Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar Bolli Héðinsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Búvörusamningarnir sem ofangreindir þrír flokkar á Alþingi hafa sameinast um að styðja eru sama eðlis og fyrri slíkir samningar sem gerðir hafa verið þar sem er hrært saman byggðastefnu og eðlilegu starfsumhverfi atvinnugreinarinnar landbúnaðar. Meðal þess sem sauðfjárhluti landbúnaðarsamningsins hvetur til er aukin gróðureyðing á viðkvæmum svæðum. Prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur varað við þessu í blaðagreinum án þess að því hafi verið mótmælt. Við eðlilegar kringumstæður væri staðið að slíkri samningagerð með allt öðrum hætti en gert var nú. Markmið slíks samnings yrðu væntanlega skilgreind á þá leið að stefnt væri að því að landbúnaði yrðu búin starfsskilyrði eins og hverri annarri atvinnugrein með lágmarksafskiptum ríkisvaldsins af framleiðslu bænda. Samhliða væri gerður annar samningur sem bændur gætu gengið að sem fjallaði um hvernig megi tryggja byggð um landið. Þar væri ekki verið að telja upp framleiðslu tiltekinna matvæla, sem skilyrði þess að bændur fái greitt, heldur fái þeir byggðastyrki sem fylgi byggðamarkmiðum eftir því hvar þeir búa. Þeir réðu því síðan sjálfir hvað þeir framleiddu.MS – einelt einokunarfyrirtæki? Einn forystumanna Vinstri grænna skrifaði grein í Frbl. til varnar Mjólkursamsölunni þar sem hann telur að MS sé lagt í einelti og minnir á að eigendur MS séu um 600 kúabændur sem hafa komið „sér upp samvinnu um fyrirtæki sem heitir MS til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“. Þetta er gott svo langt sem það nær ef ekki vildi svo til að fyrirtækið MS er nánast eitt á markaði og nýtur sérstakrar undanþágu frá samkeppnislögum. Hvað þætti okkur um ef t.d. bakarar, tölvufyrirtæki eða bílasalar gerðu slíkt hið sama, þ.e. komi „sér upp samvinnu um fyrirtæki […] til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“ og nytu til þess stuðnings ríkisvaldsins með undandþágu frá samkeppnislögum? Þetta hljómar e.t.v. ekki illa á pappír en trúir því nokkur að ríkisvernduð einokun færi neytendum þá fjölbreytni, verðlag og þjónustu sem almenningur gerir kröfur um?Landbúnaður eins og hver önnur atvinnugrein Ráðamenn landbúnaðar hafa alla tíð reynt að telja landsmönnum trú um að þeirra framleiðsla sé svo sérstök og öðruvísi að um hana gildi önnur lögmál en um aðra framleiðslu. Vissulega er hægt að sjá fyrir sér að fyrirtæki á borð við MS væri styrkt til að safna saman mjólk frá bændum vítt og breitt um landið og sjá úrvinnsluaðilum fyrir hráefni. En að bæði hráefna- og úrvinnsla megi vera á sömu hendi býður upp á einokun af versta tagi eins og landsmenn hafa fengið að finna fyrir og Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við. Það er sérstakt að árið 2016 skuli vera þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi sem hafa enn ekki skilning á því að fjölbreytni og þróun framleiðsluvöru er ekki afgreidd í eitt skipti fyrir öll og að neytendur láta ekki lengur bjóða sér að sagt sé við þá líkt og haft var eftir formanni Bændasamtakanna að þjóðin gæti svo sem alveg fengið ákveðna tegund af osti af því að umbjóðendur hans framleiddu hana ekki! Slík afgreiðsla mála var algeng fyrr á tímum og ráðamenn telja augljóslega slíkar trakteringar ennþá boðlegar íslenskum almenningi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Búvörusamningarnir sem ofangreindir þrír flokkar á Alþingi hafa sameinast um að styðja eru sama eðlis og fyrri slíkir samningar sem gerðir hafa verið þar sem er hrært saman byggðastefnu og eðlilegu starfsumhverfi atvinnugreinarinnar landbúnaðar. Meðal þess sem sauðfjárhluti landbúnaðarsamningsins hvetur til er aukin gróðureyðing á viðkvæmum svæðum. Prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur varað við þessu í blaðagreinum án þess að því hafi verið mótmælt. Við eðlilegar kringumstæður væri staðið að slíkri samningagerð með allt öðrum hætti en gert var nú. Markmið slíks samnings yrðu væntanlega skilgreind á þá leið að stefnt væri að því að landbúnaði yrðu búin starfsskilyrði eins og hverri annarri atvinnugrein með lágmarksafskiptum ríkisvaldsins af framleiðslu bænda. Samhliða væri gerður annar samningur sem bændur gætu gengið að sem fjallaði um hvernig megi tryggja byggð um landið. Þar væri ekki verið að telja upp framleiðslu tiltekinna matvæla, sem skilyrði þess að bændur fái greitt, heldur fái þeir byggðastyrki sem fylgi byggðamarkmiðum eftir því hvar þeir búa. Þeir réðu því síðan sjálfir hvað þeir framleiddu.MS – einelt einokunarfyrirtæki? Einn forystumanna Vinstri grænna skrifaði grein í Frbl. til varnar Mjólkursamsölunni þar sem hann telur að MS sé lagt í einelti og minnir á að eigendur MS séu um 600 kúabændur sem hafa komið „sér upp samvinnu um fyrirtæki sem heitir MS til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“. Þetta er gott svo langt sem það nær ef ekki vildi svo til að fyrirtækið MS er nánast eitt á markaði og nýtur sérstakrar undanþágu frá samkeppnislögum. Hvað þætti okkur um ef t.d. bakarar, tölvufyrirtæki eða bílasalar gerðu slíkt hið sama, þ.e. komi „sér upp samvinnu um fyrirtæki […] til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“ og nytu til þess stuðnings ríkisvaldsins með undandþágu frá samkeppnislögum? Þetta hljómar e.t.v. ekki illa á pappír en trúir því nokkur að ríkisvernduð einokun færi neytendum þá fjölbreytni, verðlag og þjónustu sem almenningur gerir kröfur um?Landbúnaður eins og hver önnur atvinnugrein Ráðamenn landbúnaðar hafa alla tíð reynt að telja landsmönnum trú um að þeirra framleiðsla sé svo sérstök og öðruvísi að um hana gildi önnur lögmál en um aðra framleiðslu. Vissulega er hægt að sjá fyrir sér að fyrirtæki á borð við MS væri styrkt til að safna saman mjólk frá bændum vítt og breitt um landið og sjá úrvinnsluaðilum fyrir hráefni. En að bæði hráefna- og úrvinnsla megi vera á sömu hendi býður upp á einokun af versta tagi eins og landsmenn hafa fengið að finna fyrir og Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við. Það er sérstakt að árið 2016 skuli vera þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi sem hafa enn ekki skilning á því að fjölbreytni og þróun framleiðsluvöru er ekki afgreidd í eitt skipti fyrir öll og að neytendur láta ekki lengur bjóða sér að sagt sé við þá líkt og haft var eftir formanni Bændasamtakanna að þjóðin gæti svo sem alveg fengið ákveðna tegund af osti af því að umbjóðendur hans framleiddu hana ekki! Slík afgreiðsla mála var algeng fyrr á tímum og ráðamenn telja augljóslega slíkar trakteringar ennþá boðlegar íslenskum almenningi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun