Kjöraðstæður eru á landinu fyrir losun fjármagnshafta Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. ágúst 2016 15:00 Frumvarp um gjaldeyrismál og losun fjármagnshafta er hannað með það í huga að efnahagslegt bakslag muni ekki eiga sér stað. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu frumvarpið í gær. Frumvarpið er stórt skref í átt að losun hafta og í raun einn lokahnykkurinn í því ferli og er því ætlað að auka frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir frumvarpið til þess fallið að lágmarka efnahagslegt bakslag í kjölfar losun hafta, þá eru samfélagslegar aðstæður góðar ef mikið verður um fjármagnsútflæði eftir haftalosun. „Hugsunin á bak við þetta frumvarp er að það hafi ekki slík bakslög þar sem losunin er framkvæmd í skrefum,“ segir hann. „Það er til dæmis sett þak á verðbréfafjárfestingu sem gilda í það minnsta fram á næsta ár. Þannig að þarna er stigið varlega til jarðar.“ Arnór segir að skoða verði tvo lykilþætti. Hver hvatinn sé til að fara með fjármagn erlendis og hvernig samfélagið sé í stakk búið til að bregðast við slíku útflæði.Arnór segir lausafjárstöðu fjármálastofnana góða fyrir haftalosun.„Þá má segja að hvatinn sé frekar lítill því við búum við þær aðstæður að vaxtamunur er Íslandi í hag. Þeir eru ýmist mjög lágir eða neikvæðir í okkar nágrannaríkjum. Það er því ólíklegt að menn sjái í því mikil fjárfestingartækifæri,“ segir hann. „Þar að auki er viðbúnaðurinn mjög sterkur. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er mjög sterkur þannig að ef það ætti sér mikið útflæði þá gæti bankinn mætt því,“ segir Arnór. Gjaldeyrisforði Seðlabankans var í lok júlí var um 720 milljarðar króna og þar af eru 475 milljarðar sem fjármagnaðir eru innanlands. „Það er mjög góð staða og í raun betri en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur mælt með fyrir losun hafta.“ Þá er lausafjárstaða fjármálafyrirtækjanna einnig góð fyrir haftalosun.Helstu efnistök frumvarpsins: Í frumvarpinu er lagt til að við gildistöku frumvarpsins verði bein erlend fjárfesting innlendra aðila ótakmörkuð en hún verður háð staðfestingu Seðlabankans. Þá verði fjárfesting í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri, öðrum peningakröfum í erlendum gjaldeyri og fyrirfram- og uppgreiðsla erlendra lána frjáls upp að ákveðnu fjárhæðarmarki, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Einstaklingum muni þar að auki geta keypt eina fasteign erlendis á ári hverju óháð verði hennnar og tilefni kaupanna. Dregið verði úr skilaskyldu innlendra aðila á erlendum gjaldreyri. Skyldan verði afnumin vegna lántöku einstaklinga hjá erlendum aðilum til kaupa á fasteign eða farartæki eða til fjárfestinga erlendis. Ýmsar takmarkanir verði afnumdar eða rýmkaðar. Þar á meðal heimildi einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri. Þá verði heimildir Seðlabankans til upplýsingaöflunar auknar „svo hann geti betur stuðlað að verðlags- og fjármálastöðugleika. Þann fyrsta janúar er gert ráð fyrir því að heimildir einstaklinga til að kaupa gjaldeyri verði rýmkaðar verulega. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Frumvarp um gjaldeyrismál og losun fjármagnshafta er hannað með það í huga að efnahagslegt bakslag muni ekki eiga sér stað. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu frumvarpið í gær. Frumvarpið er stórt skref í átt að losun hafta og í raun einn lokahnykkurinn í því ferli og er því ætlað að auka frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir frumvarpið til þess fallið að lágmarka efnahagslegt bakslag í kjölfar losun hafta, þá eru samfélagslegar aðstæður góðar ef mikið verður um fjármagnsútflæði eftir haftalosun. „Hugsunin á bak við þetta frumvarp er að það hafi ekki slík bakslög þar sem losunin er framkvæmd í skrefum,“ segir hann. „Það er til dæmis sett þak á verðbréfafjárfestingu sem gilda í það minnsta fram á næsta ár. Þannig að þarna er stigið varlega til jarðar.“ Arnór segir að skoða verði tvo lykilþætti. Hver hvatinn sé til að fara með fjármagn erlendis og hvernig samfélagið sé í stakk búið til að bregðast við slíku útflæði.Arnór segir lausafjárstöðu fjármálastofnana góða fyrir haftalosun.„Þá má segja að hvatinn sé frekar lítill því við búum við þær aðstæður að vaxtamunur er Íslandi í hag. Þeir eru ýmist mjög lágir eða neikvæðir í okkar nágrannaríkjum. Það er því ólíklegt að menn sjái í því mikil fjárfestingartækifæri,“ segir hann. „Þar að auki er viðbúnaðurinn mjög sterkur. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er mjög sterkur þannig að ef það ætti sér mikið útflæði þá gæti bankinn mætt því,“ segir Arnór. Gjaldeyrisforði Seðlabankans var í lok júlí var um 720 milljarðar króna og þar af eru 475 milljarðar sem fjármagnaðir eru innanlands. „Það er mjög góð staða og í raun betri en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur mælt með fyrir losun hafta.“ Þá er lausafjárstaða fjármálafyrirtækjanna einnig góð fyrir haftalosun.Helstu efnistök frumvarpsins: Í frumvarpinu er lagt til að við gildistöku frumvarpsins verði bein erlend fjárfesting innlendra aðila ótakmörkuð en hún verður háð staðfestingu Seðlabankans. Þá verði fjárfesting í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri, öðrum peningakröfum í erlendum gjaldeyri og fyrirfram- og uppgreiðsla erlendra lána frjáls upp að ákveðnu fjárhæðarmarki, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Einstaklingum muni þar að auki geta keypt eina fasteign erlendis á ári hverju óháð verði hennnar og tilefni kaupanna. Dregið verði úr skilaskyldu innlendra aðila á erlendum gjaldreyri. Skyldan verði afnumin vegna lántöku einstaklinga hjá erlendum aðilum til kaupa á fasteign eða farartæki eða til fjárfestinga erlendis. Ýmsar takmarkanir verði afnumdar eða rýmkaðar. Þar á meðal heimildi einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri. Þá verði heimildir Seðlabankans til upplýsingaöflunar auknar „svo hann geti betur stuðlað að verðlags- og fjármálastöðugleika. Þann fyrsta janúar er gert ráð fyrir því að heimildir einstaklinga til að kaupa gjaldeyri verði rýmkaðar verulega.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira