Rangfærslur Helgi Sigurðsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar við greininni. Ekki er hægt að halda því fram að Kauphöllin hafi ekki gefið sér nægan tíma til að svara. Í ljósi þessa koma rangfærslur og útúrsnúningar í greininni á óvart. Hér verður látið nægja að staldra við tvö atriði, en miklu fleiri þarfnast leiðréttingar.Aðkoma bankanna Í greininni er fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Í umræddri grein minni var sérstaklega vísað til heimilda í gögnum dómsmálsins og vitnaskýrslum. Við skýrslugjöf fyrir dómi sagði Stefán Halldórsson fyrsti forstjóri Kauphallarinnar að velta á hlutabréfamarkaði hafi verið mjög lítil fyrstu árin. Kauphöllin hafi lagt áherslu á að fá fjármálafyrirtækin til að koma að þessum kaupum bæði sem viðskiptavakar eða með því að lýsa því yfir að þeir myndu vera virkir í viðskiptum með hluti í stærstu félögunum á markaði. Þegar Stefán var spurður hvort unnt hefði verið að þróa verðbréfamarkað á Íslandi ef bankar og verðbréfafyrirtæki hefðu ekki verið þátttakendur svarar hann orðrétt: „Það hefði gengið miklu hægar, […] það þurfti að efla trú fjárfesta á honum, það þurfti að skapa þá trú að menn gætu átt viðskipti þegar þeir vildu. En ekki þyrfti að bíða eftir því jafnvel lengi að tilboð kæmi fram um kaup og sölu eftir því sem á þyrfti að halda þannig að þetta var eitt af þeim atriðum sem að var semsagt lögð mikil áhersla á að stuðla að.“ Hér hefði farið betur á því að stjórnendur Kauphallarinnar hefðu kynnt sér frekar þau gögn málsins sem vísað er til í greininni (sem eru miklu fleiri en hér eru rakin), í stað þess að halda því ranglega fram að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei talið aðkomu bankanna mikilvæga fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Uppgötvun Kauphallar Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti á árinu 2005 verði ákvæði XII. kafla laga nr. 108/2007 um verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði „skýrð á þann hátt með gagnályktun að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga.“ Megingagnrýni mín í umræddri grein laut að því að Kauphöllin sjálf benti aldrei á, eftir að umrædd löggjöf var sett og þar til bankarnir féllu, að þessi viðskipti væru ólögleg samkvæmt gagnályktun. Þvert á móti vísar Kauphöllin þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk í viðurkennda markaðsframkvæmd og að viðskiptin hafi ekki verið óeðlileg. Þannig segir m.a. orðrétt í svarbréfi Kauphallarinnar til FME sem er merkt Baldri Thorlacius, öðrum greinarhöfundi: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf.“ Í umfjöllun í sama bréfi um viðskipti bankanna með eigin bréf á árinu 2007 og 2008 segir m.a. að ekki sé „óeðlilegt að eigin viðskipti fjármálafyrirtækis nýti sér þær heimildir sem þau hafa til að fjárfesta í eigin bréfum. Á þessum tímapunkti þegar augljós ummerki um kauptækifæri virtust vera til staðar. Ekki virtist hafa verið gerð tilraun til að kaupa óeðlilegt magn á skömmum tíma, verðið var hvorki keyrt upp né því haldið óbreyttu, sbr. að verðið lækkaði um tugi prósenta, heldur virtist sem staðan hafi smám saman verið aukin á meðan svartsýnir, óþolinmóðir og fjárvana fjárfestar seldu bréfin.“ Kauphöllinni var fullljóst að viðskipti bankanna með eigin bréf eftir 2005 fóru ekki fram á grundvelli endurkaupaáætlunar. Ástæða þess að Kauphöllin sem eftirlitsaðili greip ekki inn í er sú að það hvarflaði ekki að henni, frekar en starfsmönnum bankanna eða öðrum markaðsaðilum, að viðskipti bankanna með eigin bréf teldust ólögmæt á grundvelli gagnályktunar frá ákvæðum um endurkaup. Gagnrýni Kauphallar á umrædd viðskipti er því hrein eftiráspeki en ekki byggð á þeirri sýn sem hún hafði á viðskiptin á árunum 2005-2008. Þess vegna er meiri ástæða fyrir Kauphöllina að líta í eigin barm en umbjóðanda minn sem byggði háttsemi sína á þeim grunni sem Kauphöllin sjálf, sem lögbundinn eftirlitsaðili lagði til grundvallar. Svargrein forsvarsmanna Kauphallarinnar nú breytir engu um það.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00 Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar við greininni. Ekki er hægt að halda því fram að Kauphöllin hafi ekki gefið sér nægan tíma til að svara. Í ljósi þessa koma rangfærslur og útúrsnúningar í greininni á óvart. Hér verður látið nægja að staldra við tvö atriði, en miklu fleiri þarfnast leiðréttingar.Aðkoma bankanna Í greininni er fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Í umræddri grein minni var sérstaklega vísað til heimilda í gögnum dómsmálsins og vitnaskýrslum. Við skýrslugjöf fyrir dómi sagði Stefán Halldórsson fyrsti forstjóri Kauphallarinnar að velta á hlutabréfamarkaði hafi verið mjög lítil fyrstu árin. Kauphöllin hafi lagt áherslu á að fá fjármálafyrirtækin til að koma að þessum kaupum bæði sem viðskiptavakar eða með því að lýsa því yfir að þeir myndu vera virkir í viðskiptum með hluti í stærstu félögunum á markaði. Þegar Stefán var spurður hvort unnt hefði verið að þróa verðbréfamarkað á Íslandi ef bankar og verðbréfafyrirtæki hefðu ekki verið þátttakendur svarar hann orðrétt: „Það hefði gengið miklu hægar, […] það þurfti að efla trú fjárfesta á honum, það þurfti að skapa þá trú að menn gætu átt viðskipti þegar þeir vildu. En ekki þyrfti að bíða eftir því jafnvel lengi að tilboð kæmi fram um kaup og sölu eftir því sem á þyrfti að halda þannig að þetta var eitt af þeim atriðum sem að var semsagt lögð mikil áhersla á að stuðla að.“ Hér hefði farið betur á því að stjórnendur Kauphallarinnar hefðu kynnt sér frekar þau gögn málsins sem vísað er til í greininni (sem eru miklu fleiri en hér eru rakin), í stað þess að halda því ranglega fram að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei talið aðkomu bankanna mikilvæga fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Uppgötvun Kauphallar Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti á árinu 2005 verði ákvæði XII. kafla laga nr. 108/2007 um verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði „skýrð á þann hátt með gagnályktun að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga.“ Megingagnrýni mín í umræddri grein laut að því að Kauphöllin sjálf benti aldrei á, eftir að umrædd löggjöf var sett og þar til bankarnir féllu, að þessi viðskipti væru ólögleg samkvæmt gagnályktun. Þvert á móti vísar Kauphöllin þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk í viðurkennda markaðsframkvæmd og að viðskiptin hafi ekki verið óeðlileg. Þannig segir m.a. orðrétt í svarbréfi Kauphallarinnar til FME sem er merkt Baldri Thorlacius, öðrum greinarhöfundi: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf.“ Í umfjöllun í sama bréfi um viðskipti bankanna með eigin bréf á árinu 2007 og 2008 segir m.a. að ekki sé „óeðlilegt að eigin viðskipti fjármálafyrirtækis nýti sér þær heimildir sem þau hafa til að fjárfesta í eigin bréfum. Á þessum tímapunkti þegar augljós ummerki um kauptækifæri virtust vera til staðar. Ekki virtist hafa verið gerð tilraun til að kaupa óeðlilegt magn á skömmum tíma, verðið var hvorki keyrt upp né því haldið óbreyttu, sbr. að verðið lækkaði um tugi prósenta, heldur virtist sem staðan hafi smám saman verið aukin á meðan svartsýnir, óþolinmóðir og fjárvana fjárfestar seldu bréfin.“ Kauphöllinni var fullljóst að viðskipti bankanna með eigin bréf eftir 2005 fóru ekki fram á grundvelli endurkaupaáætlunar. Ástæða þess að Kauphöllin sem eftirlitsaðili greip ekki inn í er sú að það hvarflaði ekki að henni, frekar en starfsmönnum bankanna eða öðrum markaðsaðilum, að viðskipti bankanna með eigin bréf teldust ólögmæt á grundvelli gagnályktunar frá ákvæðum um endurkaup. Gagnrýni Kauphallar á umrædd viðskipti er því hrein eftiráspeki en ekki byggð á þeirri sýn sem hún hafði á viðskiptin á árunum 2005-2008. Þess vegna er meiri ástæða fyrir Kauphöllina að líta í eigin barm en umbjóðanda minn sem byggði háttsemi sína á þeim grunni sem Kauphöllin sjálf, sem lögbundinn eftirlitsaðili lagði til grundvallar. Svargrein forsvarsmanna Kauphallarinnar nú breytir engu um það.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00
Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun