Fótbolti

Rosenborg gerði mikilvægt útivallarmark á elleftu stundu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmar og félagar eiga ágætis möguleika á að komast áfram.
Hólmar og félagar eiga ágætis möguleika á að komast áfram. vísir/getty
Íslendingaliðið Rosenborg beið lægri hlut fyrir Austria Vín, 2-1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörn Rosenborg en Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Guðmundur Þórarinsson sat allan tímann á varamannabekknum.

Staðan var markalaus í hálfleik en Austurríkismennirnir skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks og komust í vænlega stöðu. Tore Reginiussen minnkaði svo muninn í 2-1 í uppbótartíma en mark Finnans gæri reynst norsku meisturunum afar dýrmætt í seinni leiknum.

Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Krasnodar sem vann 4-0 sigur á albanska liðinu Partizani.

Rússarnir eru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Albaníu eftir viku.

Elías Már Ómarsson og Hjálmar Jónsson komu ekkert við sögu hjá IFK Göteborg sem vann 1-0 sigur á Qarabag frá Aserbaídsjan á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×