Usain Bolt Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 01:45 Usain Bolt fagnar hér sigri í nótt. Vísir/Anton Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark. Usain Bolt skrifaði frjálsíþróttasögu Ólympíuleikanna með þessum sigri en enginn annar hefur unnið 100 metra hlaupið þrisvar sinnum á leikunum. Bolt hefur nú unnið sjö gull á Ólympíuleikunum og getur bætt því áttunda og níunda við seinna í vikunni. Usain Bolt var úrslitahlaupið á klassískan hátt og sigur hans var ekki í mikilli hættu ekki frekar en þegar hann vann í Peking 2008 og í London 2012. Tíminn var ekki eins góður og í hin tvö skiptin en gullið er hans samt sem áður. Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin varð annar í hlaupinu og fær silfrið en Andre De Grasse frá Kanada fékk bronsið. Usain Bolt hljóp metrana hundrað á 9.81 sekúndum, Gatlin kom í mark á 9.89 sekúndum og tími De Grasse var 9.91 sekúnda. Þetta er besti tími Usain Bolt á árinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli og fékk meðal annars að sleppa við að hlaupa á úrtökumótinu á Jamaíka til þess að ná sér góðum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Sumir litu svo á að hann hafi fengið frían passa til Ríó en það er önnur saga. Usain Bolt átti leikvanginn gjörsamlega eftir að sigurinn var í höfn og að vanda fagnaði hann vel, lengi og á skemmtilegan hátt eins og hann er þekktur fyrir. Þessi mikli skemmtikraftur og stórkostlegi íþróttamaður er nefnilega engum öðrum líkur. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark. Usain Bolt skrifaði frjálsíþróttasögu Ólympíuleikanna með þessum sigri en enginn annar hefur unnið 100 metra hlaupið þrisvar sinnum á leikunum. Bolt hefur nú unnið sjö gull á Ólympíuleikunum og getur bætt því áttunda og níunda við seinna í vikunni. Usain Bolt var úrslitahlaupið á klassískan hátt og sigur hans var ekki í mikilli hættu ekki frekar en þegar hann vann í Peking 2008 og í London 2012. Tíminn var ekki eins góður og í hin tvö skiptin en gullið er hans samt sem áður. Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin varð annar í hlaupinu og fær silfrið en Andre De Grasse frá Kanada fékk bronsið. Usain Bolt hljóp metrana hundrað á 9.81 sekúndum, Gatlin kom í mark á 9.89 sekúndum og tími De Grasse var 9.91 sekúnda. Þetta er besti tími Usain Bolt á árinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli og fékk meðal annars að sleppa við að hlaupa á úrtökumótinu á Jamaíka til þess að ná sér góðum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Sumir litu svo á að hann hafi fengið frían passa til Ríó en það er önnur saga. Usain Bolt átti leikvanginn gjörsamlega eftir að sigurinn var í höfn og að vanda fagnaði hann vel, lengi og á skemmtilegan hátt eins og hann er þekktur fyrir. Þessi mikli skemmtikraftur og stórkostlegi íþróttamaður er nefnilega engum öðrum líkur.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira