Bakábyrgð vegna LSR verður þungt högg árið 2030 Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. ágúst 2016 19:08 Ríkissjóður mun verða fyrir þungu höggi árið 2030 þegar sjóður B-deildar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) tæmist og ríkissjóður þarf að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða króna árlegum greiðslum. Fjárlaganefnd Alþingis vill hefja innborganir sem fyrst. Þá vill nefndin hraða hækkun eftirlaunaaldurs úr 67 árum í 70 ár. Í áætlun um fjármál ríkisins fyrir árin 2017-2021 eru áform um að hefja að nýju innborganir til LSR en það hefur ekki verið gert síðan fyrir bankhrunið. Innborganirnar eru bráðnauðsynlegar vegna skuldbindinga B-deildar sjóðsins sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir en lögbundin iðgjöld duga engan veginn fyrir skuldbindingum deildarinnar. Í árslok 2015 námu áfallnar skuldbindingar í heild 756 milljörðum króna en á móti vega sérstakar innborganir ríkissjóðs og vextir af þeim sem nema 247 milljörðum króna. Nettó ógreiddar skuldbindingar nema því 509 milljörðum króna. Í óbirtu áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um áætlun í ríkisfjármálum kemur fram sú afstaða meirihlutans að í næsta fjárlagafrumvarpi verði að finna greinargott yfirlit um stöðu þessara mála. Síðan segir: „Nýta þarf jákvæða stöðu ríkisfjármála til þess að auka innborganir vegna B-deildarinnar þannig að þær verði a.m.k. 10 milljarðar kr. árlega. Það er nauðsynlegt til þess að draga úr því höggi sem ríkissjóður verður fyrir árið 2030 þegar sjóður deildarinnar tæmist og ríkissjóður þarf þá að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða kr. árlegum greiðslum vegna bakábyrgðar til að byrja með, til viðbótar öðrum 13 milljörðum kr. vegna lífeyrishækkana eftirlaunaþega.“Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.„Þetta eru áunnin réttindi sem eru stjórnarskrárbundin og eign sjóðfélaga. Þannig að við komumst ekkert hjá því að greiða þessar skuldbindingar. Það er ekkert annað að gera en að gera langtímaáætlun um hvernig eigi að greiða þetta niður. Því ef við bíðum til 2030 þá verður þetta ansi mikið högg,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum verður almennur eftirlaunaaldur hækkaður úr 67 árum upp í 70 ár, en gert er ráð fyrir að samtals líði 24 ár áður en hækkunin tekur gildi að fullu. Meirihluti fjárlaganefndar telur að þetta sé alltof langur tími og full ástæða sé til að ná þessari óhjákvæmilegu og nauðsynlegu breytingu á mun skemmri tíma. „Ég held að 15 ár sé ágætis aðlögunartími. Svo það sé tekið fram þá hefur þetta ekki áhrif á það fólk sem er komið á lífeyri eða er að fara á lífeyri. Þetta snýr frekar að kynslóðinni minni. Þjóðfélagið okkar er að breytast. Fólk lifir miklu lengur. Þeim sem eru 67 ára og eldri mun fjölga um helming á næstu árum. Þessi lífeyrisaldur sem við erum með núna var ekki fundinn upp á síðustu öld heldur þarsíðustu öld. Sem betur fer lifir fólk lengur og getur starfað lengur og við eigum að láta fyrirkomulagið taka mið af því,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Ríkissjóður mun verða fyrir þungu höggi árið 2030 þegar sjóður B-deildar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) tæmist og ríkissjóður þarf að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða króna árlegum greiðslum. Fjárlaganefnd Alþingis vill hefja innborganir sem fyrst. Þá vill nefndin hraða hækkun eftirlaunaaldurs úr 67 árum í 70 ár. Í áætlun um fjármál ríkisins fyrir árin 2017-2021 eru áform um að hefja að nýju innborganir til LSR en það hefur ekki verið gert síðan fyrir bankhrunið. Innborganirnar eru bráðnauðsynlegar vegna skuldbindinga B-deildar sjóðsins sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir en lögbundin iðgjöld duga engan veginn fyrir skuldbindingum deildarinnar. Í árslok 2015 námu áfallnar skuldbindingar í heild 756 milljörðum króna en á móti vega sérstakar innborganir ríkissjóðs og vextir af þeim sem nema 247 milljörðum króna. Nettó ógreiddar skuldbindingar nema því 509 milljörðum króna. Í óbirtu áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um áætlun í ríkisfjármálum kemur fram sú afstaða meirihlutans að í næsta fjárlagafrumvarpi verði að finna greinargott yfirlit um stöðu þessara mála. Síðan segir: „Nýta þarf jákvæða stöðu ríkisfjármála til þess að auka innborganir vegna B-deildarinnar þannig að þær verði a.m.k. 10 milljarðar kr. árlega. Það er nauðsynlegt til þess að draga úr því höggi sem ríkissjóður verður fyrir árið 2030 þegar sjóður deildarinnar tæmist og ríkissjóður þarf þá að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða kr. árlegum greiðslum vegna bakábyrgðar til að byrja með, til viðbótar öðrum 13 milljörðum kr. vegna lífeyrishækkana eftirlaunaþega.“Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.„Þetta eru áunnin réttindi sem eru stjórnarskrárbundin og eign sjóðfélaga. Þannig að við komumst ekkert hjá því að greiða þessar skuldbindingar. Það er ekkert annað að gera en að gera langtímaáætlun um hvernig eigi að greiða þetta niður. Því ef við bíðum til 2030 þá verður þetta ansi mikið högg,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum verður almennur eftirlaunaaldur hækkaður úr 67 árum upp í 70 ár, en gert er ráð fyrir að samtals líði 24 ár áður en hækkunin tekur gildi að fullu. Meirihluti fjárlaganefndar telur að þetta sé alltof langur tími og full ástæða sé til að ná þessari óhjákvæmilegu og nauðsynlegu breytingu á mun skemmri tíma. „Ég held að 15 ár sé ágætis aðlögunartími. Svo það sé tekið fram þá hefur þetta ekki áhrif á það fólk sem er komið á lífeyri eða er að fara á lífeyri. Þetta snýr frekar að kynslóðinni minni. Þjóðfélagið okkar er að breytast. Fólk lifir miklu lengur. Þeim sem eru 67 ára og eldri mun fjölga um helming á næstu árum. Þessi lífeyrisaldur sem við erum með núna var ekki fundinn upp á síðustu öld heldur þarsíðustu öld. Sem betur fer lifir fólk lengur og getur starfað lengur og við eigum að láta fyrirkomulagið taka mið af því,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira