Jákvæð viðhorf gagnvart frumvarpinu Sæunn Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Næstu skref í losun fjármagnshafta voru kynnt á blaðamannafundi á þriðjudag. Fréttablaðið/Hanna Almenn ánægja virðist ríkja meðal greiningaraðila um nýtt frumvarp um losun fjármagnshafta. Þeir telja þetta jákvætt og tímabært skref, sem muni ekki ógna efnahagslegum stöðugleika. Ekki er óttast að verðbólga aukist en hins vegar gæti hægt á styrkingu krónunnar. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í gær. Um er að ræða veigamikil skref í átt að fullri losun hafta, höftum verður aflétt að mestu af almenningi og fyrirtækjum. Ekki var búið að dreifa frumvarpinu þegar rætt var við greiningaraðilana.Eykur áhuga erlendra fjárfesta Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur að með frumvarpinu verði samkeppnishæfni fyrirtækja landsins bætt og hún óttast ekki að þetta muni leiða til verulegs útflæðis fjármagns, ef eitthvað er megi velta fyrir sér hvort losun hafta muni auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. „Við fögnum því að það sé verið að taka þessi skref í átt að losun fjármagnshafta, enda að okkar mati löngu tímabært að þessi skref séu tekin. Þessi höft hafa verið hér of lengi. Þetta eru varfærin skref og ég get ekki séð að þetta fari að hafa veruleg áhrif á krónuna eða ógna efnahagslegum stöðugleika, einfaldlega vegna þess hvernig aðstæður eru hér heima samanborið við erlendis,“ segir hún. Ásdís telur frumvarpið jákvætt og að það skipti verulegu máli. „Ég býst við að lánshæfi ríkissjóðs muni batna við þetta. Þetta skiptir einnig máli upp á að fyrirtæki hafi betri möguleika á áhættudreifingu með fjárfestingu erlendis. Lífeyrissjóðum hefur verið heimilt að fjárfesta erlendis og ég tel að við megum ekki slaka þar á en þegar svigrúm gefst veita þeim frekari heimildir til fjárfestingar erlendis. Það er veruleg áhætta fólgin í því ef allur okkar sparnaður er fjárfestur innanlands.“Jón Bjarki BentssonJón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir stærra skref hafa verið tekið en hann bjóst við. „Innlendir markaðir og krónan ættu þó ekki að verða fyrir neinum verulegum skakkaföllum vegna þessa. Þetta er mjög jákvætt fyrir innlenda fjárfesta. Skrefin eru stigin á tíma sem er mjög hagfelldur. Okkar sýnist málið í heilt jákvætt.“ Tímabundnar sveiflurJón Bjarki sér fram á tímabundnar sveiflur bæði á innlendum verðbréfamörkuðum og hugsanlega á gjaldeyrismarkaði líka. „Þegar heimildirnar koma til framkvæmda verður líklega mikil ásókn í að nota þær á fyrstu vikum. En Seðlabankinn hefur mjög rúman gjaldeyrisforða og innlendir markaðir eru tiltölulega sterkir og kerfið er allt vel í stakk búið til að takast á við þessa breytingu. Þó að skammtímasveiflur verði, þá mun þetta allt draga úr langtímaáhrifum.“ Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir þetta við fyrstu sýn virðast vera skynsöm og varfærin skref. „Auðvitað er þetta mikilvægt mál fyrir hagkerfið í heild að við komumst hægt og örugglega út úr þessum höftum sem allra fyrst. Lykilatriði er að farið sé varlega í sakirnar til að ógna ekki stöðu gengisins og þar með stöðugleika og kaupmætti.“Gæti hægt á styrkingu krónuHrafn Steinarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með hinum greiningaraðilunum um að verið sé að taka varfærin skref í átt að losun hafta þegar kjöraðstæður eru til að stíga skrefin. „Við sjáum ekki endilega að það verði snörp veiking á gengi krónunnar, í fyrsta lagi er töluvert af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins vegna ferðamannastraums og í öðru lagi er gjaldeyrisforði Seðlabankans sterkur og allar forsendur til að draga verulega úr gengissveiflum.“ Hvað verðbólguna varðar telur hann að það gæti hægt á styrkingu krónunnar og á endanum muni draga úr þeirri verðhjöðnun sem sést hefur á verðlagi innfluttra vara. „En við sjáum ekki að þetta muni skapa verðbólguþrýsting út af titringi á gjaldeyrismörkuðum, það er afar ólíklegt. Afleiðingin af þessu verður vonandi sú að lánshæfismat ríkisins verði hækkað.“ Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Almenn ánægja virðist ríkja meðal greiningaraðila um nýtt frumvarp um losun fjármagnshafta. Þeir telja þetta jákvætt og tímabært skref, sem muni ekki ógna efnahagslegum stöðugleika. Ekki er óttast að verðbólga aukist en hins vegar gæti hægt á styrkingu krónunnar. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í gær. Um er að ræða veigamikil skref í átt að fullri losun hafta, höftum verður aflétt að mestu af almenningi og fyrirtækjum. Ekki var búið að dreifa frumvarpinu þegar rætt var við greiningaraðilana.Eykur áhuga erlendra fjárfesta Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur að með frumvarpinu verði samkeppnishæfni fyrirtækja landsins bætt og hún óttast ekki að þetta muni leiða til verulegs útflæðis fjármagns, ef eitthvað er megi velta fyrir sér hvort losun hafta muni auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. „Við fögnum því að það sé verið að taka þessi skref í átt að losun fjármagnshafta, enda að okkar mati löngu tímabært að þessi skref séu tekin. Þessi höft hafa verið hér of lengi. Þetta eru varfærin skref og ég get ekki séð að þetta fari að hafa veruleg áhrif á krónuna eða ógna efnahagslegum stöðugleika, einfaldlega vegna þess hvernig aðstæður eru hér heima samanborið við erlendis,“ segir hún. Ásdís telur frumvarpið jákvætt og að það skipti verulegu máli. „Ég býst við að lánshæfi ríkissjóðs muni batna við þetta. Þetta skiptir einnig máli upp á að fyrirtæki hafi betri möguleika á áhættudreifingu með fjárfestingu erlendis. Lífeyrissjóðum hefur verið heimilt að fjárfesta erlendis og ég tel að við megum ekki slaka þar á en þegar svigrúm gefst veita þeim frekari heimildir til fjárfestingar erlendis. Það er veruleg áhætta fólgin í því ef allur okkar sparnaður er fjárfestur innanlands.“Jón Bjarki BentssonJón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir stærra skref hafa verið tekið en hann bjóst við. „Innlendir markaðir og krónan ættu þó ekki að verða fyrir neinum verulegum skakkaföllum vegna þessa. Þetta er mjög jákvætt fyrir innlenda fjárfesta. Skrefin eru stigin á tíma sem er mjög hagfelldur. Okkar sýnist málið í heilt jákvætt.“ Tímabundnar sveiflurJón Bjarki sér fram á tímabundnar sveiflur bæði á innlendum verðbréfamörkuðum og hugsanlega á gjaldeyrismarkaði líka. „Þegar heimildirnar koma til framkvæmda verður líklega mikil ásókn í að nota þær á fyrstu vikum. En Seðlabankinn hefur mjög rúman gjaldeyrisforða og innlendir markaðir eru tiltölulega sterkir og kerfið er allt vel í stakk búið til að takast á við þessa breytingu. Þó að skammtímasveiflur verði, þá mun þetta allt draga úr langtímaáhrifum.“ Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir þetta við fyrstu sýn virðast vera skynsöm og varfærin skref. „Auðvitað er þetta mikilvægt mál fyrir hagkerfið í heild að við komumst hægt og örugglega út úr þessum höftum sem allra fyrst. Lykilatriði er að farið sé varlega í sakirnar til að ógna ekki stöðu gengisins og þar með stöðugleika og kaupmætti.“Gæti hægt á styrkingu krónuHrafn Steinarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með hinum greiningaraðilunum um að verið sé að taka varfærin skref í átt að losun hafta þegar kjöraðstæður eru til að stíga skrefin. „Við sjáum ekki endilega að það verði snörp veiking á gengi krónunnar, í fyrsta lagi er töluvert af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins vegna ferðamannastraums og í öðru lagi er gjaldeyrisforði Seðlabankans sterkur og allar forsendur til að draga verulega úr gengissveiflum.“ Hvað verðbólguna varðar telur hann að það gæti hægt á styrkingu krónunnar og á endanum muni draga úr þeirri verðhjöðnun sem sést hefur á verðlagi innfluttra vara. „En við sjáum ekki að þetta muni skapa verðbólguþrýsting út af titringi á gjaldeyrismörkuðum, það er afar ólíklegt. Afleiðingin af þessu verður vonandi sú að lánshæfismat ríkisins verði hækkað.“
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira