Börn auka launamun Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Launamunur kynjanna er að meðaltali átján prósent í Bretlandi. NordicPhotos/Getty Kynbundinn launamunur er minnstur þegar fólk er nýkomið á vinnumarkað og breikkar þegar fólk nálgast fertugsaldurinn í Bretlandi. Breytingar í starfi í kjölfar barneigna skýra verulega þessa þróun. Þetta sýnir ný skýrsla Institute for Fiscal Studies (IFS). Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óhætt sé að fullyrða að á Íslandi hafi barnsfæðingar eða það að vera á barnsfæðingaraldri neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í Bretlandi er launamunur kynjanna minnstur á þrítugsaldrinum, en svo eykst hann úr tíu prósentum í þrjátíu og þrjú prósent á tólf ára tímabili eftir fæðingu fyrsta barns. Í skýrslunni eru meðallaun á tímann skoðuð en ekki árslaun til þess að koma í veg fyrir skekkju ef konur vinna styttri vinnuviku eftir barnsburð.Sérfræðingar hjá IFS telja að launamuninn megi rekja til þess að konur þurfi frekar að sinna skyldum sem tengjast börnum þeirra, því hafi þær minni tíma til að vinna í starfsframa sínum og auka reynslu sína. Líkur séu jafnvel á að þær hætti á vinnumarkaði um tíma og því aukist launamunurinn. Tuttugu árum eftir fæðingu fyrsta barns hafa konur í Bretlandi að meðaltali starfað fjórum árum skemur en karlar. Konur eru því að missa af tækifærum til stöðuhækkana sem karlmenn fá.Ingólfur V. Gíslason„Bilið milli tímakaups menntaðra kvenna og karla hefur ekkert minnkað á síðustu tuttugu árum,“ segir Robert Joyce, höfundur skýrslunnar, um niðurstöðuna. „Það eru ekki margar rannsóknir til um þetta hérlendis, en allavega ein sem gerð var sýndi að stór hluti af skýringunni á launamun karla og kvenna fælist í því að fjölskyldumyndun og foreldrahlutverk hafi þveröfug áhrif á karla og konur. Laun kvenna standa í stað eða lækka en laun karla hækka. Ýmsar norrænar rannsóknir hafa líka sýnt þetta. Í Noregi var komist að þeirri niðurstöðu að þetta útskýrði um tuttugu og fimm prósent af launamun kynjanna,“ segir Ingólfur. „Það er óhætt að fullyrða að barnsfæðingar, og bara það að vera á barnsfæðingaraldri, hefur neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að Alþingi samþykki þetta nýja frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof,“ segir Ingólfur V. Gíslason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Kynbundinn launamunur er minnstur þegar fólk er nýkomið á vinnumarkað og breikkar þegar fólk nálgast fertugsaldurinn í Bretlandi. Breytingar í starfi í kjölfar barneigna skýra verulega þessa þróun. Þetta sýnir ný skýrsla Institute for Fiscal Studies (IFS). Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óhætt sé að fullyrða að á Íslandi hafi barnsfæðingar eða það að vera á barnsfæðingaraldri neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í Bretlandi er launamunur kynjanna minnstur á þrítugsaldrinum, en svo eykst hann úr tíu prósentum í þrjátíu og þrjú prósent á tólf ára tímabili eftir fæðingu fyrsta barns. Í skýrslunni eru meðallaun á tímann skoðuð en ekki árslaun til þess að koma í veg fyrir skekkju ef konur vinna styttri vinnuviku eftir barnsburð.Sérfræðingar hjá IFS telja að launamuninn megi rekja til þess að konur þurfi frekar að sinna skyldum sem tengjast börnum þeirra, því hafi þær minni tíma til að vinna í starfsframa sínum og auka reynslu sína. Líkur séu jafnvel á að þær hætti á vinnumarkaði um tíma og því aukist launamunurinn. Tuttugu árum eftir fæðingu fyrsta barns hafa konur í Bretlandi að meðaltali starfað fjórum árum skemur en karlar. Konur eru því að missa af tækifærum til stöðuhækkana sem karlmenn fá.Ingólfur V. Gíslason„Bilið milli tímakaups menntaðra kvenna og karla hefur ekkert minnkað á síðustu tuttugu árum,“ segir Robert Joyce, höfundur skýrslunnar, um niðurstöðuna. „Það eru ekki margar rannsóknir til um þetta hérlendis, en allavega ein sem gerð var sýndi að stór hluti af skýringunni á launamun karla og kvenna fælist í því að fjölskyldumyndun og foreldrahlutverk hafi þveröfug áhrif á karla og konur. Laun kvenna standa í stað eða lækka en laun karla hækka. Ýmsar norrænar rannsóknir hafa líka sýnt þetta. Í Noregi var komist að þeirri niðurstöðu að þetta útskýrði um tuttugu og fimm prósent af launamun kynjanna,“ segir Ingólfur. „Það er óhætt að fullyrða að barnsfæðingar, og bara það að vera á barnsfæðingaraldri, hefur neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að Alþingi samþykki þetta nýja frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof,“ segir Ingólfur V. Gíslason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira