Hvernig innleiðum við nýja stjórnarskrá á Íslandi? Heimir Örn Hólmarsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Eitt af stefnumálum Pírata, sem ég er innilega sammála, er innleiðing nýrrar stjórnarskrár enda kominn tími til að bráðabirgða stjórnarskráin sem innleidd var árið 1944 verði endurnýjuð. Slík framkvæmd í þjóðfélagi okkar gæti orðið mikið hitamál. Sumir andstæðingar segja að þetta sé ekki hægt og aðrir sem eru fylgjandi málinu segja að þetta sé ekkert mál og að eftir setningu næsta þings yrði ný stjórnarskrá samþykkt, síðan yrði þing rofið og kosið til þess næsta.Hvernig tökum við tillit til þessara andstæðu póla og innleiðum nýja stjórnarskrá í stjórnkerfi íslensks samfélags á faglegan máta? Ég hef starfað í fluggeiranum í rúm 10 ár og hef kynnst því tæknilega og lagalega flókna umhverfi sem er í kringum hann. Ég get ímyndað mér að hægt sé yfirfæra þá reynslu sem ég hef öðlast þar yfir í landslögin og íslenskt stjórnsýsluumhverfi því ég sé mikil líkindi með þessum tveimur heimum. Í flugheiminum er mikið verið að breyta lögum og stöðugt verið aðlaga flugumhverfið að tækniþróun samtímans. Við lagasetningu er oft gefinn ákveðinn aðlögunartími fyrir flugfélög, flugvelli, flugumferðarstjórn og fleiri hagsmunaaðila. Þessi aðlögunartími getur verið stuttur og svo alveg upp í mörg ár. Mögulega þurfa að vera sambærileg vinnubrögð við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi eins og þekkist við innleiðingu löggjafar í fluggeiranum. Mögulega þarf að vera einhvers konar aðlögunartími fyrir ríkisstofnanir, atvinnulífið og samfélagið í heild við innleiðingu á stjórnarskránni. Þrátt fyrir að það sé ekki augljóst að innleiðing á nýrri stjórnarskrá geti haft miklar breytingar á ferli og kerfi samfélagsins þá tel ég það vera skyldu stjórnvalda, sama hverjir eru í stjórn, að gera svona víðtækar breytingar á sem skynsamlegastan hátt heildinni í hag. Það sem þarf að gera við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár er að meta þá áhættuþætti sem geta komið upp við innleiðingu hennar og bregðast við ef á þarf að halda. Til dæmis gæti þurft að breyta mörgum tölvukerfum í landinu, án þess að ég viti það í dag, eða að það þyrfti að búa til regluverk utan um framkvæmd ákveðinna mála sem eru frekar almenn í nýju stjórnarskránni. Að mínu mati þarf að fara yfir hvern kafla nýju stjórnarskrárinnar og gera þær greiningar sem þekkjast í almennum stjórnunarfræðum í dag. Að vinna þessa vinnu getur tekið tíma en yrði aldrei lengur en eitt kjörtímabil. Ég myndi telja að stofna yrði sérstakan vinnuhóp fyrir þessa vinnu og að opið og gagnsætt umsóknarferli færi af stað við að ráða fólk í þennan hóp. Hópurinn hefði tiltekinn tíma og markmið fyrir hvern kafla fyrir sig og heildartími yfirferðarinnar væri skilgreindur. Vinnuhópurinn myndi skila af sér viðbragðsáætlun eftir hvern kafla sem hægt væri að vinna úr um leið og hópurinn skilaði áætluninni af sér. Eftir þessa yfirferð yrði alveg ljóst hvað þyrfti að gera til að innleiða þessa nýju stjórnarskrá og vonandi þyrfti að breyta sem minnstu í þjóðfélaginu. Eigum við ekki að gera þetta skynsamlega? Verum vel undirbúin ef þörf krefur í stað þess að gera hlutina ómarkvissa í upphafi og þurfa svo að bregðast við eftir á. Innleiðum nýja stjórnarskrá á vel skipulagðan og ígrundaðan hátt til að sem flestir geti verið sáttir við nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Píratar standa fyrir gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir en það eru einmitt þau gildi sem ég hef tileinkað mér á vinnumarkaði. Verklagið sem hér hefur verið útlistað er lýsandi dæmi fyrir starfsaðferðir mínar og mun ég viðhalda þeim í starfi þingmanns Pírata, fái ég umboð Pírata til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Eitt af stefnumálum Pírata, sem ég er innilega sammála, er innleiðing nýrrar stjórnarskrár enda kominn tími til að bráðabirgða stjórnarskráin sem innleidd var árið 1944 verði endurnýjuð. Slík framkvæmd í þjóðfélagi okkar gæti orðið mikið hitamál. Sumir andstæðingar segja að þetta sé ekki hægt og aðrir sem eru fylgjandi málinu segja að þetta sé ekkert mál og að eftir setningu næsta þings yrði ný stjórnarskrá samþykkt, síðan yrði þing rofið og kosið til þess næsta.Hvernig tökum við tillit til þessara andstæðu póla og innleiðum nýja stjórnarskrá í stjórnkerfi íslensks samfélags á faglegan máta? Ég hef starfað í fluggeiranum í rúm 10 ár og hef kynnst því tæknilega og lagalega flókna umhverfi sem er í kringum hann. Ég get ímyndað mér að hægt sé yfirfæra þá reynslu sem ég hef öðlast þar yfir í landslögin og íslenskt stjórnsýsluumhverfi því ég sé mikil líkindi með þessum tveimur heimum. Í flugheiminum er mikið verið að breyta lögum og stöðugt verið aðlaga flugumhverfið að tækniþróun samtímans. Við lagasetningu er oft gefinn ákveðinn aðlögunartími fyrir flugfélög, flugvelli, flugumferðarstjórn og fleiri hagsmunaaðila. Þessi aðlögunartími getur verið stuttur og svo alveg upp í mörg ár. Mögulega þurfa að vera sambærileg vinnubrögð við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi eins og þekkist við innleiðingu löggjafar í fluggeiranum. Mögulega þarf að vera einhvers konar aðlögunartími fyrir ríkisstofnanir, atvinnulífið og samfélagið í heild við innleiðingu á stjórnarskránni. Þrátt fyrir að það sé ekki augljóst að innleiðing á nýrri stjórnarskrá geti haft miklar breytingar á ferli og kerfi samfélagsins þá tel ég það vera skyldu stjórnvalda, sama hverjir eru í stjórn, að gera svona víðtækar breytingar á sem skynsamlegastan hátt heildinni í hag. Það sem þarf að gera við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár er að meta þá áhættuþætti sem geta komið upp við innleiðingu hennar og bregðast við ef á þarf að halda. Til dæmis gæti þurft að breyta mörgum tölvukerfum í landinu, án þess að ég viti það í dag, eða að það þyrfti að búa til regluverk utan um framkvæmd ákveðinna mála sem eru frekar almenn í nýju stjórnarskránni. Að mínu mati þarf að fara yfir hvern kafla nýju stjórnarskrárinnar og gera þær greiningar sem þekkjast í almennum stjórnunarfræðum í dag. Að vinna þessa vinnu getur tekið tíma en yrði aldrei lengur en eitt kjörtímabil. Ég myndi telja að stofna yrði sérstakan vinnuhóp fyrir þessa vinnu og að opið og gagnsætt umsóknarferli færi af stað við að ráða fólk í þennan hóp. Hópurinn hefði tiltekinn tíma og markmið fyrir hvern kafla fyrir sig og heildartími yfirferðarinnar væri skilgreindur. Vinnuhópurinn myndi skila af sér viðbragðsáætlun eftir hvern kafla sem hægt væri að vinna úr um leið og hópurinn skilaði áætluninni af sér. Eftir þessa yfirferð yrði alveg ljóst hvað þyrfti að gera til að innleiða þessa nýju stjórnarskrá og vonandi þyrfti að breyta sem minnstu í þjóðfélaginu. Eigum við ekki að gera þetta skynsamlega? Verum vel undirbúin ef þörf krefur í stað þess að gera hlutina ómarkvissa í upphafi og þurfa svo að bregðast við eftir á. Innleiðum nýja stjórnarskrá á vel skipulagðan og ígrundaðan hátt til að sem flestir geti verið sáttir við nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Píratar standa fyrir gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir en það eru einmitt þau gildi sem ég hef tileinkað mér á vinnumarkaði. Verklagið sem hér hefur verið útlistað er lýsandi dæmi fyrir starfsaðferðir mínar og mun ég viðhalda þeim í starfi þingmanns Pírata, fái ég umboð Pírata til þess.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun