Aníta þeirra Pólverja setti heimsmet og tók gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 20:20 Anita Wlodarczyk fagnar sigri. Vísir/Getty Við Íslendingar eigum Anítu Hinriksdóttur á Ólympíuleikunum í Ríó en Pólverjar eiga líka sína Anítu og sú gerði eitthvað í dag á leikunum í Ríó sem aldrei hefur verið gert áður. Anita Wlodarczyk tryggði sér Ólympíugull í sleggjukasti kvenna á ÓL í Ríó með því að kasta sleggjunni 82,29 metra. Hún bætti með því eigið heimsmet frá 1. ágúst 2015 þegar hún kastaði 81.08. Þetta er í sjötta sinn sem Anita Wlodarczyk bætir heimsmetið í sleggjukasti. Anita Wlodarczyk var annars í miklum ham í úrslitunum í sleggjukastinu og átti alls þrjú köst yfir 80 metrana en hún var fyrsta konan sem náði að koma sleggjunni yfir 80 metrana. Þriðja lengsta kast Anitu Wlodarczyk í keppninni í dag hefði líka fært henni gullverðlaunin. Zhang Wenxiu frá Kína (76,75 metrar) fékk silfur og Sophie Hitchon frá Bretlandi tók bronsverðlaunin en hún setti nýtt landsmet með því að kasta 75,54 metra. Anita Wlodarczyk vann silfur í London fyrir fjórum árum síðan en þá vann Tatyana Lysenko frá Rússlandi gul metrarlið. Anita Wlodarczyk er nú ríkjandi Ólympíumeistari (Ríó 2016), heimsmeistari (Peking 2015) og Evrópumeistari (Amsterdam 2016). Hún hefur líka unnið gullið á fjórum stórmótum í röð eða öllum mótum frá og með EM í Zürich 2014.Anita Wlodarczyk og heimsmetið.Vísir/GettyAnita Wlodarczyk.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira
Við Íslendingar eigum Anítu Hinriksdóttur á Ólympíuleikunum í Ríó en Pólverjar eiga líka sína Anítu og sú gerði eitthvað í dag á leikunum í Ríó sem aldrei hefur verið gert áður. Anita Wlodarczyk tryggði sér Ólympíugull í sleggjukasti kvenna á ÓL í Ríó með því að kasta sleggjunni 82,29 metra. Hún bætti með því eigið heimsmet frá 1. ágúst 2015 þegar hún kastaði 81.08. Þetta er í sjötta sinn sem Anita Wlodarczyk bætir heimsmetið í sleggjukasti. Anita Wlodarczyk var annars í miklum ham í úrslitunum í sleggjukastinu og átti alls þrjú köst yfir 80 metrana en hún var fyrsta konan sem náði að koma sleggjunni yfir 80 metrana. Þriðja lengsta kast Anitu Wlodarczyk í keppninni í dag hefði líka fært henni gullverðlaunin. Zhang Wenxiu frá Kína (76,75 metrar) fékk silfur og Sophie Hitchon frá Bretlandi tók bronsverðlaunin en hún setti nýtt landsmet með því að kasta 75,54 metra. Anita Wlodarczyk vann silfur í London fyrir fjórum árum síðan en þá vann Tatyana Lysenko frá Rússlandi gul metrarlið. Anita Wlodarczyk er nú ríkjandi Ólympíumeistari (Ríó 2016), heimsmeistari (Peking 2015) og Evrópumeistari (Amsterdam 2016). Hún hefur líka unnið gullið á fjórum stórmótum í röð eða öllum mótum frá og með EM í Zürich 2014.Anita Wlodarczyk og heimsmetið.Vísir/GettyAnita Wlodarczyk.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira