Byggjum upp saman Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Þing kemur saman að loknu sumarleyfi í dag. Staðfest hefur verið að margboðaðar haustkosningar verða haldnar 29. október næstkomandi og þá fær þjóðin tækifæri til að velja á ný þingmenn til verka. Þinghaldið fram undan mun að einhverju leyti mótast af þeim málum sem þær kosningar munu snúast um. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks forgangsraðaði frá fyrsta degi því að draga úr álögum á best stæðu hópa samfélagsins. Lækkun veiðigjalda á stórútgerðina var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar og haldið hefur verið áfram á sömu braut, ákveðið var að framlengja ekki auðlegðarskatt og orkuskatt en um leið var virðisaukaskattur á mat og menningu hækkaður. Barnabætur og vaxtabætur hafa verið skertar, tillögur stjórnarandstöðunnar um að eldri borgarar og öryrkjar fengju kjarabætur við fjárlagagerð síðasta árs voru felldar. Þrengt hefur verið að aðgangi fullorðins fólks að menntakerfinu. Í ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir neinni raunverulegri uppbyggingu í framhaldsskólum og háskólum. Sama má segja um ýmsa innviði sem ekki hefur verið hlúð að sem skyldi en eru bráðnauðsynlegir bæði í samfélagslegu og efnahagslegu tilliti. Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er veruleiki eftir útboð á þremur nýjum heilsugæslustöðvum. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins tala fyrir einkarekstri vega og flugvalla. Um allan heim er almenningur að andmæla stefnu á borð við þá sem núverandi ríkisstjórn rekur því að hún ýtir undir auðsöfnun fárra á kostnað hinna mörgu. Hún ýtir undir það að gæði í almannaeigu færist á hendur fárra, hvort sem um er að ræða fiskinn í sjónum, heilbrigðisþjónustu eða vegakerfi. Hún ýtir undir aukinn ójöfnuð á tímum þar sem við eigum einmitt að vera að byggja upp fyrir heildina eftir kreppuna 2008. Kosningarnar fram undan munu snúast um þessa valkosti. Samfélög þar sem rekin eru öflug velferðarkerfi, þar sem hlúð er að viðkvæmustu hópum samfélagsins, þar sem stjórnvöld sinna því hlutverki sínu að beita skattkerfinu til að jafna tekjur fólks og þar sem almenningur tekur raunverulegan þátt í ákvarðanatöku eru þau samfélög sem vegnar best. Þannig samfélag viljum við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði taka þátt í að byggja saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þing kemur saman að loknu sumarleyfi í dag. Staðfest hefur verið að margboðaðar haustkosningar verða haldnar 29. október næstkomandi og þá fær þjóðin tækifæri til að velja á ný þingmenn til verka. Þinghaldið fram undan mun að einhverju leyti mótast af þeim málum sem þær kosningar munu snúast um. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks forgangsraðaði frá fyrsta degi því að draga úr álögum á best stæðu hópa samfélagsins. Lækkun veiðigjalda á stórútgerðina var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar og haldið hefur verið áfram á sömu braut, ákveðið var að framlengja ekki auðlegðarskatt og orkuskatt en um leið var virðisaukaskattur á mat og menningu hækkaður. Barnabætur og vaxtabætur hafa verið skertar, tillögur stjórnarandstöðunnar um að eldri borgarar og öryrkjar fengju kjarabætur við fjárlagagerð síðasta árs voru felldar. Þrengt hefur verið að aðgangi fullorðins fólks að menntakerfinu. Í ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir neinni raunverulegri uppbyggingu í framhaldsskólum og háskólum. Sama má segja um ýmsa innviði sem ekki hefur verið hlúð að sem skyldi en eru bráðnauðsynlegir bæði í samfélagslegu og efnahagslegu tilliti. Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er veruleiki eftir útboð á þremur nýjum heilsugæslustöðvum. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins tala fyrir einkarekstri vega og flugvalla. Um allan heim er almenningur að andmæla stefnu á borð við þá sem núverandi ríkisstjórn rekur því að hún ýtir undir auðsöfnun fárra á kostnað hinna mörgu. Hún ýtir undir það að gæði í almannaeigu færist á hendur fárra, hvort sem um er að ræða fiskinn í sjónum, heilbrigðisþjónustu eða vegakerfi. Hún ýtir undir aukinn ójöfnuð á tímum þar sem við eigum einmitt að vera að byggja upp fyrir heildina eftir kreppuna 2008. Kosningarnar fram undan munu snúast um þessa valkosti. Samfélög þar sem rekin eru öflug velferðarkerfi, þar sem hlúð er að viðkvæmustu hópum samfélagsins, þar sem stjórnvöld sinna því hlutverki sínu að beita skattkerfinu til að jafna tekjur fólks og þar sem almenningur tekur raunverulegan þátt í ákvarðanatöku eru þau samfélög sem vegnar best. Þannig samfélag viljum við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði taka þátt í að byggja saman.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar