Lífið

Vic Mensa hitar upp fyrir Bieber í Kórnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vic Mensa.
Vic Mensa.
Vic Mensa hitar upp fyrir Justin Bieber í Kórnum 8. og 9. September. 23 ára rappari frá Chicago gerir ferð til Íslands til að hita upp tæplega 40 þúsund gesti sem verða í Kórnum á báðum tónleikunm.

Aðeins 21 árs að aldri náði Vic Mensa að sanna sig í Chicago, bæði var hann meðstofnandi í SAVEMONEY hópnum sem gaf út tvö mixtape á tveimur árum og nú hefur hann skrifað undir samning hjá hinu virta alhliða tónlistarfélagi, Roc Nation.

Vic lauk árinu með því að hita upp fyrir J. Cole og Wale á túr þeirra og síðar Danny Brown á hans Evróputúr. Hann gaf út lagið Down on My Luck í upphafi árs 2014 og er það hans vinsælasti smellur til þessa.

Hann hefur ekki setið auðum höndum síðan og hefur meðal annars komið fram á plötu Kanye West, Life of Pablo, í laginu Wolves með Siu, og á Skin, nýju breiðskífu ástralska raftónlistarmannsins Flume.

Vic Mensa hefur einnig spilað á hátíðum á borð við Wireless Festival, Coachella og The Governess Ball sem og í vinsælum þáttum á borð við Saturday Night Live. Nýja platan hans, There's A Lot Going On, leit svo dagsins ljós í júní og hefur hlotið góðar viðtökur.

Áður var búið að tilkynna að Sturla Atlas hiti upp fyrir Justin Bieber þannig að um tvö upphitunaratriði verður að ræða á þessum stærsta tónlistarviðburði Íslandssögunnar. Nú er dagskráin fullskipuð og óhætt að byrja telja niður dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×