Mint Solutions fær 650 milljón króna fjárfestingu Sæunn Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2016 14:28 MedEye lyfjaöryggiskerfið í notkun. Mynd/Mint Solutions Íslensk-hollenska hátæknifyrirtækið Mint Solutions hefur tilkynnt um 650 milljón króna fjárfestingu sem gerir fyrirtækinu kleift að hraða markaðssetningu og innleiðingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fjármagnið kemur frá hópi fjárfesta undir forystu BOM Capital í Hollandi og tveggja núverandi hluthafa, LSP og Seventure Partners, ásamt Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og íslenskum einkafjárfestum. Mint Solutions var stofnað á Íslandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að þróun lyfjaöryggiskerfisins MedEye. Kerfið stórbætir lyfjaöryggi á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum með því að gerahjúkrunarfræðingum kleift að skanna öll lyf sjúklinga, rétt áður en þau eru gefin. Þannig er tryggt að lyfjagjöf sé í samræmi við lyfseðil og fyrirmæli lækna.Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions.Mynd/Mint Solutions„MedEye sér til þess sjúklingarnir fái rétt lyf, í réttu magni á réttum tíma og kemur því í veg fyrir lyfjamistök,” segir Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions í tilkynningu. „Fjárfestingin gerir okkur kleift að efla þróun MedEye enn frekar og svara aukinni eftirspurn frá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Hollandi og víðar í Evrópu. MedEye kemur í stað mun flóknari og dýrari lausna, t.d. strikamerkinga á hverjum lyfjaskammti fyrir sig, og við getum því gjörbylt þeim markaði sem við erum á.“Öll þróunarvinna fer fram á Íslandi. Fyrirtækið er nú með 18 starfsmenn, níu hér á landi og níu í Hollandi, sem er stærsti markaður þess. Með fjárfestingunnistefnir Mint Solutions á frekari landvinninga á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. í Belgíu, Bretlandi ogBandaríkjunum. Nýsköpunar-sjóður atvinnulífsinsfjárfesti í félaginu árið 2011 og og hefur fylgt fjárfestingunni eftir síðan þá.„Við höfðum strax trú á þessari vöru og sáum tækifæri til þess að leysa viðamikið vandamál á sviði heilbrigðistækni. Þróun MedEye hefur gengið vel og Mint Solutions hefur nú fengið einkaleyfi fyrir tækninni og hafið markaðssetningu í Hollandi. Við fögnum þessari nýju fjárfestingu þar sem hún mun gera Mint Solutions og MedEye kleift að ná fótfestu á heimsvísu,“ segir Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.Aðrir helstu hluthafar í Mint Solutions eru LSP, Seventure Partners og BOM Capital, ásamt minni einkafjárfestum, stofnendum og starfsfólki.Tækniþróunarsjóður lagði einnig til styrki við fyrirtækið þegar þróun MedEye hófst.MedEye er komið í notkun á fjórum hollenskum sjúkrahúsum og verið er að innleiða kerfið á þremur til viðbótar. Að sögn Gauta Þórs hefur MedEye nú þegar sannað gildi sitt og komið í veg fyrir fjölda lyfjamistaka.„Sem dæmi hefur Deventer sjúkrahúsið í Hollandi verið með MedEye í notkun síðan í ágúst á síðasta ári og kerfið er nú notað við öll 250 sjúkrarúm spítalans. Á þessum tíma höfum við komið í veg fyrir yfir þúsund rangar lyfjagjafir.“Viðræður standa nú yfir við mörg stærstu sjúkrahús Hollands, þar á meðal háskólasjúkrahús. Gauti segir því von á fleiri góðum fréttum af fyrirtækinu.„Eftirspurnin eftir MedEye hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Sjúkrahúsin eru að átta sig á því að MedEye er mun ódýrari og öruggari kostur í samanburði við keppinauta okkar.“ Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira
Íslensk-hollenska hátæknifyrirtækið Mint Solutions hefur tilkynnt um 650 milljón króna fjárfestingu sem gerir fyrirtækinu kleift að hraða markaðssetningu og innleiðingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fjármagnið kemur frá hópi fjárfesta undir forystu BOM Capital í Hollandi og tveggja núverandi hluthafa, LSP og Seventure Partners, ásamt Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og íslenskum einkafjárfestum. Mint Solutions var stofnað á Íslandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að þróun lyfjaöryggiskerfisins MedEye. Kerfið stórbætir lyfjaöryggi á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum með því að gerahjúkrunarfræðingum kleift að skanna öll lyf sjúklinga, rétt áður en þau eru gefin. Þannig er tryggt að lyfjagjöf sé í samræmi við lyfseðil og fyrirmæli lækna.Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions.Mynd/Mint Solutions„MedEye sér til þess sjúklingarnir fái rétt lyf, í réttu magni á réttum tíma og kemur því í veg fyrir lyfjamistök,” segir Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions í tilkynningu. „Fjárfestingin gerir okkur kleift að efla þróun MedEye enn frekar og svara aukinni eftirspurn frá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Hollandi og víðar í Evrópu. MedEye kemur í stað mun flóknari og dýrari lausna, t.d. strikamerkinga á hverjum lyfjaskammti fyrir sig, og við getum því gjörbylt þeim markaði sem við erum á.“Öll þróunarvinna fer fram á Íslandi. Fyrirtækið er nú með 18 starfsmenn, níu hér á landi og níu í Hollandi, sem er stærsti markaður þess. Með fjárfestingunnistefnir Mint Solutions á frekari landvinninga á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. í Belgíu, Bretlandi ogBandaríkjunum. Nýsköpunar-sjóður atvinnulífsinsfjárfesti í félaginu árið 2011 og og hefur fylgt fjárfestingunni eftir síðan þá.„Við höfðum strax trú á þessari vöru og sáum tækifæri til þess að leysa viðamikið vandamál á sviði heilbrigðistækni. Þróun MedEye hefur gengið vel og Mint Solutions hefur nú fengið einkaleyfi fyrir tækninni og hafið markaðssetningu í Hollandi. Við fögnum þessari nýju fjárfestingu þar sem hún mun gera Mint Solutions og MedEye kleift að ná fótfestu á heimsvísu,“ segir Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.Aðrir helstu hluthafar í Mint Solutions eru LSP, Seventure Partners og BOM Capital, ásamt minni einkafjárfestum, stofnendum og starfsfólki.Tækniþróunarsjóður lagði einnig til styrki við fyrirtækið þegar þróun MedEye hófst.MedEye er komið í notkun á fjórum hollenskum sjúkrahúsum og verið er að innleiða kerfið á þremur til viðbótar. Að sögn Gauta Þórs hefur MedEye nú þegar sannað gildi sitt og komið í veg fyrir fjölda lyfjamistaka.„Sem dæmi hefur Deventer sjúkrahúsið í Hollandi verið með MedEye í notkun síðan í ágúst á síðasta ári og kerfið er nú notað við öll 250 sjúkrarúm spítalans. Á þessum tíma höfum við komið í veg fyrir yfir þúsund rangar lyfjagjafir.“Viðræður standa nú yfir við mörg stærstu sjúkrahús Hollands, þar á meðal háskólasjúkrahús. Gauti segir því von á fleiri góðum fréttum af fyrirtækinu.„Eftirspurnin eftir MedEye hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Sjúkrahúsin eru að átta sig á því að MedEye er mun ódýrari og öruggari kostur í samanburði við keppinauta okkar.“
Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira