Hvað er r* og af hverju er það mikilvægt? lars christensen skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Um helgina hélt næstæðsti embættismaður á sviði peningamálastefnu Bandaríkjanna, Stanley Fischer aðstoðarseðlabankastjóri, erindi þar sem hann fjallaði um stöðu bandaríska hagkerfisins. Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi. Fischer sagði að þetta drægi dilk á eftir sér varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna þar sem minni vöxtur á vergri landsframleiðslu þýddi að r* hefði líka fallið. r* er hugtak sem hagfræðingar nota um það sem kallað er „eðlilegt“ eða „hlutlaust“ vaxtastig, sem er það vaxtastig sem tryggir að verðbólga samræmist markmiðum seðlabankans og hagkerfið starfi almennt með fullum afköstum. Ef r* er til langframa lægra – miklu lægra – en við héldum fyrir 5-10 árum – þá þýðir það líka að þeir lágu stýrivextir sem nú eru í Bandaríkjunum, og reyndar í heiminum, eru sennilega varanlegir í eðli sínu. Um leið þýðir það að peningamálastefnan sé kannski ekki alveg eins „hagfelld“ og oft er sagt að hún sé, sem þýðir að það sé lítil ástæða til að hækka stýrivexti í Bandaríkjunum á næstunni.Hið nýja samhljóða álit FOMCFischer er ekki fyrsti háttsetti embættismaður seðlabankans sem segir slíkt. Reyndar virðist nýtt samhljóða álit vera að myndast á meðal meðlima hinnar mikilvægu nefndar Seðlabankans, Federal Open Market Committee. Á síðustu tveim vikum hafa þannig forstjóri svæðisseðlabankans í Dallas, Robert Kaplan, og forstjóri svæðisseðlabankans í San Francisco, John Williams, báðir bent á að r* sé líklega mjög lágt og að Seðlabankinn ætti að taka það með í reikninginn þegar hann ákveður peningamálastefnu sína. Athyglisverðast er að John Williams hefur lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti kannski að breyta peningamálastefnu sinni frá núverandi verðbólgumarkmiði sínu yfir í, til dæmis, markmið fyrir nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þá lægi Seðlabankanum miklu minna á að hækka stýrivexti og sýndi þannig merki um að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á næstunni. Ummæli Williams gætu opnað dyrnar fyrir grunnumræðu um skipan peningamálastefnu Seðlabankans og við gætum hafið þá umræðu í næstu viku þegar seðlabankastjórar hvaðanæva úr heiminum hittast á árlegu málþingi svæðisseðlabankans í Kansas City um efnahagsstefnu í Jackson Hole í Wyoming. Þátttakendur af fjármálamarkaðnum munu fylgjast sérstaklega með því hvort Janet Yellen seðlabankastjóri tjái sig eitthvað í ræðu sinni á föstudaginn um r* og hvaða vísbendingar það muni gefa, ekki bara um peningamálastefnuna í náinni framtíð, heldur einnig um skipan peningamálastefnunnar í heild sinni. Ef Yellen nefnir að r* hafi fallið væri það líka merki til fjármálamarkaðanna um að það verði engin ástæða til að hækka stýrivexti á þessu ári og því yrði vissulega fagnað af alþjóðlegum fjárfestum á verðbréfamörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Um helgina hélt næstæðsti embættismaður á sviði peningamálastefnu Bandaríkjanna, Stanley Fischer aðstoðarseðlabankastjóri, erindi þar sem hann fjallaði um stöðu bandaríska hagkerfisins. Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi. Fischer sagði að þetta drægi dilk á eftir sér varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna þar sem minni vöxtur á vergri landsframleiðslu þýddi að r* hefði líka fallið. r* er hugtak sem hagfræðingar nota um það sem kallað er „eðlilegt“ eða „hlutlaust“ vaxtastig, sem er það vaxtastig sem tryggir að verðbólga samræmist markmiðum seðlabankans og hagkerfið starfi almennt með fullum afköstum. Ef r* er til langframa lægra – miklu lægra – en við héldum fyrir 5-10 árum – þá þýðir það líka að þeir lágu stýrivextir sem nú eru í Bandaríkjunum, og reyndar í heiminum, eru sennilega varanlegir í eðli sínu. Um leið þýðir það að peningamálastefnan sé kannski ekki alveg eins „hagfelld“ og oft er sagt að hún sé, sem þýðir að það sé lítil ástæða til að hækka stýrivexti í Bandaríkjunum á næstunni.Hið nýja samhljóða álit FOMCFischer er ekki fyrsti háttsetti embættismaður seðlabankans sem segir slíkt. Reyndar virðist nýtt samhljóða álit vera að myndast á meðal meðlima hinnar mikilvægu nefndar Seðlabankans, Federal Open Market Committee. Á síðustu tveim vikum hafa þannig forstjóri svæðisseðlabankans í Dallas, Robert Kaplan, og forstjóri svæðisseðlabankans í San Francisco, John Williams, báðir bent á að r* sé líklega mjög lágt og að Seðlabankinn ætti að taka það með í reikninginn þegar hann ákveður peningamálastefnu sína. Athyglisverðast er að John Williams hefur lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti kannski að breyta peningamálastefnu sinni frá núverandi verðbólgumarkmiði sínu yfir í, til dæmis, markmið fyrir nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þá lægi Seðlabankanum miklu minna á að hækka stýrivexti og sýndi þannig merki um að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á næstunni. Ummæli Williams gætu opnað dyrnar fyrir grunnumræðu um skipan peningamálastefnu Seðlabankans og við gætum hafið þá umræðu í næstu viku þegar seðlabankastjórar hvaðanæva úr heiminum hittast á árlegu málþingi svæðisseðlabankans í Kansas City um efnahagsstefnu í Jackson Hole í Wyoming. Þátttakendur af fjármálamarkaðnum munu fylgjast sérstaklega með því hvort Janet Yellen seðlabankastjóri tjái sig eitthvað í ræðu sinni á föstudaginn um r* og hvaða vísbendingar það muni gefa, ekki bara um peningamálastefnuna í náinni framtíð, heldur einnig um skipan peningamálastefnunnar í heild sinni. Ef Yellen nefnir að r* hafi fallið væri það líka merki til fjármálamarkaðanna um að það verði engin ástæða til að hækka stýrivexti á þessu ári og því yrði vissulega fagnað af alþjóðlegum fjárfestum á verðbréfamörkuðum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar