Ásdís: Ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 02:17 Ásdís Hjálmsdóttir gat ekki leynt vonbriðgum sínum eftir síðasta kastið. Vísir/Anton Ásdís Hjálmsdóttir varð í næstsíðasta sæti í undankeppni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 29 köstuðu lengra en Ásdís í undankeppninni en hún átti tvö algjörlega misheppnuð köst (gerði bæði ógild) og eitt sem var bara 54,92 metrar. Ásdís hefði samt þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í úrslitin og því hefði þurfti hennar besta kast á árinu. „Þetta átti ekki að fara svona, það er alveg rétt hjá þér," sagði Ásdís Hjálmsdóttir eftir undankeppnina í nótt. „Það gekk allt rosalega vel í upphituninni, alveg svakalega vel. Upphitunin út á velli var frábær og inn á velli líka," sagði Ásdís sem lítur mjög vel út og er augljóslega í frábæru formi.Sjá einnig: Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu „Svo bara byrjaði ég í keppninni. Ég hef aldrei verið í betra formi, búin að fá fulla hvíld og hef aldrei í rauninni verið í svona góðu formi. Ég var alltof, alltof hröð í atrennunni og hef aldrei verið svona hröð," sagði Ásdís. „Ég var alltof nálægt línunni í fyrsta kastinu. Ég færi mig aftur um þrjú fet og þá er ég alltof nálægt línunni aftur. Ég færi mig aftur um tvö fet og er samt alltof nálægt," sagði Ásdís. „Það er hægt að líta á þetta bæði jákvæðum augum og neikvæðum augum. Það er náttúrulega jákvætt að vera í svona góðu formi og að þetta sé ástæðan en ekki eitthvað annað. Ég er ekki meidd og það er ekki þess vegna sem ég var að kasta illa," sagði Ásdís. „Auðvitað er þetta ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna," sagði Ásdís en hvað var að í nótt. „Ég var bara alltof hröð í atrennunni og alltof nálægt línunni. Þegar þú ert of nálægt línunni þá getur þú ekki klárað kastið. Ef ég hefði klárað kastið þá hefði ég bara farið yfir línuna og gert ógilt," sagði Ásdís. „Ég vona að ég fái eitt mót í viðbót til að ná út úr mér því sem ég hef inn í mér núna," sagði Ásdís. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00 Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir varð í næstsíðasta sæti í undankeppni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 29 köstuðu lengra en Ásdís í undankeppninni en hún átti tvö algjörlega misheppnuð köst (gerði bæði ógild) og eitt sem var bara 54,92 metrar. Ásdís hefði samt þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í úrslitin og því hefði þurfti hennar besta kast á árinu. „Þetta átti ekki að fara svona, það er alveg rétt hjá þér," sagði Ásdís Hjálmsdóttir eftir undankeppnina í nótt. „Það gekk allt rosalega vel í upphituninni, alveg svakalega vel. Upphitunin út á velli var frábær og inn á velli líka," sagði Ásdís sem lítur mjög vel út og er augljóslega í frábæru formi.Sjá einnig: Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu „Svo bara byrjaði ég í keppninni. Ég hef aldrei verið í betra formi, búin að fá fulla hvíld og hef aldrei í rauninni verið í svona góðu formi. Ég var alltof, alltof hröð í atrennunni og hef aldrei verið svona hröð," sagði Ásdís. „Ég var alltof nálægt línunni í fyrsta kastinu. Ég færi mig aftur um þrjú fet og þá er ég alltof nálægt línunni aftur. Ég færi mig aftur um tvö fet og er samt alltof nálægt," sagði Ásdís. „Það er hægt að líta á þetta bæði jákvæðum augum og neikvæðum augum. Það er náttúrulega jákvætt að vera í svona góðu formi og að þetta sé ástæðan en ekki eitthvað annað. Ég er ekki meidd og það er ekki þess vegna sem ég var að kasta illa," sagði Ásdís. „Auðvitað er þetta ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna," sagði Ásdís en hvað var að í nótt. „Ég var bara alltof hröð í atrennunni og alltof nálægt línunni. Þegar þú ert of nálægt línunni þá getur þú ekki klárað kastið. Ef ég hefði klárað kastið þá hefði ég bara farið yfir línuna og gert ógilt," sagði Ásdís. „Ég vona að ég fái eitt mót í viðbót til að ná út úr mér því sem ég hef inn í mér núna," sagði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00 Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00
Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00
Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30