Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar Bolli Héðinsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Búvörusamningarnir sem ofangreindir þrír flokkar á Alþingi hafa sameinast um að styðja eru sama eðlis og fyrri slíkir samningar sem gerðir hafa verið þar sem er hrært saman byggðastefnu og eðlilegu starfsumhverfi atvinnugreinarinnar landbúnaðar. Meðal þess sem sauðfjárhluti landbúnaðarsamningsins hvetur til er aukin gróðureyðing á viðkvæmum svæðum. Prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur varað við þessu í blaðagreinum án þess að því hafi verið mótmælt. Við eðlilegar kringumstæður væri staðið að slíkri samningagerð með allt öðrum hætti en gert var nú. Markmið slíks samnings yrðu væntanlega skilgreind á þá leið að stefnt væri að því að landbúnaði yrðu búin starfsskilyrði eins og hverri annarri atvinnugrein með lágmarksafskiptum ríkisvaldsins af framleiðslu bænda. Samhliða væri gerður annar samningur sem bændur gætu gengið að sem fjallaði um hvernig megi tryggja byggð um landið. Þar væri ekki verið að telja upp framleiðslu tiltekinna matvæla, sem skilyrði þess að bændur fái greitt, heldur fái þeir byggðastyrki sem fylgi byggðamarkmiðum eftir því hvar þeir búa. Þeir réðu því síðan sjálfir hvað þeir framleiddu.MS – einelt einokunarfyrirtæki? Einn forystumanna Vinstri grænna skrifaði grein í Frbl. til varnar Mjólkursamsölunni þar sem hann telur að MS sé lagt í einelti og minnir á að eigendur MS séu um 600 kúabændur sem hafa komið „sér upp samvinnu um fyrirtæki sem heitir MS til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“. Þetta er gott svo langt sem það nær ef ekki vildi svo til að fyrirtækið MS er nánast eitt á markaði og nýtur sérstakrar undanþágu frá samkeppnislögum. Hvað þætti okkur um ef t.d. bakarar, tölvufyrirtæki eða bílasalar gerðu slíkt hið sama, þ.e. komi „sér upp samvinnu um fyrirtæki […] til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“ og nytu til þess stuðnings ríkisvaldsins með undandþágu frá samkeppnislögum? Þetta hljómar e.t.v. ekki illa á pappír en trúir því nokkur að ríkisvernduð einokun færi neytendum þá fjölbreytni, verðlag og þjónustu sem almenningur gerir kröfur um?Landbúnaður eins og hver önnur atvinnugrein Ráðamenn landbúnaðar hafa alla tíð reynt að telja landsmönnum trú um að þeirra framleiðsla sé svo sérstök og öðruvísi að um hana gildi önnur lögmál en um aðra framleiðslu. Vissulega er hægt að sjá fyrir sér að fyrirtæki á borð við MS væri styrkt til að safna saman mjólk frá bændum vítt og breitt um landið og sjá úrvinnsluaðilum fyrir hráefni. En að bæði hráefna- og úrvinnsla megi vera á sömu hendi býður upp á einokun af versta tagi eins og landsmenn hafa fengið að finna fyrir og Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við. Það er sérstakt að árið 2016 skuli vera þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi sem hafa enn ekki skilning á því að fjölbreytni og þróun framleiðsluvöru er ekki afgreidd í eitt skipti fyrir öll og að neytendur láta ekki lengur bjóða sér að sagt sé við þá líkt og haft var eftir formanni Bændasamtakanna að þjóðin gæti svo sem alveg fengið ákveðna tegund af osti af því að umbjóðendur hans framleiddu hana ekki! Slík afgreiðsla mála var algeng fyrr á tímum og ráðamenn telja augljóslega slíkar trakteringar ennþá boðlegar íslenskum almenningi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Búvörusamningarnir sem ofangreindir þrír flokkar á Alþingi hafa sameinast um að styðja eru sama eðlis og fyrri slíkir samningar sem gerðir hafa verið þar sem er hrært saman byggðastefnu og eðlilegu starfsumhverfi atvinnugreinarinnar landbúnaðar. Meðal þess sem sauðfjárhluti landbúnaðarsamningsins hvetur til er aukin gróðureyðing á viðkvæmum svæðum. Prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur varað við þessu í blaðagreinum án þess að því hafi verið mótmælt. Við eðlilegar kringumstæður væri staðið að slíkri samningagerð með allt öðrum hætti en gert var nú. Markmið slíks samnings yrðu væntanlega skilgreind á þá leið að stefnt væri að því að landbúnaði yrðu búin starfsskilyrði eins og hverri annarri atvinnugrein með lágmarksafskiptum ríkisvaldsins af framleiðslu bænda. Samhliða væri gerður annar samningur sem bændur gætu gengið að sem fjallaði um hvernig megi tryggja byggð um landið. Þar væri ekki verið að telja upp framleiðslu tiltekinna matvæla, sem skilyrði þess að bændur fái greitt, heldur fái þeir byggðastyrki sem fylgi byggðamarkmiðum eftir því hvar þeir búa. Þeir réðu því síðan sjálfir hvað þeir framleiddu.MS – einelt einokunarfyrirtæki? Einn forystumanna Vinstri grænna skrifaði grein í Frbl. til varnar Mjólkursamsölunni þar sem hann telur að MS sé lagt í einelti og minnir á að eigendur MS séu um 600 kúabændur sem hafa komið „sér upp samvinnu um fyrirtæki sem heitir MS til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“. Þetta er gott svo langt sem það nær ef ekki vildi svo til að fyrirtækið MS er nánast eitt á markaði og nýtur sérstakrar undanþágu frá samkeppnislögum. Hvað þætti okkur um ef t.d. bakarar, tölvufyrirtæki eða bílasalar gerðu slíkt hið sama, þ.e. komi „sér upp samvinnu um fyrirtæki […] til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“ og nytu til þess stuðnings ríkisvaldsins með undandþágu frá samkeppnislögum? Þetta hljómar e.t.v. ekki illa á pappír en trúir því nokkur að ríkisvernduð einokun færi neytendum þá fjölbreytni, verðlag og þjónustu sem almenningur gerir kröfur um?Landbúnaður eins og hver önnur atvinnugrein Ráðamenn landbúnaðar hafa alla tíð reynt að telja landsmönnum trú um að þeirra framleiðsla sé svo sérstök og öðruvísi að um hana gildi önnur lögmál en um aðra framleiðslu. Vissulega er hægt að sjá fyrir sér að fyrirtæki á borð við MS væri styrkt til að safna saman mjólk frá bændum vítt og breitt um landið og sjá úrvinnsluaðilum fyrir hráefni. En að bæði hráefna- og úrvinnsla megi vera á sömu hendi býður upp á einokun af versta tagi eins og landsmenn hafa fengið að finna fyrir og Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við. Það er sérstakt að árið 2016 skuli vera þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi sem hafa enn ekki skilning á því að fjölbreytni og þróun framleiðsluvöru er ekki afgreidd í eitt skipti fyrir öll og að neytendur láta ekki lengur bjóða sér að sagt sé við þá líkt og haft var eftir formanni Bændasamtakanna að þjóðin gæti svo sem alveg fengið ákveðna tegund af osti af því að umbjóðendur hans framleiddu hana ekki! Slík afgreiðsla mála var algeng fyrr á tímum og ráðamenn telja augljóslega slíkar trakteringar ennþá boðlegar íslenskum almenningi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar