Loforð Bjarna Svandís Svavarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra rökstuddi sitt mál með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum inn í framtíðina. Félagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar staðfesti sum sé að ríkisstjórnin, sem hún situr í, horfi ekki til þessara hópa þegar við fáum loksins tækifæri til að gera langtímaáætlun. Þetta er ekki síður neyðarlegt fyrir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, sem skrifaði sjálfur bréf fyrir kosningarnar 2013 til eldri borgara þar sem hann listar upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn muni gera nái flokkurinn völdum. Inntur eftir svörum á þinginu um hvort hann hafi haldið loforðin til eldri borgara, segir Bjarni svo vera. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi staðið við loforðin sín. Að auknu svigrúmi í ríkisfjármálum hafi verið ráðstafað til að bæta hag eldri borgara. Samt telur félagsmálaráðherra þessum málum svo illa fyrir komið að hún getur ekki stutt við ríkisfjármálaáætlun Bjarna. Þetta orkar allt saman tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hvar er svigrúmið sem fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er sannfærður um að hafi verið notað í þágu elli- og örorkulífeyrisþega? Í stað þess að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til samfélagslegrar uppbyggingar valdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að nýta það til að lækka skatta og gjöld á auðugustu hópa samfélagsins. Hún afnam t.a.m. sérstakt veiðigjald, lét auðlegðarskattinn falla niður og lækkaði tekjuskatt á tekjuhærri hópa. Við fjárlagagerðina í desember sl. var einstakt tækifæri til að skapa þverpólitíska sátt um raunverulegar kjarabætur fyrir þennan samfélagshóp. Það var verulegur samhljómur með þeim áherslum úti um allt samfélag. En Bjarni Benediktsson lagðist gegn því við afgreiðslu fjárlaganna að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og aðrar stéttir. Hvenær telur fjármálaráðherra vera rétta tækifærið til þess að gera betur við þennan hóp fólks? Ætlar hann að útskýra það í bréfi fyrir kosningar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra rökstuddi sitt mál með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum inn í framtíðina. Félagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar staðfesti sum sé að ríkisstjórnin, sem hún situr í, horfi ekki til þessara hópa þegar við fáum loksins tækifæri til að gera langtímaáætlun. Þetta er ekki síður neyðarlegt fyrir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, sem skrifaði sjálfur bréf fyrir kosningarnar 2013 til eldri borgara þar sem hann listar upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn muni gera nái flokkurinn völdum. Inntur eftir svörum á þinginu um hvort hann hafi haldið loforðin til eldri borgara, segir Bjarni svo vera. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi staðið við loforðin sín. Að auknu svigrúmi í ríkisfjármálum hafi verið ráðstafað til að bæta hag eldri borgara. Samt telur félagsmálaráðherra þessum málum svo illa fyrir komið að hún getur ekki stutt við ríkisfjármálaáætlun Bjarna. Þetta orkar allt saman tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hvar er svigrúmið sem fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er sannfærður um að hafi verið notað í þágu elli- og örorkulífeyrisþega? Í stað þess að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til samfélagslegrar uppbyggingar valdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að nýta það til að lækka skatta og gjöld á auðugustu hópa samfélagsins. Hún afnam t.a.m. sérstakt veiðigjald, lét auðlegðarskattinn falla niður og lækkaði tekjuskatt á tekjuhærri hópa. Við fjárlagagerðina í desember sl. var einstakt tækifæri til að skapa þverpólitíska sátt um raunverulegar kjarabætur fyrir þennan samfélagshóp. Það var verulegur samhljómur með þeim áherslum úti um allt samfélag. En Bjarni Benediktsson lagðist gegn því við afgreiðslu fjárlaganna að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og aðrar stéttir. Hvenær telur fjármálaráðherra vera rétta tækifærið til þess að gera betur við þennan hóp fólks? Ætlar hann að útskýra það í bréfi fyrir kosningar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar