Fótbolti

Dregið í riðla í Evrópudeildinni: Man Utd fer til Tyrklands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan og félagar fara til Tyrklands, Hollands og Úkraínu.
Zlatan og félagar fara til Tyrklands, Hollands og Úkraínu. vísir/getty
Enska stórliðið Manchester United lenti í nokkuð sterkum riðli þegar dregið var í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA nú í hádeginu.

Manchester United er í A-riðli ásamt tyrkneska liðinu Fenerbache, Feyenoord frá Hollandi og úkraínska liðinu Zorya Luhansk.

Eitt Íslendingalið er í keppninni en Arnór Ingvi Traustason og félagar í Rapid Vín lentu í erfiðum riðli með Athletic Bilbao, Genk og Sassuolo.

Southampton og ítalska stórliðið Inter drógust saman í K-riðil ásamt Sparta Prag og Hapoel Be’er Sheva. FH-banarnir í Dundalk eru í D-riðli með Zenit, AZ Alkmaar og Maccabi Tel-Aviv.

Fyrsti leikdagur er 15. september næstkomandi en riðlakeppnin telur alls tólf fjögurra liða riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í 32-úrslitin en þá bætast við liðin sem höfnuðu í þriðja sæti sinna riðla í Meistaradeild Evrópu.

Riðlana tólf má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×