Sandkassasiðferði Ívar Halldórsson skrifar 29. ágúst 2016 08:00 Þjóðin bíður nú eflaust eftir næstu uppfærslu „Nýrasistalistans“ sem Sandkassinn birtir með einkennilegri reisn. Mannorð hvers skyldu þeir ákveða að sverta næst? Kannski einhvers sem ég þekki. Opinberar aftökur í fjölmiðlum – og sumum virðist því miður skemmt. Að kalla fólk útlendingahatara og nýrasista opinberlega í fjölmiðlum fylgir gríðarleg siðferðisleg ábyrgð. Ef ekki er hægt að fylgja slíkum fullyrðingum eftir með óvéfengjanlegum sönnunum sem fólk getur almennt fallist þokulaust á, er sá sem tekur sér slík stór orð í munn, fallinn í sömu gryfju og hann gróf öðrum. Engin persóna getur með réttu skipað sjálfa eins manns ákæruvald, kviðdóm og dómara yfir annari persónu vegna einhverra meintra brota. Slíkur yfirgangur hefur jafnan verið litinn hornauga í siðmenntuðu samfélagi eins og okkar til þessa. Sandkassinn, undir stjórn Gunnars Waage, hefur nú veitt sjálfum sér bessaleyfi til að draga Íslendinga í dilka út frá skoðunum þeirra. Þetta kom nú aftur berlega í ljós í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Án þess að spyrja kóng eða prest - né okkur hin álits þá virðist Gunnar hafa ákveðið að skoðun miðilsins á umdeildum innflytjendamálum og nýrri löggjöf, sé hin rétta skoðun og aðrar þá einfaldlega rangar. Sandkassinn ógnar því almenningi með óbeinum hætti, þ.e. þeim sem ekki hafa enn viðrað skoðanir sínar opinberlega - hann hótar að sandsverta nafn þeirra sem að mati miðilsins láta í ljós skoðanir sem ekki falla í Sandkassa-kramið. Sandkassinn virðist hafa brugðið á það ráð að beita skoðanakúgun til að kæfa þá málefnalegu umræðu sem þarf að eiga sér stað á meðal okkar. Ritstjórinn gengur þá augljóslega í þversögn við sjálfan sig þegar hann segist umfaðma skoðanafrelsi. „Nýrasistalistinn“ getur því varla talist siðferðislegt eða málefnalegt framtak. Opinber sátt hefur engan veginn skapast um þá skrýtnu aðferðafræði sem býr að baki ákærum þessa sjálfskipaða dómsvalds, sem hefur nú tekið sér í fang að flekka mannorð ýmissa grunlausra Íslendinga. Þegar Gunnar var beðinn í þættinum um að færa góð rök fyrir nýrasistanafnbótinni sem Gústafi Níelssyni hafði verið veitt af miðlinum, virtist hann ekki eiga auðvelt með það enda engin óyggjandi sönnunargögn á reiðum höndum. Réttur var settur. Sem sjálfskipaður dómari ákvað hann að taka ekki málsvörn hins meinta nýrasista gilda, og barði hann sýndarhamrinum ákaft í borðið þegar honum líkaði ekki málsvörn sakborningsins. Kæfði hann andsvör hans í sífellu. Það var á tímum eins og mótrök væru ekki velkomin. Sem ákæruvaldið og eini lögfræðingurinn í þessum súrrealíska réttarsal fannst mér dansinn sem hann steig þarna fremur vandræðalegur og klunnalegur. Enda leið ekki á löngu áður en hann tróð sjálfum sér um tær og missti stjórn á skapi sínu og freistaði þess að klóra í bakkann með háværum upphrópunum og ófagmannlegum frammíköllum. „Sandkassinn“ gæti mörgum reyndar þótt broslega viðeigandi og lýsandi nafn fyrir hegðun þeirra sem úr honum kasta sandi í þá sem neita að láta þvinga sig til að vera sammála skoðunum þeirra. Að hafa áhyggjur af þróun mála í hvað mynd sem þau kunna að vera, sem og að hafa áhyggjur af framtíðinni er endurspeglar okkar mannlega eðli. En ekki hafa þó allir áhyggjur af sömu hlutunum. Áhyggjur byggja gjarnan á reynslu og er reynsla okkar misjöfn. Einu sinni var ég hræddur við myrkrið. Foreldrar mínir gerðu þó aldrei lítið úr myrkfælni minni þótt hún væri kannski ekki á rökum reist. Þau vissu þó hver ástæðan var fyrir myrkfælninni og var hræðsla við myrkrið skiljanleg í ljósi óhuggulegrar upplifunar í æsku minni. Ég hafði persónulega ástæðu til að óttast skelfilegar verur sem foreldrar mínir vissu að voru ekki til. Þeir báru sem betur fer virðingu fyrir ótta mínum og gerðu allt sem hægt var til að tryggja að mér liði vel á heimilinu þegar skyggja tók. Þeir tóku tillit til hræðslu minnar og báru virðingu fyrir mér án þess að gera lítið úr mér og setja mig á lista yfir huglaus börn. Takk pabbi og mamma. Sandkassafólkið hræðist kannski ekki neitt, og er það í góðu lagi. En ég veit að það eru margir sem hræðast þá stefnu sem mörkuð hefur verið í innflytjendamálum í Evrópu og meintar afleiðingar hennar. Það eru margir Evrópubúar sem hafa upplifað persónulegar martraðir sem rekja má til aukins straums innflytjenda sem aðhyllast Íslam í sinni ströngustu mynd. Það getur enginn skynsamur maður leyft sér að fullyrða að upplifun fjölda evrópskra borgara sé sprottin út frá kynþáttahatri og ofskynjunum. Óttinn er raunverulegur. Vandinn er raunverulegur. Það má deila um hver besta lausnin er í innflytjendamálum, en deilan þarf að snúast um málefnið – ekki hvort persónur séu af einhverjum skapheitum mönnum stimplaðir útlendingahatarar, rasistar, múslimafóbar eða fávitar. Sandkassinn hefur gert umræðuna persónulega og kyndir þannig einmitt undir hatur – ekki þó á útlendingum, heldur hatur á okkar eigin innfæddu Íslendingum. Það eru ekki bara innlendir, hvítir borgarar sem óttast aukin innflutning á útlendingum. Ég þekki indælan múslima hér í borg sem ekki er sammála skoðunum Sandkassamanna. Hann óttast að með of slakri innflytjendalöggjöf hættum við á að hleypa öfgamönnum inn í okkar frjálsa land eins og dæmi er um í nágrannalöndum okkar. Er þá þessi innflutti múslimi rasisti og útlendingahatari ? Músliminn og útlendingurinn sjálfur?! Sandkassafólkið þyrfti að átta sig sem snarasts á því að ótti þarf ekki endilega að vera bundinn húðlit eða trúarafstöðu. Þótt að Gunnar sé ekki sammála skoðunum Gústafs hvað innflytjendamál og múslima varðar, mætti hann taka yfirvegun viðmælanda síns og kurteisi sér til fyrirmyndar. Æsingur og agaleysi rennir tæplega traustum stoðum undir málflutning; hvers eðlis sem hann kann að vera - góður eða slæmur. Báðir hafa rétt á sínum skoðunum, en hvorugur hefur rétt á að gera umræðuna persónulega og beita niðurlægjandi aðferðum til að upphefja málstað sinn. Því miður hefur Sandkassinn valið að vega að persónum til að upphefja sínar skoðanir. Sannir föðurlandsvinir (og þá er ég ekki að tala um þá sem elska síðar nærbrækur) þurfa alls ekki að vera sammála um hverjar hinar raunverulegu ógnir við frelsi okkar eru, hvort sem um efnahagslegar, heilbrigðislegar eða trúarlegar ógnir er að ræða. En þeir þurfa hins vegar að vera sammála um að virða skoðanir, ótta og tilfinningar samlanda sinna. Þeir mega ekki leyfa sér að hindra málefnalegar umræður með ógnunum eða yfirgangi. Það fellur endanlega í hlut þeirra sem stýra landinu að taka upplýstar ákvarðanir, meðal annars út frá opinni, gagnrýnni og jafnframt málefnalegri umræðu. Þessari umræðu á öll þjóðin að geta tekið þátt í án þess að eiga á hættu að fá yfir sig aur og skít frá skoðanahópum, eins og þessum sem hér um ræðir. Með málefnalegri umræðu og góðri gagnrýni eru auknar líkur á því að fólk geti verið meira sammála um þær ákvarðanir sem upplýst stjórnvöldin taka.Er ekki kominn tími til að fara úr pollagöllunum, stíga úr sandkassanum og taka meðvitaða ákvörðun um að bera virðingu fyrir hvort öðru óháð skoðunum okkar, og tækla mikilvæg málefni á faglegan og siðmenntaðan hátt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þjóðin bíður nú eflaust eftir næstu uppfærslu „Nýrasistalistans“ sem Sandkassinn birtir með einkennilegri reisn. Mannorð hvers skyldu þeir ákveða að sverta næst? Kannski einhvers sem ég þekki. Opinberar aftökur í fjölmiðlum – og sumum virðist því miður skemmt. Að kalla fólk útlendingahatara og nýrasista opinberlega í fjölmiðlum fylgir gríðarleg siðferðisleg ábyrgð. Ef ekki er hægt að fylgja slíkum fullyrðingum eftir með óvéfengjanlegum sönnunum sem fólk getur almennt fallist þokulaust á, er sá sem tekur sér slík stór orð í munn, fallinn í sömu gryfju og hann gróf öðrum. Engin persóna getur með réttu skipað sjálfa eins manns ákæruvald, kviðdóm og dómara yfir annari persónu vegna einhverra meintra brota. Slíkur yfirgangur hefur jafnan verið litinn hornauga í siðmenntuðu samfélagi eins og okkar til þessa. Sandkassinn, undir stjórn Gunnars Waage, hefur nú veitt sjálfum sér bessaleyfi til að draga Íslendinga í dilka út frá skoðunum þeirra. Þetta kom nú aftur berlega í ljós í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Án þess að spyrja kóng eða prest - né okkur hin álits þá virðist Gunnar hafa ákveðið að skoðun miðilsins á umdeildum innflytjendamálum og nýrri löggjöf, sé hin rétta skoðun og aðrar þá einfaldlega rangar. Sandkassinn ógnar því almenningi með óbeinum hætti, þ.e. þeim sem ekki hafa enn viðrað skoðanir sínar opinberlega - hann hótar að sandsverta nafn þeirra sem að mati miðilsins láta í ljós skoðanir sem ekki falla í Sandkassa-kramið. Sandkassinn virðist hafa brugðið á það ráð að beita skoðanakúgun til að kæfa þá málefnalegu umræðu sem þarf að eiga sér stað á meðal okkar. Ritstjórinn gengur þá augljóslega í þversögn við sjálfan sig þegar hann segist umfaðma skoðanafrelsi. „Nýrasistalistinn“ getur því varla talist siðferðislegt eða málefnalegt framtak. Opinber sátt hefur engan veginn skapast um þá skrýtnu aðferðafræði sem býr að baki ákærum þessa sjálfskipaða dómsvalds, sem hefur nú tekið sér í fang að flekka mannorð ýmissa grunlausra Íslendinga. Þegar Gunnar var beðinn í þættinum um að færa góð rök fyrir nýrasistanafnbótinni sem Gústafi Níelssyni hafði verið veitt af miðlinum, virtist hann ekki eiga auðvelt með það enda engin óyggjandi sönnunargögn á reiðum höndum. Réttur var settur. Sem sjálfskipaður dómari ákvað hann að taka ekki málsvörn hins meinta nýrasista gilda, og barði hann sýndarhamrinum ákaft í borðið þegar honum líkaði ekki málsvörn sakborningsins. Kæfði hann andsvör hans í sífellu. Það var á tímum eins og mótrök væru ekki velkomin. Sem ákæruvaldið og eini lögfræðingurinn í þessum súrrealíska réttarsal fannst mér dansinn sem hann steig þarna fremur vandræðalegur og klunnalegur. Enda leið ekki á löngu áður en hann tróð sjálfum sér um tær og missti stjórn á skapi sínu og freistaði þess að klóra í bakkann með háværum upphrópunum og ófagmannlegum frammíköllum. „Sandkassinn“ gæti mörgum reyndar þótt broslega viðeigandi og lýsandi nafn fyrir hegðun þeirra sem úr honum kasta sandi í þá sem neita að láta þvinga sig til að vera sammála skoðunum þeirra. Að hafa áhyggjur af þróun mála í hvað mynd sem þau kunna að vera, sem og að hafa áhyggjur af framtíðinni er endurspeglar okkar mannlega eðli. En ekki hafa þó allir áhyggjur af sömu hlutunum. Áhyggjur byggja gjarnan á reynslu og er reynsla okkar misjöfn. Einu sinni var ég hræddur við myrkrið. Foreldrar mínir gerðu þó aldrei lítið úr myrkfælni minni þótt hún væri kannski ekki á rökum reist. Þau vissu þó hver ástæðan var fyrir myrkfælninni og var hræðsla við myrkrið skiljanleg í ljósi óhuggulegrar upplifunar í æsku minni. Ég hafði persónulega ástæðu til að óttast skelfilegar verur sem foreldrar mínir vissu að voru ekki til. Þeir báru sem betur fer virðingu fyrir ótta mínum og gerðu allt sem hægt var til að tryggja að mér liði vel á heimilinu þegar skyggja tók. Þeir tóku tillit til hræðslu minnar og báru virðingu fyrir mér án þess að gera lítið úr mér og setja mig á lista yfir huglaus börn. Takk pabbi og mamma. Sandkassafólkið hræðist kannski ekki neitt, og er það í góðu lagi. En ég veit að það eru margir sem hræðast þá stefnu sem mörkuð hefur verið í innflytjendamálum í Evrópu og meintar afleiðingar hennar. Það eru margir Evrópubúar sem hafa upplifað persónulegar martraðir sem rekja má til aukins straums innflytjenda sem aðhyllast Íslam í sinni ströngustu mynd. Það getur enginn skynsamur maður leyft sér að fullyrða að upplifun fjölda evrópskra borgara sé sprottin út frá kynþáttahatri og ofskynjunum. Óttinn er raunverulegur. Vandinn er raunverulegur. Það má deila um hver besta lausnin er í innflytjendamálum, en deilan þarf að snúast um málefnið – ekki hvort persónur séu af einhverjum skapheitum mönnum stimplaðir útlendingahatarar, rasistar, múslimafóbar eða fávitar. Sandkassinn hefur gert umræðuna persónulega og kyndir þannig einmitt undir hatur – ekki þó á útlendingum, heldur hatur á okkar eigin innfæddu Íslendingum. Það eru ekki bara innlendir, hvítir borgarar sem óttast aukin innflutning á útlendingum. Ég þekki indælan múslima hér í borg sem ekki er sammála skoðunum Sandkassamanna. Hann óttast að með of slakri innflytjendalöggjöf hættum við á að hleypa öfgamönnum inn í okkar frjálsa land eins og dæmi er um í nágrannalöndum okkar. Er þá þessi innflutti múslimi rasisti og útlendingahatari ? Músliminn og útlendingurinn sjálfur?! Sandkassafólkið þyrfti að átta sig sem snarasts á því að ótti þarf ekki endilega að vera bundinn húðlit eða trúarafstöðu. Þótt að Gunnar sé ekki sammála skoðunum Gústafs hvað innflytjendamál og múslima varðar, mætti hann taka yfirvegun viðmælanda síns og kurteisi sér til fyrirmyndar. Æsingur og agaleysi rennir tæplega traustum stoðum undir málflutning; hvers eðlis sem hann kann að vera - góður eða slæmur. Báðir hafa rétt á sínum skoðunum, en hvorugur hefur rétt á að gera umræðuna persónulega og beita niðurlægjandi aðferðum til að upphefja málstað sinn. Því miður hefur Sandkassinn valið að vega að persónum til að upphefja sínar skoðanir. Sannir föðurlandsvinir (og þá er ég ekki að tala um þá sem elska síðar nærbrækur) þurfa alls ekki að vera sammála um hverjar hinar raunverulegu ógnir við frelsi okkar eru, hvort sem um efnahagslegar, heilbrigðislegar eða trúarlegar ógnir er að ræða. En þeir þurfa hins vegar að vera sammála um að virða skoðanir, ótta og tilfinningar samlanda sinna. Þeir mega ekki leyfa sér að hindra málefnalegar umræður með ógnunum eða yfirgangi. Það fellur endanlega í hlut þeirra sem stýra landinu að taka upplýstar ákvarðanir, meðal annars út frá opinni, gagnrýnni og jafnframt málefnalegri umræðu. Þessari umræðu á öll þjóðin að geta tekið þátt í án þess að eiga á hættu að fá yfir sig aur og skít frá skoðanahópum, eins og þessum sem hér um ræðir. Með málefnalegri umræðu og góðri gagnrýni eru auknar líkur á því að fólk geti verið meira sammála um þær ákvarðanir sem upplýst stjórnvöldin taka.Er ekki kominn tími til að fara úr pollagöllunum, stíga úr sandkassanum og taka meðvitaða ákvörðun um að bera virðingu fyrir hvort öðru óháð skoðunum okkar, og tækla mikilvæg málefni á faglegan og siðmenntaðan hátt?
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar