Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2016 11:30 Guðmundur Guðmundsson, nýkrýndur Ólympíumeistari með danska landsliðinu, hefur lagt ríka áherslu á að láta gagnrýni ekki trufla sín störf sem þjálfari danska landsliðsins. Hann hafi haldið sínu striki, sama hvað, og til að mynda forðast að lesa blöðin. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Guðmund í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í gær. Sem kunnugt er gerði Guðmundur danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn um helgina. Danir unnu þá frækinn tveggja marka sigur, 28-26, á Frökkum í úrslitaleik og tryggðu sér gullverðlaun. Þetta er í ekki fyrsta sinn sem Guðmundur stýrir liði í verðlaunasæti á Ólympíuleikum en undir hans stjórn endaði íslenska landsliðið í 2. sæti á Ólympíuleikunum í Peking fyrir átta árum. Líkt og Danir í ár mættu Íslendingar Frökkum í úrslitaleiknum. „Maður þarf að hafa trú á verkefninu og trúa því að það sé hægt að fara alla leið. Það er stór þáttur í þessu,“ sagði Guðmundur sem lagði mikið upp úr andlega þættinum í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn gegn Frökkum.Guðmundur gefur skipanir í úrslitaleiknum.vísir/antonDanska pressan hefur ekki farið neinum silkihönskum um Guðmund síðan hann tók við þjálfun danska landsliðsins af Ulrik Wilbæk fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir harða gagnrýni á köflum hefur Guðmundur gert sitt besta til að láta hana ekki hafa áhrif á sig. „Ég hef tekið þann pólinn í hæðina, og það er sannleikurinn, að ég einbeiti mér fullkomlega að liðinu og minni vinnu. Ég hef alltaf trúað á að væri að gera góða hluti þrátt fyrir að margir sérfræðingar, og þeir eru margir í Danmörku, hafi t.a.m. efast um að varnarleikurinn væri nógu góður,“ sagði Guðmundur og bætti við að það væri lykilatriði að vera trúr sinni sannfæringu. „Ég hef ekkert hlustað á það og haldið minni stefnu. Það er gríðarlega mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður.“ En hefur gagnrýnin truflað Guðmund? „Á einhverjum tímapunkti gerði það sjálfsagt það. En ég hef verið mjög harður við sjálfan mig að lesa ekki blöðin,“ sagði Guðmundur. Líkt og þegar hann valdi íslenska hópinn fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008 kom Guðmundur að sumu leyti á óvart með liðsvali sínu í ár. Hornamaðurinn frábæri Hans Lindberg þurfti t.a.m. að sætta sig við að vera svokallaður fimmtándi maður í Ríó. Þá veðjaði Guðmundur á Morten Olsen, 31 árs gamlan leikstjórnanda sem hafði enga reynslu af stórmótum.Morten Olsen sló í gegn á sínu fyrsta stórmóti.vísir/anton„Þetta er alltaf erfitt. Hans Lindberg lenti í því að vera þessi fimmtándi maður og ég þurfti að tala við hann og fá hann til að taka þetta hlutverk að sér. Hann er heimsklassa hornamaður,“ sagði Guðmundur. „Svo tók ég leikstjórnanda sem hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu. Morten Olsen er 31 árs en ég valdi hann. Það þótti mörgum undarlegt en hann reyndist svo vera einn besti leikmaður liðsins.“ Þrátt fyrir að stýra liði til sigurs á Ólympíuleikunum fékk Guðmundur ekki gullmedalíu eins og leikmenn danska liðsins. „Það er hundfúlt að fá ekki pening og hið versta mál,“ sagði Guðmundur og hló. „Mér finnst þetta sérstakt. Í hópíþróttum er þjálfarinn svo stór hluti af leiknum og gangi hans. Mér finnst að það ætti að breyta þessu,“ bætti Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson við.Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlaunasæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti. 22. ágúst 2016 06:00 Guðmundur með fullt hús Guðmundur Guðmundsson er orðinn að þjóðhetju í Danmörku eftir sigur handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó. 22. ágúst 2016 10:00 Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16 Guðmundur: Varnarleikur okkar í síðari hálfleik algjörlega stórkostlegur Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í kvöld þegar hann gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum í handbolta karla. Danir eru fyrsta Norðurlandaþjóðin til að ná Ólympíugulli en Svíum tókst aldrei að vinna gull á Ólympíuleikunum með gullaldarlið sitt. 21. ágúst 2016 20:55 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Gullmundur fékk gullmedalíu við heimkomuna | Myndband Guðmundur Guðmundsson, sem Danir kalla nú Gullmund, fékk engan verðlaunapening á ÓL frekar en þegar hann nældi í silfur með íslenska landsliðinu í Peking. 23. ágúst 2016 22:40 Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24 Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15 Íslenskir þjálfarar hirtu helming verðlaunanna Ótrúlegur árangur íslenskra handboltaþjálfara á Ólympíuleikunum í Ríó. 22. ágúst 2016 09:30 Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, nýkrýndur Ólympíumeistari með danska landsliðinu, hefur lagt ríka áherslu á að láta gagnrýni ekki trufla sín störf sem þjálfari danska landsliðsins. Hann hafi haldið sínu striki, sama hvað, og til að mynda forðast að lesa blöðin. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Guðmund í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í gær. Sem kunnugt er gerði Guðmundur danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn um helgina. Danir unnu þá frækinn tveggja marka sigur, 28-26, á Frökkum í úrslitaleik og tryggðu sér gullverðlaun. Þetta er í ekki fyrsta sinn sem Guðmundur stýrir liði í verðlaunasæti á Ólympíuleikum en undir hans stjórn endaði íslenska landsliðið í 2. sæti á Ólympíuleikunum í Peking fyrir átta árum. Líkt og Danir í ár mættu Íslendingar Frökkum í úrslitaleiknum. „Maður þarf að hafa trú á verkefninu og trúa því að það sé hægt að fara alla leið. Það er stór þáttur í þessu,“ sagði Guðmundur sem lagði mikið upp úr andlega þættinum í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn gegn Frökkum.Guðmundur gefur skipanir í úrslitaleiknum.vísir/antonDanska pressan hefur ekki farið neinum silkihönskum um Guðmund síðan hann tók við þjálfun danska landsliðsins af Ulrik Wilbæk fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir harða gagnrýni á köflum hefur Guðmundur gert sitt besta til að láta hana ekki hafa áhrif á sig. „Ég hef tekið þann pólinn í hæðina, og það er sannleikurinn, að ég einbeiti mér fullkomlega að liðinu og minni vinnu. Ég hef alltaf trúað á að væri að gera góða hluti þrátt fyrir að margir sérfræðingar, og þeir eru margir í Danmörku, hafi t.a.m. efast um að varnarleikurinn væri nógu góður,“ sagði Guðmundur og bætti við að það væri lykilatriði að vera trúr sinni sannfæringu. „Ég hef ekkert hlustað á það og haldið minni stefnu. Það er gríðarlega mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður.“ En hefur gagnrýnin truflað Guðmund? „Á einhverjum tímapunkti gerði það sjálfsagt það. En ég hef verið mjög harður við sjálfan mig að lesa ekki blöðin,“ sagði Guðmundur. Líkt og þegar hann valdi íslenska hópinn fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008 kom Guðmundur að sumu leyti á óvart með liðsvali sínu í ár. Hornamaðurinn frábæri Hans Lindberg þurfti t.a.m. að sætta sig við að vera svokallaður fimmtándi maður í Ríó. Þá veðjaði Guðmundur á Morten Olsen, 31 árs gamlan leikstjórnanda sem hafði enga reynslu af stórmótum.Morten Olsen sló í gegn á sínu fyrsta stórmóti.vísir/anton„Þetta er alltaf erfitt. Hans Lindberg lenti í því að vera þessi fimmtándi maður og ég þurfti að tala við hann og fá hann til að taka þetta hlutverk að sér. Hann er heimsklassa hornamaður,“ sagði Guðmundur. „Svo tók ég leikstjórnanda sem hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu. Morten Olsen er 31 árs en ég valdi hann. Það þótti mörgum undarlegt en hann reyndist svo vera einn besti leikmaður liðsins.“ Þrátt fyrir að stýra liði til sigurs á Ólympíuleikunum fékk Guðmundur ekki gullmedalíu eins og leikmenn danska liðsins. „Það er hundfúlt að fá ekki pening og hið versta mál,“ sagði Guðmundur og hló. „Mér finnst þetta sérstakt. Í hópíþróttum er þjálfarinn svo stór hluti af leiknum og gangi hans. Mér finnst að það ætti að breyta þessu,“ bætti Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson við.Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlaunasæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti. 22. ágúst 2016 06:00 Guðmundur með fullt hús Guðmundur Guðmundsson er orðinn að þjóðhetju í Danmörku eftir sigur handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó. 22. ágúst 2016 10:00 Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16 Guðmundur: Varnarleikur okkar í síðari hálfleik algjörlega stórkostlegur Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í kvöld þegar hann gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum í handbolta karla. Danir eru fyrsta Norðurlandaþjóðin til að ná Ólympíugulli en Svíum tókst aldrei að vinna gull á Ólympíuleikunum með gullaldarlið sitt. 21. ágúst 2016 20:55 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Gullmundur fékk gullmedalíu við heimkomuna | Myndband Guðmundur Guðmundsson, sem Danir kalla nú Gullmund, fékk engan verðlaunapening á ÓL frekar en þegar hann nældi í silfur með íslenska landsliðinu í Peking. 23. ágúst 2016 22:40 Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24 Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15 Íslenskir þjálfarar hirtu helming verðlaunanna Ótrúlegur árangur íslenskra handboltaþjálfara á Ólympíuleikunum í Ríó. 22. ágúst 2016 09:30 Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlaunasæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti. 22. ágúst 2016 06:00
Guðmundur með fullt hús Guðmundur Guðmundsson er orðinn að þjóðhetju í Danmörku eftir sigur handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó. 22. ágúst 2016 10:00
Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16
Guðmundur: Varnarleikur okkar í síðari hálfleik algjörlega stórkostlegur Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í kvöld þegar hann gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum í handbolta karla. Danir eru fyrsta Norðurlandaþjóðin til að ná Ólympíugulli en Svíum tókst aldrei að vinna gull á Ólympíuleikunum með gullaldarlið sitt. 21. ágúst 2016 20:55
Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30
Gullmundur fékk gullmedalíu við heimkomuna | Myndband Guðmundur Guðmundsson, sem Danir kalla nú Gullmund, fékk engan verðlaunapening á ÓL frekar en þegar hann nældi í silfur með íslenska landsliðinu í Peking. 23. ágúst 2016 22:40
Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24
Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15
Íslenskir þjálfarar hirtu helming verðlaunanna Ótrúlegur árangur íslenskra handboltaþjálfara á Ólympíuleikunum í Ríó. 22. ágúst 2016 09:30
Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19