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. „Sterkur jafnaðarmannaflokkur er valkostur sem á að standa fólki til boða. Flokkur sem stendur vörð um hagsmuni almennings, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið. Flokkur sem ungt fólk og barnafjölskyldur geta treyst til að vernda hagsmuni kynslóðar sem upplifir skert lífskjör og skuldasöfnun.“ segir Símon í tilkynningunni. Þá segist hann ætla að leggja áherslu á að laga þann húsnæðisvanda sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag, sem og leggja rækt við menningu og listir. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum verði ég kosinn til að breyta okkar kerfi þannig að ungt fólk sé ekki fast í vítahring skulda og leigu. Því miður eru margir sem gefast upp og flytja í burtu frá Íslandi og það er mikill skaði fyrir okkur sem samfélag og þjóð.“ „Menningin á það til að gleymast í pólitíkinni og fær lítið pláss í stefnuskrám stjórnmálaflokka eða framboðstilkyningum – sem er synd því í menningunni birtist sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Menningin dregur ferðamenn til landsins, skapar störf og veitir ungu fólki tækifæri á erlendri grundu. Menningin er líka gagnrýnin, hún afhjúpar valdastéttir og hún sameinar okkur á erfiðum stundum. Hún er andleg næring sem verður ekki metin til fjár.“ „Ég veit að ég get lagt fjölmargt af mörkum þrátt fyrir að ég hafi ekki reynslu sem þingmaður. Það á heldur ekki að vera drifkraftur fólks – að sækjast eftir starfi þingmanns. Maður vill einfaldlega láta gott af sér leiða. Drifkrafturinn eru málefnin. Þegar maður sér óréttlætið og finnur hvernig kerfið bregst almenningi þá verður maður að taka til sinna mála.“ Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Símon Birgisson, 31 árs Hafnfirðingur, býður sig fram í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símoni í dag. Símon hefur komið víða við á íslenskum fjölmiðlum sem blaðamaður, pistlahöfundur og leiklistargagnrýnandi. Einnig var hann einn af stofnendum og síðar formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Símon er menntaður leiklistarfræðingur og hefur unnið í leikhúsum á Íslandi, Þýskalandi og í Sviss. Hann hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins og starfar nú sem dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. „Sterkur jafnaðarmannaflokkur er valkostur sem á að standa fólki til boða. Flokkur sem stendur vörð um hagsmuni almennings, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið. Flokkur sem ungt fólk og barnafjölskyldur geta treyst til að vernda hagsmuni kynslóðar sem upplifir skert lífskjör og skuldasöfnun.“ segir Símon í tilkynningunni. Þá segist hann ætla að leggja áherslu á að laga þann húsnæðisvanda sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag, sem og leggja rækt við menningu og listir. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum verði ég kosinn til að breyta okkar kerfi þannig að ungt fólk sé ekki fast í vítahring skulda og leigu. Því miður eru margir sem gefast upp og flytja í burtu frá Íslandi og það er mikill skaði fyrir okkur sem samfélag og þjóð.“ „Menningin á það til að gleymast í pólitíkinni og fær lítið pláss í stefnuskrám stjórnmálaflokka eða framboðstilkyningum – sem er synd því í menningunni birtist sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Menningin dregur ferðamenn til landsins, skapar störf og veitir ungu fólki tækifæri á erlendri grundu. Menningin er líka gagnrýnin, hún afhjúpar valdastéttir og hún sameinar okkur á erfiðum stundum. Hún er andleg næring sem verður ekki metin til fjár.“ „Ég veit að ég get lagt fjölmargt af mörkum þrátt fyrir að ég hafi ekki reynslu sem þingmaður. Það á heldur ekki að vera drifkraftur fólks – að sækjast eftir starfi þingmanns. Maður vill einfaldlega láta gott af sér leiða. Drifkrafturinn eru málefnin. Þegar maður sér óréttlætið og finnur hvernig kerfið bregst almenningi þá verður maður að taka til sinna mála.“
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira