Færeyingar bjóða upp veiðiheimildir Jón Steinsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Í síðasta mánuði héldu Færeyingar uppboð á veiðiheimildum. Þetta var gert í tilraunaskyni. Árið 2018 munu öll núverandi veiðileyfi í Færeyjum renna út og nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi taka við. Landstjórn Færeyja vinnur nú að mótun þessa nýja kerfis. Útgangspunkturinn í þeirri vinnu er að farin verði markaðsleið við úthlutun veiðiheimilda. Uppboð á veiðiheimildum er ein af meginleiðunum sem eru til skoðunar í því sambandi og því ákváðu Færeyingar að gera tilraun með uppboð á litlum hluta (um 10%) veiðiheimilda í þremur stofnum nú í sumar. Það var ákaflega vel að þessari tilraun staðið. Veiðiheimildunum sem til stóð að bjóða upp var skipt niður og haldin nokkur smærri uppboð í hverri tegund yfir nokkurra vikna skeið. Mismunandi uppboðsaðferðir voru prófaðar til þess að fá reynslu á það hvort ein aðferð gengi betur en önnur.Uppboðin tókust vel Það er skemmst frá því að segja að uppboðin tókust mjög vel. Færeysk stjórnvöld fengu hátt verð fyrir veiðiheimildirnar ef verðið er borið saman við þau veiðigjöld sem íslenskar útgerðir greiða í dag. Fyrir þorskkvóta í Barentshafi fengu Færeyingar að meðaltali 3,42 danskar krónur á kíló sem gera um það bil 62 íslenskar krónur. Til samanburðar munu íslenskar útgerðir greiða rúmar 11 kr. í veiðigjald af þorskkvóta á næsta fiskveiðiári. Munurinn er því meira en fimmfaldur. Færeyingar fengu að meðaltali 3,66 danskar krónur á kíló fyrir makrílkvóta (u.þ.b. 66 íslenskar krónur). Til samanburðar verður veiðigjald á makríl á Íslandi einungis 2,78 kr. á næsta fiskveiðiári. Hér er færeyskur almenningur því að fá um 24 sinnum hærri upphæð en við Íslendingar. Í síld var meðalverðið á uppboðunum í Færeyjum 3,57 danskar krónur (u.þ.b. 64 íslenskar krónur) en veiðigjaldið á síld á Íslandi verður einungis 2,56 kr. á næsta ári. Almenningur í Færeyjum fær því um 25 sinnum meira í auðlindaarð fyrir síldarkvóta en Íslendingar. Talsmenn SFS (sem eitt sinn kallaði sig LÍÚ) hafa haldið því fram að þessi samanburður sé villandi þar sem aðstæður séu aðrar á Íslandi en í Færeyjum. Það er nokkuð til í því þegar kemur að makríl. Færeyingar geti veitt makrílinn þegar hann er í betra ástandi en við Íslendingar. Ef til vill skýrir það að hluta þennan 24-falda mun. En þessi sömu rök eiga ekki við um síldina og þar er munurinn jafn mikill. Varðandi þorskinn er líklegt að samanburðurinn við Færeyjar sé villandi í hina áttina. Færeyingar þurfa að sigla alla leið í Barentshaf til þess að sækja þann fisk á meðan íslenski þorskurinn heldur til við okkar eigin strendur. Talsmenn SFS halda því einnig fram að hér sé um jaðarverð að ræða sem endurspegli ekki verðið ef allur kvótinn væri boðinn upp. Í því sambandi er vert að minna á að flestir sem tala fyrir uppboði á veiðiheimildum á Íslandi telja einmitt skynsamlegt að kerfisbreytingin eigi sér stað hægt og bítandi yfir nokkurra ára skeið með þeim hætti að 10-20% af veiðiheimildum hverrar tegundar séu boðnar út ár hvert til fimm eða tíu ára. Það væri því hlutfallslega svipað magn á uppboði í slíku kerfi og Færeyingar buðu út nú í júlí.Hátt leiguverð á Íslandi Einnig er gagnlegt að bera verðið sem Færeyingar fengu í uppboðunum saman við leiguverð á kvóta á Íslandi. Á síðasta fiskveiðiári var meðalleiguverð á þorskkvóta tæpar 200 kr. á kíló (þegar það er umreiknað í óslægðan fisk) og um 15% af öllu aflamarki var leigt. Annar samanburður er við verð á „varanlegum veiðiheimildum“. Nú fyrir skemmstu keypti HB Grandi 1600 þorskígildistonn fyrir 3.950 milljónir króna. Það gera um 2.500 kr. á kíló. Ef við notum 8% ávöxtunarkröfu til þess að umreikna þetta verð í ársleiguverð gera það einnig um 200 kr. á kíló. Þessi samanburður sýnir að verðið sem Færeyingar fengu er mun lægra en það sem íslenskar útgerðir eru tilbúnar að greiða fyrir þorskkvóta á Íslandi. Eins og fyrr segir er líklegt að hluti af skýringunni á þessum mun sé að þorskkvóti úr íslenska þorskstofninum sé meira virði en þorskkvóti í Barentshafi. En þessi munur bendir einnig til þess að uppboð gæti leitt til þess að hið himinháa verð á kvóta sem viðgengist hefur á Íslandi myndi lækka. Það myndi bæta stöðu nýliða og minni útgerða á Íslandi. Hinn stóri vandi við veiðigjald er að skiptar skoðanir eru um það hversu hátt fullt gjald er. Útgerðin getur nýtt sér þessa óvissu til þess að halda gjaldinu í algjöru lágmarki. Stærsti kosturinn við uppboð er að gjaldið sem tekið er ræðst af boðum fyrirtækjanna sjálfra. Uppboð leiðir til þess að útgerðirnar neyðast til þess að gefa það upp hversu mikils virði veiðiheimildirnar í rauninni eru. Ráðamenn hafa oft skýlt sér á bak við það að uppboð á veiðiheimildum hafi ekki verið notuð annars staðar. En nú hafa Færeyingar sýnt okkur að þessi leið er vel fær. Ef frændur okkar Færeyingar geta þetta, af hverju ættum við ekki að geta farið þessa leið?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði héldu Færeyingar uppboð á veiðiheimildum. Þetta var gert í tilraunaskyni. Árið 2018 munu öll núverandi veiðileyfi í Færeyjum renna út og nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi taka við. Landstjórn Færeyja vinnur nú að mótun þessa nýja kerfis. Útgangspunkturinn í þeirri vinnu er að farin verði markaðsleið við úthlutun veiðiheimilda. Uppboð á veiðiheimildum er ein af meginleiðunum sem eru til skoðunar í því sambandi og því ákváðu Færeyingar að gera tilraun með uppboð á litlum hluta (um 10%) veiðiheimilda í þremur stofnum nú í sumar. Það var ákaflega vel að þessari tilraun staðið. Veiðiheimildunum sem til stóð að bjóða upp var skipt niður og haldin nokkur smærri uppboð í hverri tegund yfir nokkurra vikna skeið. Mismunandi uppboðsaðferðir voru prófaðar til þess að fá reynslu á það hvort ein aðferð gengi betur en önnur.Uppboðin tókust vel Það er skemmst frá því að segja að uppboðin tókust mjög vel. Færeysk stjórnvöld fengu hátt verð fyrir veiðiheimildirnar ef verðið er borið saman við þau veiðigjöld sem íslenskar útgerðir greiða í dag. Fyrir þorskkvóta í Barentshafi fengu Færeyingar að meðaltali 3,42 danskar krónur á kíló sem gera um það bil 62 íslenskar krónur. Til samanburðar munu íslenskar útgerðir greiða rúmar 11 kr. í veiðigjald af þorskkvóta á næsta fiskveiðiári. Munurinn er því meira en fimmfaldur. Færeyingar fengu að meðaltali 3,66 danskar krónur á kíló fyrir makrílkvóta (u.þ.b. 66 íslenskar krónur). Til samanburðar verður veiðigjald á makríl á Íslandi einungis 2,78 kr. á næsta fiskveiðiári. Hér er færeyskur almenningur því að fá um 24 sinnum hærri upphæð en við Íslendingar. Í síld var meðalverðið á uppboðunum í Færeyjum 3,57 danskar krónur (u.þ.b. 64 íslenskar krónur) en veiðigjaldið á síld á Íslandi verður einungis 2,56 kr. á næsta ári. Almenningur í Færeyjum fær því um 25 sinnum meira í auðlindaarð fyrir síldarkvóta en Íslendingar. Talsmenn SFS (sem eitt sinn kallaði sig LÍÚ) hafa haldið því fram að þessi samanburður sé villandi þar sem aðstæður séu aðrar á Íslandi en í Færeyjum. Það er nokkuð til í því þegar kemur að makríl. Færeyingar geti veitt makrílinn þegar hann er í betra ástandi en við Íslendingar. Ef til vill skýrir það að hluta þennan 24-falda mun. En þessi sömu rök eiga ekki við um síldina og þar er munurinn jafn mikill. Varðandi þorskinn er líklegt að samanburðurinn við Færeyjar sé villandi í hina áttina. Færeyingar þurfa að sigla alla leið í Barentshaf til þess að sækja þann fisk á meðan íslenski þorskurinn heldur til við okkar eigin strendur. Talsmenn SFS halda því einnig fram að hér sé um jaðarverð að ræða sem endurspegli ekki verðið ef allur kvótinn væri boðinn upp. Í því sambandi er vert að minna á að flestir sem tala fyrir uppboði á veiðiheimildum á Íslandi telja einmitt skynsamlegt að kerfisbreytingin eigi sér stað hægt og bítandi yfir nokkurra ára skeið með þeim hætti að 10-20% af veiðiheimildum hverrar tegundar séu boðnar út ár hvert til fimm eða tíu ára. Það væri því hlutfallslega svipað magn á uppboði í slíku kerfi og Færeyingar buðu út nú í júlí.Hátt leiguverð á Íslandi Einnig er gagnlegt að bera verðið sem Færeyingar fengu í uppboðunum saman við leiguverð á kvóta á Íslandi. Á síðasta fiskveiðiári var meðalleiguverð á þorskkvóta tæpar 200 kr. á kíló (þegar það er umreiknað í óslægðan fisk) og um 15% af öllu aflamarki var leigt. Annar samanburður er við verð á „varanlegum veiðiheimildum“. Nú fyrir skemmstu keypti HB Grandi 1600 þorskígildistonn fyrir 3.950 milljónir króna. Það gera um 2.500 kr. á kíló. Ef við notum 8% ávöxtunarkröfu til þess að umreikna þetta verð í ársleiguverð gera það einnig um 200 kr. á kíló. Þessi samanburður sýnir að verðið sem Færeyingar fengu er mun lægra en það sem íslenskar útgerðir eru tilbúnar að greiða fyrir þorskkvóta á Íslandi. Eins og fyrr segir er líklegt að hluti af skýringunni á þessum mun sé að þorskkvóti úr íslenska þorskstofninum sé meira virði en þorskkvóti í Barentshafi. En þessi munur bendir einnig til þess að uppboð gæti leitt til þess að hið himinháa verð á kvóta sem viðgengist hefur á Íslandi myndi lækka. Það myndi bæta stöðu nýliða og minni útgerða á Íslandi. Hinn stóri vandi við veiðigjald er að skiptar skoðanir eru um það hversu hátt fullt gjald er. Útgerðin getur nýtt sér þessa óvissu til þess að halda gjaldinu í algjöru lágmarki. Stærsti kosturinn við uppboð er að gjaldið sem tekið er ræðst af boðum fyrirtækjanna sjálfra. Uppboð leiðir til þess að útgerðirnar neyðast til þess að gefa það upp hversu mikils virði veiðiheimildirnar í rauninni eru. Ráðamenn hafa oft skýlt sér á bak við það að uppboð á veiðiheimildum hafi ekki verið notuð annars staðar. En nú hafa Færeyingar sýnt okkur að þessi leið er vel fær. Ef frændur okkar Færeyingar geta þetta, af hverju ættum við ekki að geta farið þessa leið?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun