Bændur uggandi yfir lækkuðu afurðaverði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 16:43 Þrjár afurðastöðvar hafa lækkað verð til bænda. vísir/stefán „Afurðaverðið er komið og það lítur vægast illa út,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við Vísi. Í vikunni tilkynntu Norðlenska, Sláturfélag Vopnfirðinga og Sláturhús SAH um lækkað afurðaverð til bænda. Lækkunin nemur yfirleitt um tíu prósentum á hvert kíló af lambakjöti en rúmlega þrjátíu prósentum á kjöt af fullorðnu fé. Hækkanirnar eru ýmist sagðar galnar eða glórulausar á heimasíðu Landssamtakanna. Aðrar afurðastöðvar, á borð við Sláturfélag Suðurlands og Fjallalamb, eiga enn eftir að gefa út sína afurðaverðskrá.Þórarinn Ingi Pétursson er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Um helgina fór fram formannafundur Landssamtakanna á Birkimel á Barðaströnd. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem samtökin krefjast þess að sláturleyfishafar virði þau viðmiðunarverð sem sauðfjárbændur gáfu út í lok síðasta mánaðar. Umræddar lækkanir eru þvert á viðmiðunarkröfur sauðfjárbænda. „Lækkunin er að ýmsu leyti skiljanleg þar sem rekstur afurðastöðvanna hefur gengið illa,“ segir Þórarinn. Rót vandans liggi á ýmsum stöðum. Þrátt fyrir að sala á lambakjöti hafi gengið ágætlega þá hefur orðið verðfall á ýmsum hliðarafurðum. Að auki hefur útflutningur gengið illa. Stærsti þátturinn sé hins vegar sá að verð á lambakjöti hafi lítið hækkað til neytandans. Þórarinn segir að á undanförnum árum hafi vísitala neysluverðs hækkað talsvert en lambakjötið hafi ekki haldið í við þá þróun. Á sama tíma hefur hærra verð til bænda ekki fylgt auknum framleiðslukostnaði. „Menn hafa ekki komið út neinum hækkunum á markaði hérna innanlands og það er stærsti þáttur vandans,“ segir Þórarinn en hann telur að á íslensku markaði ríki fákeppni. „Við erum með of margar afurðastöðvar sem selja of fáum, stórum verslunarkeðjum. Það hlýtur að flokkast sem fákeppni þegar ein keðja er með um sextíu prósent af markaðnum. Þeir mega eiga það að þeir eru flinkir í sínum „bissness“.“ Rekstrarútlitið fyrir marga bændur hefur verið bjartara að mati formannsins. „Ég hef ekki enn heyrt í neinum sem er harðákveðinn í að hætta en einhverjir hafa nefnt það og eru að skoða sína stöðu,“ segir Þórarinn. Það sé hins vegar ljóst að haldi sambærileg þróun áfram til lengri tíma verði sjálfhætt hjá einhverjum. Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira
„Afurðaverðið er komið og það lítur vægast illa út,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við Vísi. Í vikunni tilkynntu Norðlenska, Sláturfélag Vopnfirðinga og Sláturhús SAH um lækkað afurðaverð til bænda. Lækkunin nemur yfirleitt um tíu prósentum á hvert kíló af lambakjöti en rúmlega þrjátíu prósentum á kjöt af fullorðnu fé. Hækkanirnar eru ýmist sagðar galnar eða glórulausar á heimasíðu Landssamtakanna. Aðrar afurðastöðvar, á borð við Sláturfélag Suðurlands og Fjallalamb, eiga enn eftir að gefa út sína afurðaverðskrá.Þórarinn Ingi Pétursson er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Um helgina fór fram formannafundur Landssamtakanna á Birkimel á Barðaströnd. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem samtökin krefjast þess að sláturleyfishafar virði þau viðmiðunarverð sem sauðfjárbændur gáfu út í lok síðasta mánaðar. Umræddar lækkanir eru þvert á viðmiðunarkröfur sauðfjárbænda. „Lækkunin er að ýmsu leyti skiljanleg þar sem rekstur afurðastöðvanna hefur gengið illa,“ segir Þórarinn. Rót vandans liggi á ýmsum stöðum. Þrátt fyrir að sala á lambakjöti hafi gengið ágætlega þá hefur orðið verðfall á ýmsum hliðarafurðum. Að auki hefur útflutningur gengið illa. Stærsti þátturinn sé hins vegar sá að verð á lambakjöti hafi lítið hækkað til neytandans. Þórarinn segir að á undanförnum árum hafi vísitala neysluverðs hækkað talsvert en lambakjötið hafi ekki haldið í við þá þróun. Á sama tíma hefur hærra verð til bænda ekki fylgt auknum framleiðslukostnaði. „Menn hafa ekki komið út neinum hækkunum á markaði hérna innanlands og það er stærsti þáttur vandans,“ segir Þórarinn en hann telur að á íslensku markaði ríki fákeppni. „Við erum með of margar afurðastöðvar sem selja of fáum, stórum verslunarkeðjum. Það hlýtur að flokkast sem fákeppni þegar ein keðja er með um sextíu prósent af markaðnum. Þeir mega eiga það að þeir eru flinkir í sínum „bissness“.“ Rekstrarútlitið fyrir marga bændur hefur verið bjartara að mati formannsins. „Ég hef ekki enn heyrt í neinum sem er harðákveðinn í að hætta en einhverjir hafa nefnt það og eru að skoða sína stöðu,“ segir Þórarinn. Það sé hins vegar ljóst að haldi sambærileg þróun áfram til lengri tíma verði sjálfhætt hjá einhverjum.
Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira