Þormóður: Super Bowl júdómanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður í Ríó. vísir/anton Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. Þormóður Árni Jónsson hefur þurft að bíða í meira en viku í Ólympíuþorpinu eftir því að fara að keppa og það er óhætt að segja að hann sé farinn að hungra í átök. „Ég er búinn að bíða alveg nógu lengi og er farið að klæja í puttana að fá að slást. Þannig á það að vera. Þetta er bara flott,“ segir Þormóður. „Ég er mjög vel stemmdur og við erum búnir að liggja yfir þessu í vikunni. Það er allt eins og best verður á kosið. Það fer mjög vel um mig hérna í þorpinu og það gekk mjög vel að jafna sig á ferðlaginu. Nú er bara að taka á því,“ segir Þormóður. Þormóður mætir Pólverjanum Maciej Sarnacki í fyrstu glímu. „Hann er settur svona um miðbik af þeim keppendum sem eru hér. Það er ágætt því það eru allir sterkir hérna. Hann er kannski tveimur sentimetrum hærri en ég en ég held að ég hafi vinninginn í kílóunum. Ég hef þyngst svolítið upp á síðkastið,“ segir Þormóður sem vildi þyngja sig til að eiga meira í þessa stóru stráka sem hann er að keppa við. „Þetta er búið að vera jafnt og þétt síðustu tvö ár. Ég er búinn að vera að bæta aðeins meira í lappirnar og svona. Ég hef verið að styrkja fæturna og mér finnst það hafa hjálpað bæði í því að verjast og sækja, að hafa meiri styrk í fótunum,“ segir Þormóður og hann er jafn spenntur og áður fyrir því að keppa á Ólympíuleikunum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Þetta er úrslitakeppnin og Super Bowl fyrir júdómenn. Það eru allir mættir hingað til að reyna að toppa og það er ekkert móment stærra en að verða Ólympíumeistari í júdó. Ég veit ekki hvernig það er í öðrum íþróttum en hjá okkur er það alveg toppurinn,“ segir Þormóður. Þormóður er búinn að skoða Pólverjann vel ásamt þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. Þeir þekkja því hans bestu brögð. „Ég veit að hann snýr hægri hliðinni að mér og það verður barátta um að reyna að ná innri stöðunni. Ég er með vinstri innar og hann er með hægri innar. Sá sem nær því er yfirleitt hættulegri. Það er yfirleitt erfiðara en það sýnist að ná því,“ segir Þormóður um mótherjann en bætir svo við: „Hann er örugglega búinn að liggja yfir mínum brögðum líka.“ Eitt er öruggt, að það eru mikil átök fram undan. „Í þungavigtinni virðist stundum vera lítið að gerast en þetta er algjörlega stál í stál. Þetta verður örugglega mikil barátta um tökin og stöður. Þetta kemur til með að vinnast þar,“ segir Þormóður, en hvað með möguleikana? „Á pappírunum er þessi lakari en sá sem ég keppti við síðast en hann er sennilega sterkari en sá sem ég keppti við í annarri lotu 2008. Hann er mjög öflugur. Ég var hársbreidd frá því að vinna þá glímu og ég hef glímt við hann og hef kastað þessum manni. Ég hef tekið á honum en það eru fjögur til fimm ár síðan. Það getur margt breyst á þeim tíma og reglurnar voru meira að segja aðeins öðruvísi,“ segir Þormóður. Fram undan er uppskera af tveggja ára vinnu hans. „Ég ætla að mæta tilbúinn til leiks og gefa ekkert eftir. Þetta verður vonandi langur dagur hjá mér. Ég er búinn að undirbúa mig í tvö ár og vonandi verður þetta eftirminnilegt og eins og best verður á kosið,“ sagði Þormóður að lokum. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. Þormóður Árni Jónsson hefur þurft að bíða í meira en viku í Ólympíuþorpinu eftir því að fara að keppa og það er óhætt að segja að hann sé farinn að hungra í átök. „Ég er búinn að bíða alveg nógu lengi og er farið að klæja í puttana að fá að slást. Þannig á það að vera. Þetta er bara flott,“ segir Þormóður. „Ég er mjög vel stemmdur og við erum búnir að liggja yfir þessu í vikunni. Það er allt eins og best verður á kosið. Það fer mjög vel um mig hérna í þorpinu og það gekk mjög vel að jafna sig á ferðlaginu. Nú er bara að taka á því,“ segir Þormóður. Þormóður mætir Pólverjanum Maciej Sarnacki í fyrstu glímu. „Hann er settur svona um miðbik af þeim keppendum sem eru hér. Það er ágætt því það eru allir sterkir hérna. Hann er kannski tveimur sentimetrum hærri en ég en ég held að ég hafi vinninginn í kílóunum. Ég hef þyngst svolítið upp á síðkastið,“ segir Þormóður sem vildi þyngja sig til að eiga meira í þessa stóru stráka sem hann er að keppa við. „Þetta er búið að vera jafnt og þétt síðustu tvö ár. Ég er búinn að vera að bæta aðeins meira í lappirnar og svona. Ég hef verið að styrkja fæturna og mér finnst það hafa hjálpað bæði í því að verjast og sækja, að hafa meiri styrk í fótunum,“ segir Þormóður og hann er jafn spenntur og áður fyrir því að keppa á Ólympíuleikunum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Þetta er úrslitakeppnin og Super Bowl fyrir júdómenn. Það eru allir mættir hingað til að reyna að toppa og það er ekkert móment stærra en að verða Ólympíumeistari í júdó. Ég veit ekki hvernig það er í öðrum íþróttum en hjá okkur er það alveg toppurinn,“ segir Þormóður. Þormóður er búinn að skoða Pólverjann vel ásamt þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. Þeir þekkja því hans bestu brögð. „Ég veit að hann snýr hægri hliðinni að mér og það verður barátta um að reyna að ná innri stöðunni. Ég er með vinstri innar og hann er með hægri innar. Sá sem nær því er yfirleitt hættulegri. Það er yfirleitt erfiðara en það sýnist að ná því,“ segir Þormóður um mótherjann en bætir svo við: „Hann er örugglega búinn að liggja yfir mínum brögðum líka.“ Eitt er öruggt, að það eru mikil átök fram undan. „Í þungavigtinni virðist stundum vera lítið að gerast en þetta er algjörlega stál í stál. Þetta verður örugglega mikil barátta um tökin og stöður. Þetta kemur til með að vinnast þar,“ segir Þormóður, en hvað með möguleikana? „Á pappírunum er þessi lakari en sá sem ég keppti við síðast en hann er sennilega sterkari en sá sem ég keppti við í annarri lotu 2008. Hann er mjög öflugur. Ég var hársbreidd frá því að vinna þá glímu og ég hef glímt við hann og hef kastað þessum manni. Ég hef tekið á honum en það eru fjögur til fimm ár síðan. Það getur margt breyst á þeim tíma og reglurnar voru meira að segja aðeins öðruvísi,“ segir Þormóður. Fram undan er uppskera af tveggja ára vinnu hans. „Ég ætla að mæta tilbúinn til leiks og gefa ekkert eftir. Þetta verður vonandi langur dagur hjá mér. Ég er búinn að undirbúa mig í tvö ár og vonandi verður þetta eftirminnilegt og eins og best verður á kosið,“ sagði Þormóður að lokum.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum