Endurkoma Brasilíu snýst um peningamálastefnuna í Kína Lars Christensen skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Ólympíuleikarnir eru löngu byrjaðir og af brasilísku verðbréfamörkuðunum að dæma er góð ástæða til að fagna. Þannig hefur brasilíska Bovespa-vísitalan hækkað um meira en 65% á þessu ári og er á meðal þeirra verðbréfamarkaða sem standa sig best í heiminum. Þetta kemur í kjölfar nokkurra frekar dapurlegra ára fyrir bæði brasilískan efnahag og brasilísku fjármálamarkaðina. Þannig hefur hagvöxtur í Brasilíu algerlega stöðvast á síðustu árum, gjaldmiðillinn hefur veikst verulega, sem aftur hefur þrýst verðbólgu upp. Til að auka á ógæfuna hefur stjórnmálaástandið orðið æ ruglingslegra og í maí síðastliðnum var Dilma Rousseff forseti í raun rekin af neðri deild brasilíska þingsins og undirbúningur lögsóknar var hafinn.Fjárfestar geta þakkað Alþýðubankanum í KínaAð gefnum þessum bakgrunni gæti batinn á brasilísku mörkuðunum á þessu ári virst nokkur ráðgáta. En hvað þetta varðar er mjög mikilvægt að hafa í huga að peningamálastefna Kínverja er að mörgu leyti mun mikilvægari fyrir brasilísku markaðina en brasilísk stjórnmál. Ef við lítum á þróunina á brasilísku verðbréfamörkuðunum síðustu ár þá hafa verið mjög náin tengsl við breytingar á peningamálastefnunni í Kína. Til að sýna þetta er hægt að líta á gengisþróun hins kínverska renminbi og brasilísku Bovespa-verðbréfavísitöluna. Ef við byrjum á árinu 2009, þá slakaði kínverski Alþýðubankinn (PBoC) verulega á peningamálastefnunni til að bregðast við því þegar alþjóðlega kreppan skall á og afleiðing þess var að renminbi veiktist. Á sama tíma varð uppgangur á brasilísku verðbréfamörkuðunum. En þessi uppgangur varð skammlífur því snemma árs 2010 byrjaði PBoC að herða peningamarkaðsskilyrði í Kína og renminbi byrjaði að styrkjast. Þetta gerðist aftur á sama tíma og meiriháttar viðsnúningur – að þessu sinni til hins verra – átti sér stað á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Samdrátturinn á brasilísku verðbréfamörkuðunum jókst enn 2011 um leið og renminbi styrktist enn frekar og þetta hélt áfram til ársloka 2015. En síðan í janúar höfum við séð stórfelldan bata á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Ástæðan? Enn virðist drifkrafturinn vera peningamálastefna Kínverja því PBoC hefur unnið að því að fella gengi renminbi til að örva hagvöxt í Kína.PBoC er peningalegt heimsveldiÞað má segja að PBoC sé peningalegt heimsveldi sem á margan hátt ákveður hvort það er mótbyr eða meðbyr í brasilíska hagkerfinu. Í grundvallaratriðum virkar þetta með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er Kína stærsti útflutningsmarkaður Brasilíu. Svo slakari peningamálastefna Kínverja styrkir brasilískan útflutning til Kína. Í öðru lagi hækkar slakari peningamálastefna Kínverja heimsmarkaðsverð á hrávörum og þar sem Brasilía er hrávöruútflytjandi fæst betra verð fyrir brasilískar útflutningsvörur til annarra landa. Loks hefur þetta þau áhrif að hækka gengi brasilíska gjaldmiðilsins, real, og það lækkar verð á innflutningsvörum til Brasilíu og dregur þannig úr verðbólgu, sem aftur gerir brasilíska seðlabankanum kleift að slaka á peningamálastefnunni, sem hjálpar brasilískum hagvexti. Niðurstaðan er sú að hafi maður áhuga á horfunum í brasilísku efnahagslífi ætti maður að fylgjast með aðgerðum kínverska seðlabankans frekar en að einbeita sér að brasilískum stjórnmálum eða Ólympíuleikunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ólympíuleikarnir eru löngu byrjaðir og af brasilísku verðbréfamörkuðunum að dæma er góð ástæða til að fagna. Þannig hefur brasilíska Bovespa-vísitalan hækkað um meira en 65% á þessu ári og er á meðal þeirra verðbréfamarkaða sem standa sig best í heiminum. Þetta kemur í kjölfar nokkurra frekar dapurlegra ára fyrir bæði brasilískan efnahag og brasilísku fjármálamarkaðina. Þannig hefur hagvöxtur í Brasilíu algerlega stöðvast á síðustu árum, gjaldmiðillinn hefur veikst verulega, sem aftur hefur þrýst verðbólgu upp. Til að auka á ógæfuna hefur stjórnmálaástandið orðið æ ruglingslegra og í maí síðastliðnum var Dilma Rousseff forseti í raun rekin af neðri deild brasilíska þingsins og undirbúningur lögsóknar var hafinn.Fjárfestar geta þakkað Alþýðubankanum í KínaAð gefnum þessum bakgrunni gæti batinn á brasilísku mörkuðunum á þessu ári virst nokkur ráðgáta. En hvað þetta varðar er mjög mikilvægt að hafa í huga að peningamálastefna Kínverja er að mörgu leyti mun mikilvægari fyrir brasilísku markaðina en brasilísk stjórnmál. Ef við lítum á þróunina á brasilísku verðbréfamörkuðunum síðustu ár þá hafa verið mjög náin tengsl við breytingar á peningamálastefnunni í Kína. Til að sýna þetta er hægt að líta á gengisþróun hins kínverska renminbi og brasilísku Bovespa-verðbréfavísitöluna. Ef við byrjum á árinu 2009, þá slakaði kínverski Alþýðubankinn (PBoC) verulega á peningamálastefnunni til að bregðast við því þegar alþjóðlega kreppan skall á og afleiðing þess var að renminbi veiktist. Á sama tíma varð uppgangur á brasilísku verðbréfamörkuðunum. En þessi uppgangur varð skammlífur því snemma árs 2010 byrjaði PBoC að herða peningamarkaðsskilyrði í Kína og renminbi byrjaði að styrkjast. Þetta gerðist aftur á sama tíma og meiriháttar viðsnúningur – að þessu sinni til hins verra – átti sér stað á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Samdrátturinn á brasilísku verðbréfamörkuðunum jókst enn 2011 um leið og renminbi styrktist enn frekar og þetta hélt áfram til ársloka 2015. En síðan í janúar höfum við séð stórfelldan bata á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Ástæðan? Enn virðist drifkrafturinn vera peningamálastefna Kínverja því PBoC hefur unnið að því að fella gengi renminbi til að örva hagvöxt í Kína.PBoC er peningalegt heimsveldiÞað má segja að PBoC sé peningalegt heimsveldi sem á margan hátt ákveður hvort það er mótbyr eða meðbyr í brasilíska hagkerfinu. Í grundvallaratriðum virkar þetta með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er Kína stærsti útflutningsmarkaður Brasilíu. Svo slakari peningamálastefna Kínverja styrkir brasilískan útflutning til Kína. Í öðru lagi hækkar slakari peningamálastefna Kínverja heimsmarkaðsverð á hrávörum og þar sem Brasilía er hrávöruútflytjandi fæst betra verð fyrir brasilískar útflutningsvörur til annarra landa. Loks hefur þetta þau áhrif að hækka gengi brasilíska gjaldmiðilsins, real, og það lækkar verð á innflutningsvörum til Brasilíu og dregur þannig úr verðbólgu, sem aftur gerir brasilíska seðlabankanum kleift að slaka á peningamálastefnunni, sem hjálpar brasilískum hagvexti. Niðurstaðan er sú að hafi maður áhuga á horfunum í brasilísku efnahagslífi ætti maður að fylgjast með aðgerðum kínverska seðlabankans frekar en að einbeita sér að brasilískum stjórnmálum eða Ólympíuleikunum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun