Segir útlendinga kaupa sér aðgang að íslenskum fjörðum Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Forsvarsmenn Arctic Fish áforma að slátra um 8.000 tonnum árlega innan fárra ára. vísir/sigurjón Helmingur laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum er nú í eigu norska laxeldisrisans NRS eftir hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Kemur norska fyrirtækið inn með um 3,7 milljarða króna og er fyrirtækið því verðmetið á um 7,4 milljarða. Hinn helmingurinn er í eigu fyrirtækis á Kýpur, Beremsco Holding. Athygli vekur að Arctic Fish var rekið með 700 milljóna króna halla á árinu 2014 og í lok árs var eigið fé þess neikvætt um rúmar þrjú hundruð milljónir. Nú, einu og hálfu ári seinna, er verðið á fyrirtækinu mjög hátt. „Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í eigu erlendra aðila. Íslendingar hafa átt fimm prósent í því en eftir hlutafjáraukninguna er sá hlutur 2,5 prósent,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Orri Vigfússon, formaður NASF, félags um verndun Norður-Atlantshafslaxinn, segir verðið á fyrirtækinu ekki geta byggst á neinu öðru en væntingum til framtíðar. „Það er verið að selja aðgang að íslenskum fjörðum enda hafa innlendu fiskeldisfyrirtækin sótt um heimild til eldis upp á tugi þúsunda tonna sem nánast ekkert gjald er tekið fyrir,“ segir Orri. „Til samanburðar héldu norsk yfirvöld uppboð á heimildum fyrir laxeldi í sjó og voru átta hundruð milljónir króna boðnar í ódýrustu eitt þúsund tonna framleiðsluleyfin.“Orri VigfússonHér á landi greiða fiskeldisfyrirtækin í svokallaðan umhverfissjóð og er greiðslan eitthvað í kringum 2,5 milljónir króna fyrir þúsund tonn. Orri vill að umræða verði tekin í samfélaginu um erlent eignarhald á fiskeldisfyrirtækjum á sama tíma og strangar reglur eru til um eignarhald erlendra einstaklinga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. „Því virðist augljóst að verið sé að selja ódýran eldiskvóta og íslenskur almenningur fær ekkert fyrir þá sölu í formi auðlindagjalds,“ bætir Orri við. Sigurður segir ekki hægt að bera saman norskar aðstæður í laxeldi og svo á Íslandi. „Í Noregi hefur öll rannsóknarvinna farið fram og norska ríkið er búið að skipuleggja allt eldi í sjó. Hér þurfa fyrirtækin sjálf að greiða fyrir rannsóknir og annað sem til fellur við umsóknir um leyfi og því ekki hægt að bera saman aðstæðurnar,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Helmingur laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum er nú í eigu norska laxeldisrisans NRS eftir hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Kemur norska fyrirtækið inn með um 3,7 milljarða króna og er fyrirtækið því verðmetið á um 7,4 milljarða. Hinn helmingurinn er í eigu fyrirtækis á Kýpur, Beremsco Holding. Athygli vekur að Arctic Fish var rekið með 700 milljóna króna halla á árinu 2014 og í lok árs var eigið fé þess neikvætt um rúmar þrjú hundruð milljónir. Nú, einu og hálfu ári seinna, er verðið á fyrirtækinu mjög hátt. „Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í eigu erlendra aðila. Íslendingar hafa átt fimm prósent í því en eftir hlutafjáraukninguna er sá hlutur 2,5 prósent,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Orri Vigfússon, formaður NASF, félags um verndun Norður-Atlantshafslaxinn, segir verðið á fyrirtækinu ekki geta byggst á neinu öðru en væntingum til framtíðar. „Það er verið að selja aðgang að íslenskum fjörðum enda hafa innlendu fiskeldisfyrirtækin sótt um heimild til eldis upp á tugi þúsunda tonna sem nánast ekkert gjald er tekið fyrir,“ segir Orri. „Til samanburðar héldu norsk yfirvöld uppboð á heimildum fyrir laxeldi í sjó og voru átta hundruð milljónir króna boðnar í ódýrustu eitt þúsund tonna framleiðsluleyfin.“Orri VigfússonHér á landi greiða fiskeldisfyrirtækin í svokallaðan umhverfissjóð og er greiðslan eitthvað í kringum 2,5 milljónir króna fyrir þúsund tonn. Orri vill að umræða verði tekin í samfélaginu um erlent eignarhald á fiskeldisfyrirtækjum á sama tíma og strangar reglur eru til um eignarhald erlendra einstaklinga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. „Því virðist augljóst að verið sé að selja ódýran eldiskvóta og íslenskur almenningur fær ekkert fyrir þá sölu í formi auðlindagjalds,“ bætir Orri við. Sigurður segir ekki hægt að bera saman norskar aðstæður í laxeldi og svo á Íslandi. „Í Noregi hefur öll rannsóknarvinna farið fram og norska ríkið er búið að skipuleggja allt eldi í sjó. Hér þurfa fyrirtækin sjálf að greiða fyrir rannsóknir og annað sem til fellur við umsóknir um leyfi og því ekki hægt að bera saman aðstæðurnar,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira