Byggjum upp saman Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Þing kemur saman að loknu sumarleyfi í dag. Staðfest hefur verið að margboðaðar haustkosningar verða haldnar 29. október næstkomandi og þá fær þjóðin tækifæri til að velja á ný þingmenn til verka. Þinghaldið fram undan mun að einhverju leyti mótast af þeim málum sem þær kosningar munu snúast um. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks forgangsraðaði frá fyrsta degi því að draga úr álögum á best stæðu hópa samfélagsins. Lækkun veiðigjalda á stórútgerðina var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar og haldið hefur verið áfram á sömu braut, ákveðið var að framlengja ekki auðlegðarskatt og orkuskatt en um leið var virðisaukaskattur á mat og menningu hækkaður. Barnabætur og vaxtabætur hafa verið skertar, tillögur stjórnarandstöðunnar um að eldri borgarar og öryrkjar fengju kjarabætur við fjárlagagerð síðasta árs voru felldar. Þrengt hefur verið að aðgangi fullorðins fólks að menntakerfinu. Í ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir neinni raunverulegri uppbyggingu í framhaldsskólum og háskólum. Sama má segja um ýmsa innviði sem ekki hefur verið hlúð að sem skyldi en eru bráðnauðsynlegir bæði í samfélagslegu og efnahagslegu tilliti. Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er veruleiki eftir útboð á þremur nýjum heilsugæslustöðvum. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins tala fyrir einkarekstri vega og flugvalla. Um allan heim er almenningur að andmæla stefnu á borð við þá sem núverandi ríkisstjórn rekur því að hún ýtir undir auðsöfnun fárra á kostnað hinna mörgu. Hún ýtir undir það að gæði í almannaeigu færist á hendur fárra, hvort sem um er að ræða fiskinn í sjónum, heilbrigðisþjónustu eða vegakerfi. Hún ýtir undir aukinn ójöfnuð á tímum þar sem við eigum einmitt að vera að byggja upp fyrir heildina eftir kreppuna 2008. Kosningarnar fram undan munu snúast um þessa valkosti. Samfélög þar sem rekin eru öflug velferðarkerfi, þar sem hlúð er að viðkvæmustu hópum samfélagsins, þar sem stjórnvöld sinna því hlutverki sínu að beita skattkerfinu til að jafna tekjur fólks og þar sem almenningur tekur raunverulegan þátt í ákvarðanatöku eru þau samfélög sem vegnar best. Þannig samfélag viljum við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði taka þátt í að byggja saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Þing kemur saman að loknu sumarleyfi í dag. Staðfest hefur verið að margboðaðar haustkosningar verða haldnar 29. október næstkomandi og þá fær þjóðin tækifæri til að velja á ný þingmenn til verka. Þinghaldið fram undan mun að einhverju leyti mótast af þeim málum sem þær kosningar munu snúast um. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks forgangsraðaði frá fyrsta degi því að draga úr álögum á best stæðu hópa samfélagsins. Lækkun veiðigjalda á stórútgerðina var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar og haldið hefur verið áfram á sömu braut, ákveðið var að framlengja ekki auðlegðarskatt og orkuskatt en um leið var virðisaukaskattur á mat og menningu hækkaður. Barnabætur og vaxtabætur hafa verið skertar, tillögur stjórnarandstöðunnar um að eldri borgarar og öryrkjar fengju kjarabætur við fjárlagagerð síðasta árs voru felldar. Þrengt hefur verið að aðgangi fullorðins fólks að menntakerfinu. Í ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir neinni raunverulegri uppbyggingu í framhaldsskólum og háskólum. Sama má segja um ýmsa innviði sem ekki hefur verið hlúð að sem skyldi en eru bráðnauðsynlegir bæði í samfélagslegu og efnahagslegu tilliti. Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er veruleiki eftir útboð á þremur nýjum heilsugæslustöðvum. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins tala fyrir einkarekstri vega og flugvalla. Um allan heim er almenningur að andmæla stefnu á borð við þá sem núverandi ríkisstjórn rekur því að hún ýtir undir auðsöfnun fárra á kostnað hinna mörgu. Hún ýtir undir það að gæði í almannaeigu færist á hendur fárra, hvort sem um er að ræða fiskinn í sjónum, heilbrigðisþjónustu eða vegakerfi. Hún ýtir undir aukinn ójöfnuð á tímum þar sem við eigum einmitt að vera að byggja upp fyrir heildina eftir kreppuna 2008. Kosningarnar fram undan munu snúast um þessa valkosti. Samfélög þar sem rekin eru öflug velferðarkerfi, þar sem hlúð er að viðkvæmustu hópum samfélagsins, þar sem stjórnvöld sinna því hlutverki sínu að beita skattkerfinu til að jafna tekjur fólks og þar sem almenningur tekur raunverulegan þátt í ákvarðanatöku eru þau samfélög sem vegnar best. Þannig samfélag viljum við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði taka þátt í að byggja saman.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun