Stjórnvöld hefðu getað stigið stærri skref við losun hafta Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2016 19:15 Stjórnvöld hefðu í ljósi aðstæðna getað stigið stærri skref við losun hafta en kynnt voru í gær. Þetta segir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur hjá Arion banka segir aðstæður til losunar hafta aldrei hafa verið betri. Stjórnvöld kynntu í gær frumvarp sem mun draga úr höftum á heimili og fyrirtæki í landinu. Verði frumvarpið að lögum mun bein erlend fjárfesting innlendra aðila verða ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabankans. Meðal aðgerða sem einstaklingar munu finna fyrir er að ýmsar sértækar takmarkanir verða afnumdar eða rýmkaðar, meðal annars heimildir einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þurfum ekki að búa við höft Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé stigið veigamikið en varfærnislegt skref í átt að fullri losun fjármagnshafta. En hefði á þessum tímapunkti verið hægt að stíga stærra skref við losun hafta? „Já ég tel að svo sé. Ég tel að í raun miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag að þá er í raun ekkert sem að segir okkur að við þurfum að búa við höft á Íslandi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka efnahagslífsins. Hagvöxtur sé sterkur hér á landi, gjaldeyrisvaraforðinn rúmur og efnahagshorfur góðar. Því óttast hún ekki að hér hefði orðið verulegt útflæði fjármagns ef stigin hefðu verið stærri skref. „En ég ítreka að ég skil vel að við viljum fara varfærin skref og ganga úr skugga um, auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, hvort að það sé einhver hætta á ferð,“ segir Ásdís.Aldrei betri aðstæðurHrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að um jákvæð og tímabær skref sé að ræða. Aðstæður í hagkerfinu til að stíga þessi skref séu mjög heppilegar.Hafa aðstæður, til að grípa til þessara aðgerða, einhvern tímann verið betri?„Ég get ekki séð það að aðstæður hafi nokkurn tímann verið betri. Ef að litið er á hreinan gjaldeyrisforða Seðlabankans að þá hefur hann aldrei verið sterkari, þó litið sé aftur áratugi,“ segir Hrafn. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af gengi krónunnar í kjölfar þessara aðgerða. „Það getur verið að hún veikist eitthvað, en það er alveg jafn líklegt að gengið haldist stöðugt eða jafnvel að það styrkist eitthvað áfram,“ segir Hrafn. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Stjórnvöld hefðu í ljósi aðstæðna getað stigið stærri skref við losun hafta en kynnt voru í gær. Þetta segir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur hjá Arion banka segir aðstæður til losunar hafta aldrei hafa verið betri. Stjórnvöld kynntu í gær frumvarp sem mun draga úr höftum á heimili og fyrirtæki í landinu. Verði frumvarpið að lögum mun bein erlend fjárfesting innlendra aðila verða ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabankans. Meðal aðgerða sem einstaklingar munu finna fyrir er að ýmsar sértækar takmarkanir verða afnumdar eða rýmkaðar, meðal annars heimildir einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þurfum ekki að búa við höft Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé stigið veigamikið en varfærnislegt skref í átt að fullri losun fjármagnshafta. En hefði á þessum tímapunkti verið hægt að stíga stærra skref við losun hafta? „Já ég tel að svo sé. Ég tel að í raun miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag að þá er í raun ekkert sem að segir okkur að við þurfum að búa við höft á Íslandi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka efnahagslífsins. Hagvöxtur sé sterkur hér á landi, gjaldeyrisvaraforðinn rúmur og efnahagshorfur góðar. Því óttast hún ekki að hér hefði orðið verulegt útflæði fjármagns ef stigin hefðu verið stærri skref. „En ég ítreka að ég skil vel að við viljum fara varfærin skref og ganga úr skugga um, auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, hvort að það sé einhver hætta á ferð,“ segir Ásdís.Aldrei betri aðstæðurHrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að um jákvæð og tímabær skref sé að ræða. Aðstæður í hagkerfinu til að stíga þessi skref séu mjög heppilegar.Hafa aðstæður, til að grípa til þessara aðgerða, einhvern tímann verið betri?„Ég get ekki séð það að aðstæður hafi nokkurn tímann verið betri. Ef að litið er á hreinan gjaldeyrisforða Seðlabankans að þá hefur hann aldrei verið sterkari, þó litið sé aftur áratugi,“ segir Hrafn. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af gengi krónunnar í kjölfar þessara aðgerða. „Það getur verið að hún veikist eitthvað, en það er alveg jafn líklegt að gengið haldist stöðugt eða jafnvel að það styrkist eitthvað áfram,“ segir Hrafn.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira