Eygló Ósk: Mjög erfitt en líka ótrúlega gaman Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 13. ágúst 2016 01:43 Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið í nótt. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir varð áttunda í 200 metra baksundi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta er næstbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög erfitt sund en þetta var líka ótrúlega gaman. Það er ekki hægt að lýsa því að vera partur af úrslitum á Ólympíuleikum. Þetta gerir mig hungraða í meira," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið. „Sundið gekk ágætlega til að byrja með en ég fann það þegar það voru 50 metrar eftir að ég var mjög þreytt. Ég var eiginlega að ströggla að komast í bakkann en svona er það þegar maður syndir þetta þrisvar," sagði Eygló. „Ég skildi ekkert eftir í lauginni og ég kom í bakkann dauðþreytt. Ég veit það að ég gaf allt mitt í þetta og það er ekki dropi af orku eftir," sagði Eygló sem þurfti að hafa virkilega fyrir því að standa í viðtalsherberginu. Hún gaf allt í þetta úrslitasund. „Það er eiginlega bara vont að standa hérna," sagði Eygló Ósk hlæjandi. „Ég hef eiginlega engin orð yfir þetta. Þetta eru búnir að vera svo æðislegir leikar og þetta er búið að vera svo frábært. Þegar draumar manns loksins rætast og þetta kemur allt saman. Þetta er ástæðan fyrir því að maður æfir sund og ástæðan fyrir því að ég fer á æfingar á hverjum degi og legg allt mitt í æfingarnar," sagði Eygló Ósk. „Það er fyrir þetta augnablik. Þetta var svo gaman," sagði Eygló. Kom henni á óvart að hin bandaríska Maya DiRado hafi tekið gullið á undan Katinku Hosszú frá Ungverjalandi? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kom í bakkann og sá að hún hefði unnið. Ég hélt fyrir sundið að Katinka Hosszú væri pottþétt að fara að vinna," sagðu Eygló. „Ég hélt að það yrði engin keppni þannig að þetta er glæsilegt fyrir hana. Ég held meira að segja að hún sé að fara að hætta eftir þessa Ólympíuleika og því glæsilegt fyrir hana að enda þetta svona," sagði Eygló. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00 Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð áttunda í 200 metra baksundi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta er næstbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög erfitt sund en þetta var líka ótrúlega gaman. Það er ekki hægt að lýsa því að vera partur af úrslitum á Ólympíuleikum. Þetta gerir mig hungraða í meira," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið. „Sundið gekk ágætlega til að byrja með en ég fann það þegar það voru 50 metrar eftir að ég var mjög þreytt. Ég var eiginlega að ströggla að komast í bakkann en svona er það þegar maður syndir þetta þrisvar," sagði Eygló. „Ég skildi ekkert eftir í lauginni og ég kom í bakkann dauðþreytt. Ég veit það að ég gaf allt mitt í þetta og það er ekki dropi af orku eftir," sagði Eygló sem þurfti að hafa virkilega fyrir því að standa í viðtalsherberginu. Hún gaf allt í þetta úrslitasund. „Það er eiginlega bara vont að standa hérna," sagði Eygló Ósk hlæjandi. „Ég hef eiginlega engin orð yfir þetta. Þetta eru búnir að vera svo æðislegir leikar og þetta er búið að vera svo frábært. Þegar draumar manns loksins rætast og þetta kemur allt saman. Þetta er ástæðan fyrir því að maður æfir sund og ástæðan fyrir því að ég fer á æfingar á hverjum degi og legg allt mitt í æfingarnar," sagði Eygló Ósk. „Það er fyrir þetta augnablik. Þetta var svo gaman," sagði Eygló. Kom henni á óvart að hin bandaríska Maya DiRado hafi tekið gullið á undan Katinku Hosszú frá Ungverjalandi? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kom í bakkann og sá að hún hefði unnið. Ég hélt fyrir sundið að Katinka Hosszú væri pottþétt að fara að vinna," sagðu Eygló. „Ég hélt að það yrði engin keppni þannig að þetta er glæsilegt fyrir hana. Ég held meira að segja að hún sé að fara að hætta eftir þessa Ólympíuleika og því glæsilegt fyrir hana að enda þetta svona," sagði Eygló.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00 Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjá meira
Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00
Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10
Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26
Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45
Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30